Leita í fréttum mbl.is

Mér líður eins og mér líður......

Dagurinn byrjaði vel hjá mér, ekkert nema orka og aftur orka, þvoði þvott eins og geðsjúklingur (eins og ég er). En um hádegið fékk ég nóg og gat ekki meir, og fór í rúmið og í hugleiðslu, svo dottaði ég í smástund. Pabbi minn kom svo og sótti mig og keyrði mér til læknis. Það gekk ágætlega, lægri mörkin á blóðþrýstingnum voru í hærra lagi, púslinn og hár og svo er ég andstutt og móð en það tengist kvíða. Ég á að halda áfram á Prozac-inu og það á að bæta við öðru lyfi, Wellbutrin Retard. Vona að það fari svo að virka sem fyrst.... er reyndar ekki byrjuð á því þar sem að það var ekki til í apótekinu hérna. En vonandi verður það komið á morgun. Eftir læknatímann fór ég í búðina að kaupa nesti fyrir skíðaferð hjá Kormáki á morgun, það tók frekar á að fara á meðal fólks... sumir spyrja um líðan mína og stundum finnst mér fólk horfa á mig. Ég alla vega þurffti að byrja á því að taka róandi þegar ég kom heim og er svona þokkalega að ná mér niður, held að ég taki því rólega núna.
Mér líður eiginlega ekkert of vel núna, kannski ætti ég bara að skríða aðeins upp í með honum Bert mínum, aldrei að vita nema ég fái Kormák minn til að koma með mér og lesa bara fyrir mig, mér finnst það notalegt, þá get ég legið með lokuð augun og slakað á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Þú ert sterk Linda mín,þú hefur að koma þér út úr þessu ég veit það,Lífið leikur fólk misvel,þú átt skilið að lífið fari um þig mildum höndum þú sem ert alltaf svo góð við allt og alla...Allavega takk fyrir að vera vinkona mín

Guðný Einarsdóttir, 17.4.2012 kl. 17:13

2 Smámynd: Aprílrós

Ég er svo þakklát að hafa kynst þér Linda mín, þú ert alveg einstök og þú ert góð vinkona og vinur.

Aprílrós, 17.4.2012 kl. 18:23

3 Smámynd: Linda litla

Takk fyrir dúllurassarnir mínir, veit að ég get verið erfið, en þið eruð ekki með fordóma og takið mér eins og ég er.... lovjús..

Linda litla, 17.4.2012 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband