Leita í fréttum mbl.is

Dagur 20 á geðdeild.... og 21 dagur í jól !

Ég veit ekki hvernig mér líður.... vaknaði undarlega klukkan fyrir klukkan 6 í morgun og er ekki enn búin að átta mig á líðaninni. Gærdagurinn var ör..... Maníudagur, bæði góður og erfiður. Ég tek mér alltaf smá tíma í morgunbloggið, er búin að sækja mér látté og núna er ég alveg að fara út að reykja. En allt íí lagi að byrja aðeins hérna áður.

Ég vaknaði hálf 6 í gærmorgun, hitti fullt af góðu  og yndislegu fólki í gær... Þá er ég að tala um fólk fyrir utan það sem er hér inni s.s. staffið hér og sjúklinga. Vá fullt af veiku fólki hér, sumir er svo veikir að þeir halda jafnvel að þeir séu alheilbrigðir.....þetta er skelfilegur sjúkdómur.Fólk er að takast á við alls konar tilfinningar hér inni, og ég er alveg búin að sjá það að þetta er besti staðurinn til að berjast við erfiðar tilfinningar sem brjótast út úr manni í tíma og ótíma. sígó..... kem aftur eftir hálftíma ;o)

Þetta var sko enginn hálftími, klukkan að verða hálf 12..... nú þarf ég að fara að tækla lífið, vá veit ekki hvað er framundan. Eitt af því góða við að vera á geðdeild fyrir utan þessa hjálp sem maður fær hér er að þegar maður á í fjármálskröggum þá þarf maður a.m.k. ekki pening til að kaupa mat.

Er með kvíða dauðans núna... eftir viðtalið hjá geðlækninum í morgun, þá fékk ég bara kvíðakast dauðans.. eigum við að ræða það eitthvað ?? Núna styttist í útskrift, væntanlega í næstu viku og er það bara þannig séð gott mál nema....... hann vill ekki setja mig á ný geðlyf, hann vill að ég prófi að vera án þeirra. Ó mæ god....... er ekki alveg að sjá það þessa dagana, en verð að eyða helginni hérna inni í því að tækla eitthvað á mér hausinn og reyna að segja mér að það er möguleiki á að ég geti verið lyfjalaus...... SHIT, ég er bara svooooo hrædd við tilhugsunina. Ég er svo treg að leita mér hjálpar, hvað ef að ég er ekki að höndla þetta ??

Ég fór í gær með Írisi á ea fund í Hallgrímskirkju bakatil og var umræðan kvíði/jólakvíði, án gríns....  klikkaða kjéllingin í maníunni, varð að skreppa frá af miðjum kvíðafundi í svo miklu kvíðakasti, en meikaði svo að klára fundinn, en það tók á og þurfti smá tíma að ná mér niður þegar við komum út.

Fyrir utan kvíða í gær var dagurinn bara fínn... Fékk gest ( Maggi minn) kom upp úr klukkan 8 í gærmorgun, var einmitt úti að reykja þegar hann kom, þannig að heimsóknum var bara á stéttinni (þar má maður líka reykja) hehehehe   Nú elsku Arna mín kom svoum hádegið og Gyðan mín... fullt af gestum, hitti Martein fyrir utan. 

Ég veit það, ég veð úr einu í annað, veit ekki hvernig mér líður, er bara stressuð og kvíðin. Held að ég þurfi bara að skreppa fram og tala einhvenr í kaf núna...

gúdd bæ farvel and sí jú leiter.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, elsku Linda mín. Ég veit hvenrig þetta er. Ég er búin að vera kvíðin og hálf óhress í dag. Pabbi var að leggjast inn á spítala. Þannig að þetta er búið að vera svolítið erfitt. En ég reyni mitt besta eins og þú. En dagarnir eru misjafnir og þeir koma og fara víst.

Eigðu æðislegt kvöld elsku Linda mín og risa knús á þig vinur. Þú stendur þig vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 23:03

2 Smámynd: Linda litla

Leiðinlegt að heyra Valgeir, hvað er að hjá pabba þinum ? Hvenær lagðist hann inn ?

Linda litla, 4.12.2010 kl. 07:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku stelpan mín, þetta er ekki alveg nógu gott.  En ég ætla að senda þér knús og veistu að það er alltaf ljós þarna bak við enda ganganna. Maður þarf bara að trúa því að það sé þar og svo finna það.  Gangi þér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2010 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband