Leita í fréttum mbl.is

Vorkunarog vælustadus, ekki lesa ef slíkt pirrar ykkur.

Jæja, góðan dag, gott kvöld eða góða nótt. kl. 01:56 aðfaranótt laugardags 18 okt. 2014.

Það er orðið ansi langt síðan ég hef sett eitthað hérna inn, enda ekki dottið bloggi í hug fyrr en í síðustu viku, þegar ég var í maníu og skrifaði bara heilan pistil á facebook, held að það væri nær að skrifa eitthvað hérna ef að ég þarf að fá útrás eða bulla. 

Þessa dagana er ég svo ósátt við margt í þessu lífi mínu, ég hef verið að vinna eitthvað á sumrin (er öryrki) en við megum vinna eitthvað x-mikið sem að ég hef reyndar aldrei náð. Nema vinna hjá mér minnkar með hverju ári og núna er staðan orðin þannig að ég er hrædd um að ég geti ekkert unnið meira og það hefur mikil áhrif á mína andlegu heilsu. Ég bakari.... nei djók, ég er baksjúklingur, var reyndar að vinna aðeins í bakaríi í sumar. Ég er með ónýtar taugar í báðum fótum sem þýðir að ég er dofin frá rasskinn og alveg niður, allar tær dofnar báðu megin, spennandi ekki satt ;) Nú svo er ég með kvíða, þunglyndi og geðhvörf, alkóhólisti..... ég er með allan pakkann bara spyrja og svarið er já, nema blöðruhálskirtillinn er fínn ;) kannski af því að ég er ekki með hann. Nú, ég verð slæm í skrokknum.... bakið, mjöðmin, lærið.... alla leið niður. Það versnar í sumar og ég gúffa í mig sterkum verkjalyfjum og verkjalyfjum við taugum. Þegar ég vyrjaði að verað mjög slæm, þá láku bara tárin, réði ekkert við það, þau bara láku.... var hætt að geta farið út með hundinn, mér var svo illt, bara á því að labba og enn sárara að vera í hundagöngutúr með 40 kg. hund sem getur tekið í , það var að fara með mig, varð stundum að hringja i son minn og biðja hann að taka á móti mér af því að ég gat ekki lengur teymt tíkina. Hann tók við henni og ég haltraði svo grátandi heim á eftir. Svo versnar þetta, ég reyni að vinna, en þegar ég ar farin að æla af verkjum í vinnunni þá ákvað ég að tala við lækni (er sko mjög þrjósk og held alltaf að allt lagist bara). Okey...... ég er send í myndatöku á hné hægra megin(veikari löppin núna) og segulómun á mænu. Svo hringir doksi í mig og segir mér frá ónýtu taugunum í fótunum á mér.... ég veit allt um það, nema hann vill að Aron Björnsson heilaog taugasérfræðingur fí myndirnar og lesi úr þeim varðandi rest. Núna bíð ég bara og bíð eftir að ég fái hringingu frá Aroni, reyndar ætlaði ég að hringja í dag og a.t.h. hvort að eitthvað væri að gerast þar, en andlega heilsan bauð ekki upp á það,langaði ekki að hringja, var með hausverk, leið illa og lá í rúminu fram eftir degi, færði mig so fram í stofu, og svaf þar til held ég 18, var það vakin með heimsókn og ég á brókinni undir sæng inni í stofu. Nema fyrir ca. hálfum mánuði lá ég í rúminu í viku og sjálfsvorkunn og eymd, þoldi ekki lífið, hataði allt fólk, vildi vera í friði, svaraði ekki síma, vildi enga gesti sem sagt allt í volli og allt komið í andlegu heilsuna. Náði mér svo aðeins á strik og fór að fara í bæinn að hitta fólk, nema ég er eiginlega ekki að höndla nema einn í einu, vil ekki margmenni. Andlega heilsan á smá uppleið, en ég veit að hún á eftir að fara niður aftur, þar sem ég fór ekki á botninn og það skeður allta þegar ég fer niður og af hverju ætti það ekki að gerast núna... ég bara bíð, en reyni samt af bestu getu að halda henni i lagi. Fór á AA fund í kvöld, reyndar vorum við ekki nema man ekki 6-8 eða eitthvað á fundinum, en mér leið aðeins betur þegar ég kom heim í fullt hús af unglingum..... fór bara inn í herbergi lokaði á eftir mér og fór í tölvuna. Bara svo þið vitið það, þá er ég bara að fá útrás hérna, ó,ögulegt að hella þessu yfir facebookvini mína, þeir nenna ekkert að lesa þetta og líta örugglega ekki á þetta annað en vælustadus, en mér gæti bara ekki verið meira sama, verð að fá útrás þó að allt of margir skiljji ekki geðsjúkdóma og kalla þetta leti og að maður eigi bara að rífa sig upp úr þessu, en við sem þekkjum þetta vitum betur. Það er alltaf eitthvað nýtt að bætast við mín veikindi, það nýjasta er að á vinstri fætinum eru tærnar farnar að kreppast, kannski eðlilegt þegar það eru mörg ár síðan taugarnar þeim megin skemmdust að völdum brjóskloss, en núna þegar ég labba og stíg niður vinstra megin þá fæ ég verki fremst á ristina örugglega af því að þegar ég stíg í fótinn þá réttist úr tánum og þá verkjar mig fremst á ristinni, en það þýðir ekkert að vera að pæla í því , þetta er ónýtt. Ég held að ég sé að skrifa af því að mér líður illa og ég veit að fólk nennir ekkert að hlusta á eitthvað væl í mér, held reyndar að ég kvarti ekki mikið, held að ég reyni bara að sætta mig við þetta og þurfa að lifa með þessu. Sorglegast af öllu finnst mér að ég er búin að segja upp þessari litlu vinnu sem ég var í og er búin að vera í, í mörg ár og það hefur hjálpað mér andlega að vera í kringum fólk. 

Mér finnst sorglega leiðinleg staða með fjölskyldu mína, ég á einn son Kormák 14 ára sem býr með mér, mjög meðvirkur varðandi andlegu heilsuna. Og svo á ég dóttur í saambúð og tvo ömmustráka sem að eru mér mikils virði í þessu lífi eins og börnin mín, þó að ég eigi ofsalega erfitt með að tjá mig tilfinningalega við þau. Þegar mér líður mikið illa, þá græt ég mikið og allt ómögulegt, segi kannski eithvað sem ég á ekki að segja en geri mér ekki grein fyrir því af því að mér líður svo illa. Ekki  nóg með það, að þegar ég fer að gráta þá getur það endað með rifrildum sem að ég ræð ekkert mið af vanlíðan (sumir skilja þetta, aðrir ekki) þetta er eitthvað sem að ég ræð ekki við. Sambandið á milli mín og dóttur minnar núna er ömurlegt og hún vill held ég ekki tala við mig af því að ég missti mig eitthvað við hana í símann í veikindum..... sorglegt, þetta er örugglega mér að kenna eins og allt annað sem hefur gerst í mínu lífi. OFt finnst mér ég aldrei gera neitt rétt, samt finnst mér eins og ég sé alltaf að reyna, ég er bara ekki betri en þetta..... enginn er fullkominn og ég er langt frá því. Núna leka tárin þegar ég skrifa þetta. En ég veit að ef að ég reyni að biðjast asökunar á einvherju sem að ég veit ekkert hvað er, eithvað sem ég hef sagt, þá veit ég að það kemur eitthvað á móti og þá fer allt í rifrildi aftur og þá er allt í sömu sporum, eini munurinn er sá að sambandið verður ennþá stirðara. 

Ég átti 3 mánaða edrúafmæli á miðv.dag 15 okt..... ég hætti að reykja 1 júlí, ég er á hnefanum, ég er ekki að höndla þetta og ofan á allt tilhugsunin að geta aldrei unnið aftur. Ég reyni samt mitt besta til að halda þetta út. Aftur aðeins út í veikindin, ég held líka að það hafi mjög mikil áhrif að ég get ekki klætt mig í skó á hægri fæti, ég kemst í sokka með herkjum í rúminu en það er ekki séns að komast í skó, ef að ég er ein heima og enginn til að hjálpa mér þá verð ég bara að fara í croks skóna, sem eru ekki það besta fyrir mig, tala nú ekki um þegar það koma steinar í skóinn og það er mjög óþægilegt sérstaklega þegar fæturnir eru svona dofnir. 

Ég er á nokkrum lyfjum, ég tek 2 töflur af skjaldkirtilslyfjum, 2 töflur við ofvirkri blöðru, 1 töflu við sykursýki og 2 geðlyf og sprauta mig við sykursýki. Þetta er eitthvað sem að ég á að gera daglega........ þegar ég tók lyfin mín í gær og sprautaði mig þá var ég ekki búin að taka nein lyf í hátt í viku.....held að mér sé að verða skítt sama um allt, af því að það er alltaf eitthvvað að bætast við. Ég tek líka eftir þörfum Gabapentin, parkodin forte og diazepan, við verkjum. Var á Nobligan en var komin á svo stóran skammt að ég hætti á þeim, ég var orðinn eins og versti dópísti, gat varla talað, var með vöðva og taugakippi, hætti að tala í miðjum setningum, gleymdi orðum, gleymdi hvað ég var að segja.... þetta var ömurlegt, eftir tvo daga á þessum skammti þá hætti ég á þeim, enda komin í 600 mg af Nobligan í einu, ásamt Gabapentininu, en það er lyf sem ég hætti ekki á, það er kraftaverkalyf fyrir mig.

Ég held að ég hafi aldrei bloggað svona langt áður, þetta er eins og dagbók bara. Þið þurfið ekkert að vera að lesa þetta, ætli þetta sé ekki bara gott fyrir mig að fá smá útrás, held það. Mér fannst a.mk. gott að losna við þetta. Tala nú ekki um hvað AA fundurinn var góður í kvöld, þannig að kannski er ég aðeins búin að losa um......

Ætla að segja þetta gott í bili, enda klukkan að verða 3.....

Vonandi ykkar vegna hafið þið ekki eytt tíma í að lesa þetta, alla vega ef að þið lásuð þetta, ekki tuða í mér að ég sé með vælublogg..... sleppið frekar að lesa. Bara svo þið vitið það þá held ég að ég fari að gera þetta reglulega... fyrir MIG :D

Góða nóttina og megið þið eiga ljúfa og góða helgi <3 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að deila þessu, las alla greinina og í fyrsta lagi finnst mér þú góður penni !!!! með allt hitt ætla ég ekki að tjá mig fyrir utan að þú átt alla mína samúð. Vonandi átt þú eftir að fá einhverja bót á þínum veikindum....knús í þitt hús.

Anna María (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 09:01

2 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Ég nennti sko alveg að lesa þetta elsku Linda mín.Okkur sem þykir vænt um þig gerum það.Ekki gleyma því elskan að þú ert góð manneskja og átt rétt á öllum þessum tilfinningum sem brjótast um í þér.þetta er allt hluti af því að reyna að ná bata.knús á þig Besta mín

Agnes Ólöf Thorarensen, 18.10.2014 kl. 10:04

3 identicon

Ég las allt bloggið þitt og stundum þarf maður að fá að útrás og tjá sig :) 

Gangi þér vel Linda mín <3 

Hulda (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 10:05

4 Smámynd: Linda litla

Takk elskur.

Linda litla, 18.10.2014 kl. 13:30

5 identicon

Ég gef mér alltaf tíma í að lesa bloggið þitt Linda litla,mér þykir vænt um þig ...HUNANG....

Guðný Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 14:11

6 Smámynd: Linda litla

sugar

Linda litla, 19.10.2014 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband