Leita í fréttum mbl.is

Samtal í morgunsárið.

Vorum bæði komin á fætur í morgun, Kormákur sestur yfir barnatímann og ég að koma úr sturtu.

ég: Kormákur hefur þú séð litlu bleiku körfuna með snyrtidótinu mínu ?

Korm.: Nei, er hún týnd ?

Ég: Ég finn hana ekki, ég skil þetta ekki. Hvað hefur orðið af henni ??

Korm: Af hverju þarftu hana ??

Ég: Ég ætlaði að setja á mig maskara áður en ég færi í vinnuna.

Korm: Þarftu eitthvað að vera fín í vinnunni ??

Ég: Mig langaði að mála mig aðeins, setja á mig maskara. Vera smá fín.

Korm: Geturðu ekki bara farið í fínum skóm ??

Yndislegur..... geturðu ekki bara farið í fínum skóm. Það lagar víst ekki á mér andlitið að fara í fínum skóm er það ??

hehehehe hann er svo mikið krútt.

Bestu kveðjur inn í daginn, eigið góðan dag.

Kv. Linda litla fína.

æoiuhoæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Yndisleg þessi börn Eigðu góða helgi. Kveðja frá Ísó.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 27.9.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúllan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ótrúlega krúttlegt...segir þér bara hvað barninu þínu finnst þú fullkomlega falleg...þurfir ekkert að bæta neinu við...nema kannski fínum skóm bara....

Þetta er ástin eins og hún gerist heiðarlegust, hreinust og fallegust...því börnin okkar ljúga ekki....

Knús inn í daginn Linda mín

Bergljót Hreinsdóttir, 27.9.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær!

Hrönn Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 11:52

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snillingur þessi strákur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 15:00

6 identicon

He he- Er Kormákur ekki örugglega bara næstum því frændi minn?- ég meina þar sem hann hefur erft skódelluna mína

Dísan (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 16:27

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Æ en yndislegur, mamma er jú alltaf fallegust maskari eða ekki.

Sporðdrekinn, 27.9.2008 kl. 16:48

8 Smámynd: Ragnheiður

Mamma hans alltaf fínust í augunum hans

Ragnheiður , 27.9.2008 kl. 17:38

9 identicon

Æi dúllan!  Þú ert náttúrulega BARA SÆTUST, alveg sama hvað.  Svona sýna börnin ást sýna án þess að fatta það einu sinni að þau séu að því. Guðdómlegt

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 19:01

10 Smámynd: Aprílrós

Krúttlegur hann Kormákur ;) Mér líst alveg gasalega vel á þessa Lödu limmósíu ;) Hafðu góða helgi Linda mín. ;)

Aprílrós, 27.9.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband