Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól elsku vinir.

Jæja, þá er aðfangadagur kominn. Það er búið að vera mikill spenningur í gangi á mínu heimili, sem betur fer er dagurinn skollinn á.

Við fengum gefins jólatré, Guðrún www.kruttina.blog.is gaf okkur tré og er það stærsta jólatré sem að ég hef haft, mér hreinlega líður eins og ég sé á Austurvelli á jólahátíð það er svo stórt. Kormákur og Skjöldur skreyttu það svo og settu á það seríur. Kormákur er svooooo ánægður og þakklátur fyrir tréð að það er alveg yndislegt. Takk kærlega fyrir þetta Guðrún mín, þér tókst svo sannarlega að kæta lítið hjarta með þessu.

Desember 060

Þarna eru Kormákur og Skjöldur uppstilltir við tréð eftir að þeir voru búnir að skreyta það.

Núna bíðum við bara eftir jólunum, sérstaklega Kormákur. Hann á mjög erfitt með að bíða eftir að mega opna pakkana. Þökk sé sjónvarpinu, það styttir biðina fyrir blessuð börnin.

Desember 046

Á morgun verð ég svo árinu eldri..... það er ástæðan fyrir því að mér finnst að það ætti að sleppa jóladegi...... mér finnst að annar í jólum ætti að vera á eftir aðfangadegi. he he he

Elsku vinir..... megi jólin vera tími okkar allra til að eyða í faðmi fjölskyldunnar. Hafið það eins gott og mögulegt er, njótið ykkar og slakið á.

Gleðileg jól :o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól til þín og þinna elsku vinkona

Dísa

p.s gleymdi jólakortinu- þú færð það 27 þegar við vinnum á ballinu- ég er búin að skrifa það og það liggur á elshúsborðinu!

Dísan (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðileg jól elsku vinkona og hafið það sem allra best.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2008 kl. 15:40

3 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Gleðileg jól .

Gunnar Gunnarsson, 24.12.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með afmælið

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 00:47

5 Smámynd: Linda litla

Gleðileg jól til ykkar elsku bloggvinir.

Takk fyrir kveðjuna Hrönn.

Linda litla, 25.12.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband