Leita í fréttum mbl.is

Betri líðan með degi hverjum.

Jæja góðan daginn.

Ég er nú búin að eiga ágæta daga undanfarið, alveg hreinst eiginlega bara stórfína. Geðheilsan verið með besta móti og held ég að ég sé komin yfir lægðina. Ég byrjaði að vinna um síðustu helgi og vann 3 tíma laugardag og 3 tíma sunnudag. Mér finnst gott að vera byrjuð aðeins að vinna, en ætla að fara varlega í allt núna.

Ferðir á Selfoss eða ferðir í Reykjavík eru eiginlega samt of mikið fyrir mig ennþá, ég er alveg útkeyrð eftir þær. En ég tek bara minn tíma í að byggja upp orku. Nú ég er ennþá að standa í þessu veseni með brjóstið , ég fór í aðgerð númer 2 þann 5 október og stendur sárið ennþá opið, og er hefur verið skipt á því 3 sinnum í viku, nema þessa vikuna 2 sinnum, það á að halda sárinu (gatinu) opnu og á þetta að gróa upp á við, það gæti verið ca. 1 og halfur cm gat sem er alltaf fyllt með grisju. En þetta tekur enda, ég hætti að reykja eins og skurðlæknirinn sagði mér að gera og er búin að vera reyklaus í 10 daga í dag. Ég er auðvitað svo seinheppin að í vikunni fékk ég níkótíneitrun..... hahahahaha svona lagða skeður ekki hjá neinum nema mér... ég er ótrúlega seinheppin kona. En það stóð bara yfir í rúma 2 daga og ég er bara hætt að nota plásturinn, það var ekki alveg að gera sig saman 25 mg plástur og 4 mg tyggjó sem ég tuggði út í eitt hahahaha

Annars er bara mín ákvörðum sú að horfa fram á við með björtum augum, ætla mér að eiga gott líf og láta ekki þunglyndið ná tökum á mér. Þessir góðu dagar sem búnir eru, eru sko bara byrjunin. Nú styttist í jól og 41 afmælið mitt, sama hvernig staðan verður hjá mér um jólin, þá verða þau góð. Ég veit reyndar að ég á ekkert að vera að velta þessum jólum fyrir mér en stundum poppa þau bara upp, en ég ætla að hafa þau gleðileg :o)

Segjum þetta gott í bili, er að fara að láta skipta á sárinu og ætla svo að skreppa með Gullu undir Eyjafjöll.

Hafið það gott kæru vinir, verum góð við okkur og aðra.

Kv Linda litla sátta :o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fràbært elskan stolt af þèr darling

Gulla soffia (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 12:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra að þú ert á uppleið Linda mín.  Gangi þér allt í haginn mín kæra

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband