Leita í fréttum mbl.is

Ágætis fræðsla

Við hjá Hugarafli höfum af eigin reynslu, bæði saman og hvert í sínu lagi, kynnst mörgum tegundum af geðröskunum og glímt við þær.

Vegna reynslu okkar og aðstöðu teljum við okkur vel í stakk búin til að aðstoða þá sem ef til vill glíma við sömu sjúkdóma og ru tilbúnir að þiggja aðstoð við að ná tökum á þeim, eða a.m.k. ræða um málið við einhvern sem skilur hvað um er að ræða.

Athugið að öll slík aðstoð af okkar hálfu er ókeypis.

Hér er listi yfir helstu geðraskanir sem herja á fólk og við í Hugarafli höfum tekist á við. 

Almenn kvíðaröskun einkennist af miklum óraunhæfum kvíða eða áhyggjum sem hefur lamandi áhrif á líf einstaklingsins. Einkenni eru t.d. fullkomnunarárátta, eirðarleysi, uppgjafartilfinning, þreyta og pirringur.

Þráhyggju- og árátturöskun er talin hrjá 1-3% barna og unglinga. Einkenni eru stöðugar og endurteknar hugsanir eða athafnir sem standa yfir í meira en 1 klst. á dag. Ef áráttuhegðunin er hindruð veldur það miklum óþægindum og kvíða.

Felmtursröskun einkennist af endurteknum og óvæntum ofsakvíðaköstum sem hafa hamlandi áhrif á líf einstaklingsins. Einkenni, sem ná hámarki innan 10 mínútna, eru t.d. þungur hjartsláttur, öndunarörðugleikar og köfnunartilfinning, ógleði eða magaverkur, sviti eða skjálfti og ótti við að deyja.

Áfallsstreituröskun einkennist af endurupplifun á yfirþyrmandi atburði svo sem þegar viðkomandi verður vitni að dauðaslysi eða náttúruhamförum, eða hefur orðið fyrir kynferðislegri eða líkamlegri misbeitingu. Einkenni, sem koma venjulega í ljós innan þriggja mánaða eftir áfallið, er t.d. stjórnleysi eða æsingur (börn), hömlulaus hegðun (ungmenni), mikill ótti og hjálparleysi.

Aðskilnaðarkvíðaröskun kemur fram þegar börn og unglingar upplifa mikinn kvíða við reglubundinn aðskilnað frá foreldrum eða öðrum sem það þekkir vel. Einkenni hjá yngri börnum eru grátur, ofsakvíði eða mikil hræðsla. Einkenni eldri barna eða unglinga eru óraunhæfar áhyggjur af ástvinum, tregða til að sofa ein í herbergi, neita að fara í skólann og líkamlegir kvillar.

Félagsfælni einkennist m.a. af kvíða við að hafa samskipti við ókunnuga og tilraunum til að forðast þær aðstæður. Þessir einstaklingar geta átt eðlileg tengsl við fjölskyldumeðlimi og aðra sem þau þekkja.

Sértæk fælni/fóbía einkennist af ótta við ákveðnar kringumstæður eða hluti, s.s. skordýr eða læknisfræðilegar aðgerðir (t.d. fara til tannlæknis), sem ekki stafar nein raunveruleg hætta af.

Geðhvörf einkennast af röskun á geðslagi/líðan. Þeir sem þjást af geðhvörfum sveiflast á milli lækkaðs geðslags eða þunglyndis og hækkaðs geðslags eða örlyndis (maníu). Þótt einstaklingurinn sýni aðeins einkenni örlyndis eða þunglyndis getur það samt verið merki um geðhvörf.

Geðklofi er m.a. fólgin í sérkennilegum breytingum á andlegu ástandi og hegðun. Megineinkenni geðklofa eru fólgin í því að raunveruleikaskyn breytist. Annarlegar hugmyndir eða skynjanir taka hug sjúklings og verða raunverulegar. Einkennin er því hluti af raunveruleika sjúklings, staðreyndir sem hann býr við.

Þunglyndi einkennist af því einstaklingurinn er alveg innantómur og eirðarlaus, hefur ekkert úthald, er hræddur, kvíðinn, getur með engu móti einbeitt sér og finnst öll tilveran tilgangslaus og óbærileg. Þunglyndur einstaklingur hugsar oft mikið um dauðann og hugleiðir jafnvel að taka eigið líf.

Svefn og svefntruflanir hafa margvísleg áhrif á líf okkar. Ef við náum ekki nema þriggja tíma svefni á sólarhring gera ýmis einkenni vart við sig, svo sem veruleg syfja og skert athygli. Ef svefninn verður enn styttri fer einnig að bera á sinnuleysi, áhugaleysi, þreytu og dómgreindarskorti. Svefntruflanir geta einnig minnkað viðnám gegn ýmsum sjúkdómum, auk truflandi áhrifa á aðra fjölskyldumeðlimi. Svefntruflanir vegna andlegra sjúkdóma eru mjög algengar. Mest ber þó á truflunum meðal sjúklinga sem líða af geðrofi, svo sem geðklofa eða þunglyndi, örlyndi, lystarstoli, kvíða og áfengissjúkdómum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Almenn kvíðaröskun

fóbía

Geðhvörf

Þunglyndi

svefn/svefntruflanir

Þetta er það sem truflar og hefur mikil áhrif á mitt líf.

Linda litla, 21.10.2014 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband