Leita í fréttum mbl.is

Komin heim í heiðar dalinn..... ;o)

Ok, þetta er skepnuskapur en þetta er ógeðslega fyndið.

Jæja, við erum komin heim, lentum heima í Unufelli klukkan hálf 6 í morgun, rúmið var sko langþráð. Það jafnast ekkert á við rúmið mitt, sængina og koddann minn ummmmm....

Ferðin var æðisleg og mikið gert.

Budapest 2008 036

Þarna eru börnin mín á Hetjutorginu.

Budapest 2008 048

 

Kormákur þvílík hetja með ógeðslegan stórann fugl sem minnti helst á hrægamm.

Budapest 2008 044

 Borgin er alveg ofsalega falleg.

Budapest 2008 130

Nú við fórum í dýragarðinn, en þar eru 400 dýrategundir.

Budapest 2008 146

Þetta ungverska svín kom aðeins of nálægt myndavélinni hjá mér, en myndin varð bara krúttleg fyrir vikið he he he

Budapest 2008 152

Kormákur fékk að fara inn fyrir girðinguna hjá lamadýrunum og geitunum og gat þar klappað þeim eins og hann vildi.

Budapest 2008 160

Það sést greinilega á þessari mynd að við erum komin af öpum.

Budapest 2008 206

Það var gaman að fylgjast með þessum fíl á bak við Kormák af því að það var eins og hann væri dansandi hliðar saman hliðar.

Segi þetta ágætt í bili af myndum frá Ungverjalandi, hendi inn í eitt albúm við tækifæri.

Ferðin var skemmtileg og vel heppnuð og allir ánægðir held ég.

Nóg í bili, ætla að koma mér í bólið. Ég er ekki ennþá búin að jafna mig eftir ferðina, enda ekki skrítið þar sem við komum heim hálf 6 í morgun.

Hafið það gott elskurnar, það er gott að vera komin heim.

Kv. Linda litla útlandafari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Gott að fá þig heim kelli mín...Já um að gera að hvíla sig vel núna,og líka eftir svona ferðalag humm,,,safnaðu nú orku fyrir helgina því engin veit í hverju þú lendir þá...

Guðný Einarsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:51

2 identicon

þið eruð æði!! Velkomin heim!! Saknaði bloggsins þíns á meðan þú varst í burtu.

alva (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:59

3 identicon

guð minn almáttugur hvað ég hló að myndbandinu...hrikalegt!

alva (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Velkomin heim og mikið skil ég vel að þú hafir notið þess að vera í Budapest, með fallegustu borgum sem ég hef nokkurn tíma upplifað.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.10.2008 kl. 00:29

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Velkomin heim. Gaman að fá að sjá myndirnar

Sporðdrekinn, 28.10.2008 kl. 01:47

6 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Velkomin heim, nú þú

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 06:14

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Velkomin heim Linda mín...Mér finnst apamyndin flottust.Kannast eithvad svo vid andlitin

Fadmlag til tín

Gudrún Hauksdótttir, 28.10.2008 kl. 06:24

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Velkomin heim :)

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 08:25

9 Smámynd: halkatla

Vá. Æðislegur þessi fugl... verið velkomin heim

halkatla, 28.10.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband