Leita í fréttum mbl.is

15 dagurinn minn á geðdeild,

Dagur að kveldi kominn. Skrítinn dagur, bæði slæmur og góður.
En fyrst af öllu langar mig að tala um fólkið sem kemur til mín í heimsókn hingað, ég fæ margar heimsóknir nánast daglega og eru þær að gefa mér mikið. María mín mætir oft með ömmuMússana mína og stundum kemst Kormákur minn með ef að hann er ekki í skólanum.

Ég ætla ekki að fara að telja upp hverjir hafa komið, en ég er svo sannarlega þakklát ykkur öllum fyrir að koma til mín og gefa lífi mínu lit.

Ég hef átt við það vandamál hér á geðdeildinni að hata geðlækninn minn, ekki bara hata hann,  ég var uppfull af reiði og pirring út í þennan geðlækni, ef geðlækni skal kalla. Hann gerði allt mér til vanlíðunar, hann t.d. útskrifaði mig 8 nóv og ég var ekki tiilbúin til þess, hann sendi mig út í þetta hræðilega líf aftur.  Enda kom ég aftur inn hálfum mánuði síðar í verra ástandi í það skiptið, ég ræddi við hann að ég vildi fara út í lyfjabreytingar af því að mér fyndist geðlyfin mín vera hætt að virka á mig.NO PROB...... læknafíflið reif af mér lyfin í heilu lagi án þess að trappa mig niður og hef ég svo sannarlega fengið að finna fyrir því undanfarna daga, mín hugsun var sú...... ok, hann ætlar ekki að trappa mig niður, það tekur lengri tíma og hann vill endilega losna við mig héðan út sem fyrst. Ég er að segja ykkur það, ég HATAÐI geðlækninn og mig langaði mest af öllu að sparka í sköflunginn á honum. Hefur verið sparkað í sköflunginn á ykkur ??? Vitið þið hvað það er vont ??? F*** það er pain in the f****** ass. 

Íris mín Jack er góð vinkona mín sem er í Hugarafli, eins og ég. Hún kom til mín í vikunni og held ég að hún hafi verið hjá mér í 4 tíma...... hún Íris hefur verið dugleg að troða HAM inn í hausinn á mér, en það er eitthvað sem að ég er ekki að hafa.... alla vega ekki enn, búin að fara´á eitt námskeið á Reykjalundi og eitt ú Hugarafli sem að Pétur Hauksson geðlæknir sá um. Jæja, nema hún Íris er snillingur, eftir þessa heimsókn frá henni tókst henni að breyta mínum hugsunum.  Í dag hata ég EKKI geðlækninn minn hérna, ég er að reyna að trúa því að hann sé að hjálpa mér.

Dagurinn í dag er búinn að vera stútfullur af fráhvörfum slen, sljóleiki, depurð, mikill svimi, hjartsláttatruflanir, hausverkur og ógleði...... hvenær tekur þetta eiginlega enda ? Ég hitti aftur lækninn í dag sem ég hitti í gær (þennan sem lítur út fyrir að vera í rokkhljómsveit) ;o) Hann heldur bara áfram að segja mér að þetta sé ekki hættulegt, að þetta sé af kviða eða þetta séu fráhvörf en ég eigi að ræða það við "elsku" geðlækninn minn í fyrramálið. Málið er bara hreinlega það að geðlæknirinn minn er allt of æstur í að útskrifa fólk og núna óttast ég að í fyrramálið sé hann búinn að ákveða að ég sé orðin hress og eigi bara að fara heim á þriðjudag...... ég veit að þetta eru bara fyrirfram ákveðin samtöl í hausnum á mér, en ég ræð ekki við þau. Ég er bara svo hrædd um að hann fari að útskrifa mig og ég er svo sannarlega ekki tilbúin í lífið strax.

Ég átti grátlausann dag í gær og það fannst mér mikið batamerki, að núna væri ég að lagast og fór að sofa með nánast bros á vör...... svaf vel í nótt. Vaknaði bara klukkan 7 eins og vanalega og fór út að reykja. En dagurinn varð ekki eins og ég vonaði, grátköstin byrjuðu aftur í dag og fékk ég hjúkrunarfræðing inn í herbergi til mín og vældi út í eitt, og grenjaði enn meira yfir því að ég veit ekki af hverju ég græt, ég finn bara að eitthvað er að fara að gerast... og svo skellur það á. Þá kemur þessi uppgjöf upp í mér og vonleysi og ég get ekki meir.

Ég er svo þakklát þeim sem koma til mín hingað, til mín kemur bara fólk sem mér þykir vænt um og ég elska. Takk fyrir hugulsemina fallega fólk.

Ég myndi alveg vilja fá að vita email hjá þessum stórlöxum ef að einvher veit um s.s. Björgólfi Thor, Jóni Ásgeiri og fl.

Ég ætla alltaf að enda bloggið mitt á að setja inn bankareikning, ef að einhver má missa smá aur. Ég er ekki að sníkja eða betla........ þetta er ein leiðin til að reyna að bjarga sér.

 0303-26-6334

knt. 251271-4539

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel elsku Linda mín. Þú ert hetja og það er margt gott sem þú hefur að bera. Eiginlega allt bara, held ég.

Langar að senda þér góða kveðju og knús elsku vinur. Það er gaman að fylgjast með þér hérna á blogginu og ég mun að sjálfsögðu styrkja þig í baráttunni elsku Linda mín.

Þú ert að standa þig meiriháttar vel og það er svo gott að geta fylgst með þér hérna á Facebook. Jólin eru erfiður tími fyrir marga. Ekki bara fjárhagslega, heldur koma oft upp erfiðar minningar í kringum jólin. Einnig einmannaleiki og fleira. Þannig að það er ýmislegt í þessu.

Knús og kram elsku Linda mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband