Leita í fréttum mbl.is

Polllýanna í fullri vinnu hjá mér.

Nóttin var frekar erfið, mjög slæm í skrokknum. Bakið alveg að fara með mig núna, á svo erfitt með að borða morgunmat og get ekki tekið verkjalyf fyrr en ég hef borðað. Svo er deyfingin farin úr brjóstinu og ég fann svo sannarlega fyrir því í nótt ef að ég lagðist á vinstri hliðina, ég reyni alltaf af vera Pollýanna horfa á björtu hliðarnar, það ætti að halda manni aðeins gangandi.

Ég þarf að breyta huganum, andlega líðanin er bra hugurinn...... en hvernig geri ég það ??? Það eykur bara álagið á hausinn á mér að hugsa hvað ég geti gert, hausinn á mér er oft alveg á fullu og stoppar ekki, það eru slæmir tímar þegar allt er á fullu.

En ég er búin að ákveða að reyna mitt besta við að eiga góða helgi, á von á snyrtifræðingnum mínum  til mín rétt fyrir hádegið og hún ætlar að plokka mig og lita bæði augnhár og augabrúnir, gefa andlitinu lit ;o) svo ætlar Kormákur að elda kjúlla á meðan hún dekrar við mig og við ætlum að borða saman.

Ég veit hvort einvher ykkar sá viðtal í Kastljósi fyrr í vikunni við tvo menn með adhd eða og add, mér fannst þetta viðtal svo magnað.... þetta er svo mikil lýsing á mér, þetta er að hrjá mig, það er svo margt að hrjá mig. Það er alltaf eitthvað að hjá mér, en þetta er reyndar eitthvað sem hefur hrjáð mig síðan ég man eftir mér. Og í rauninni kann ég að lifa með því, en það væri ekki slæmt að geta haldið einbeitingu og kannski klárað eitthvað sem maður byrjar á eða kannski að geta lesið eins og eina bók.

Ég má fara að vinna um næstu helgi, laugardag og sunnudag, en bara 3 tíma hvorn daginn, ég kvíði mikið fyrir því og sé hálf partinn eftir því að hafa suðað eftir því. En doksi vill fá mig til sín á mánudeginum eftir vinnuhelgina. Ég er útkeyrð og þreytt alla daga, það verður viðbrigði að byrja, því miður af því að mér líður vel í vinnunni og finnst gaman að elda. Þetta kemur allt í ljós, ég á ekki að vera að velta þessu of mikið fyrir mér.

Jæja, ætla að koma mér í einhverja larfa. Get ekki verið bara á náttfötunum þegar Hafdís mætir með snyrtibudduna.

Hafið góðan dag fallega fólk

Kv. Linda litla þreytta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að fá smá jákvæðarfréttir Linda mín, skilaðu kveðju til Pollýönnu og segðu henni að vera með þér alla daga og nætur, það er mikið verk að vinna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2012 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband