Leita í fréttum mbl.is

lá við yfirliði.

Skrítin dagur búinn, fékk Hafdísi til mín í morgun að setja á mig andlit, Kormákur eldaði þenna fína TACO kjúkling, algjör snilld hjá honum, og Gulla kom og borðaði með okkur líka. Auðvitað var ég svo búin á því eftir matinn. Hafdís fór og Gulla skömmu síðar, ég ætlaði að eins að leggja mig, en sá lúr var alveg í 3 og hálfan tíma, gjörsamlega hef ég verið útkeyrð. Er bara ekki að skilja þessa þreytu í mér.

Ég ætlaði að skipta á umbúðum á brjóstinu á mér, en ég endaði á Rauðalæk hjá henni Sóley, mér fannst þetta svo ógeðslegt að ég hélt að það myndi líða yfir mig þegar ég sá hve gatið (skurðurinn) var stórt og djúpt, ógleði skall yfir og ég sá að ég gæti þetta ekki. Pabbi renndi með mig á Rauðalæk og auðvitað reddaði Sóley málunum..... og sagði að það væri ekkert mál að redda mér ef að ég yrði slæm á morgun, annars á ég svo að mæta í skiptingu á mánudag.

Ég er búin að sitja í sófanum annars í allt kvöld, drulluþreytt, Hafdís kíkti aðeins á mig kvöld í smá spjall og sígó. Núna er ég búin að fá nóg og ætla að taka lyfin mín og koma mér í bólið.

góða nóttina kæra fólk

Kv. Linda litla og auma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband