Leita í fréttum mbl.is

Lyfin sjálfsagt að fara úr líkamanum og tilfinningar koma í ljós.

Ég gat ekkert skrifað hér í gærkvöldi, líðanin var svo erfið og vont. Það eru að koma tilfinningar inn í líðan mína. Flatleikin af lyfjunum sem ég var á er greinlega á burtleið og við taka tilfinningar..... þetta sem þið venjulegu eru með.

María var hjá mer í gærkvöldi, við röltum inn í herbergi að spjalla. Við vorum ekki búnar að vera lengi  þegar ég fer að finna fyrir óróleika og ráfa um herbergið, fannst ég eitthvað stressuð, þetta jókst svo á, að ég var farin fram að labba gangana þar fram og til baka...... María greyið elti, ég sagði henni að hún gæti alveg beðið inni á meðan, en hún vildi frekar fylgja mér. Gat ekki ráfað um þessa ömurlegu ganga lengur, sagði að ég yrði að reykja. Hentist í úlpuna mína og næstum af stað á sokkunum, María gekk frá bollanum mínum á meðan.  Rólegheitn tóku stuttan tíma, hjartað barðist hraðar og hraðar og fannst mér það vera að springa, ég strunsaði fram og til baka á stéttinni að farast úr hjartatruflunum og aukandi reiði sem magnaðist svo hratt upp að ég varð hálf hrædd.

Reiðin var ssvo yfirþyrmandi að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera eða gat gert...... vá, fnnst hjartað vera að springa og hausinn hreinlega líka.. Ég varð að labba, ég varð, ég gat ekki staðð kyrr og ég strunsaði fram og til baka.......þar til að ég gat ekki meir, ég var búin, ég réði ekki við þetta, ég brotnaði ekki bara niður, ég hreinlega öskraði af vanlíðan og grenji. Vá hvað mér leið illa, öskrandi af grenji, nánast með ekka fyrir utan geðdeild..... ég vildi að einvher heyrði í mér og kæmi og sprautaði mig niður..... en það kom enginn. Mér leið sov við bjóðslega ég vildi svo láta sprauta mig niður....... hvar er þetta fólk þegar maður þarf virkilega á því að halda ??

Ég sagði Maríu að ég vildi fara inn að sofa og hún ætti að fara heim, hún vildi endilega að ég talaði við einhvern, en ég vildi það ekki. Nenni ekki að væla yfir vanlíðan, láta svo gefa mér eins atarax sem gerir mér ekkert.... held stundum að þeir séu að gefa mér vítamín. Strunsaði inn og vildi fara að sofa...... Hjúkka kom með lyfin mín og sat og hlustaði á mig i smá tíma, svo koma annar starfsmaður og sat hjá mér einhverja stund en vildi svo ná í hjúkku, þear hún kom svo til baka þá var hjúkka 1 komin inn til mín aftur með róandi og svefnlyf, eitthvað annað en þetta helvítis atarax sem hefur enga virkni á mig, ekki nema ímyndaða til að þóknasð geðlækninum mínum sem vill ekki gefa mér lyf. Jæja, eitthvað fór að virka.... ég róaðist og meira að segja sofnaði, en Adam var ekki lengi í Paradís , ekkert frekar en ég í svefnheimi. Vaknað ca korter í 3 og hvað í anskotanum á ég að gera ? Ég veit a.m.k. þeir leyfa mér ekki að fara inn að reykja, þar verð ég pínd til að vera reyklaus þar til 7 í fyrramálið. Aumingja maðurinn á næturvaktinni...... ég er ekki að sofna aftur, finn það alveg. Veit ekki hvað ég á að gera núna, yfirfull af kvíða og hálfhrædd við að þessi reiði komi fram aftur. Reiðin var viðbjóður, það var eins og einhver hefði farið inn í mig......

Segjum þetta gott, ætla að drekka heitu mjólkiina mína og kannski bara, hvað annað getur maður gert ef að ég sef ekkkert ??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta e ekki góð líðan elsku Linda mín. Þú ert að mér finnst á frekar erfiðu róli núna. En Linda. Það kemur. Mundu það. Þetta er ákveðin líðan núna. En svo kemur betri líðan eftir ákveðinn tíma. Ég held það allavega. Ég er engin læknir. En þetta er það sem ég held, ég tala bara út frá mér og minni reynslu.

Gangi þér rosalega vel elsku Linda mín. Ég myndi heimsækja þig á geðdeildina, en ég er bara búin að fá ógeð af henni og starfsfólkinu þar. Ég kem ekki þar inn. Ég hef ekki heimsótt einn eða neinn þar af fólkinu okkar. Þannig að þú ert ekki ein. Þetta er bara mitt mat Linda mín.

Þú ert hetja elsku Linda mín. Þú ert gullmoli sem átt allt gott skilið. Knús á þig elsku Linda mín og vonandi ferðu að batna vinur minn.

P.s. ég þekki þetta all flest sem þú nefndir hér í blogginu þínu hér að ofna.

Knús Linda mín og reyndu að hafa það gott.

GÆS - GET! - ÆTLA! - SKAL!

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband