Leita í fréttum mbl.is

Barnavagn, skilrúm, vinna, flutningar, ömmu-mús og fleira.

Jæja, það má nú eiginelga segja að það sé komin helgi hjá mér. Kormákur fer í skólann í fyrramálið og pabbi hans sækir hann, hann skilar honum svo í skólann á mánudaginn og þá sækir Björk hann og hann verður hjá Björk og Berg fram á miðvikudag. Kormákur 002 Ég er að fara austur á Hellu eftir hádegið á morgun, og verð að vinna alla helgina fyrir austan (loksins, vinna. hef ekki unnið síðan 2003). Svo á mánudagsmorguninn fer ég í sveitina til Maríu, Rúnars og ömmu-músarinnar minnar og hjálpa þeim að flytja, en það er loksins að skella á. En þar verð ég fram á miðvikudag og ég vona að þau mæðginin komi með mér suður og verði hjá mér í einhverja daga.

Við Björk fórum í Hafnarfjörðinn í dag og sóttum barnavagn sem mér var gefið í gegnum www.barnaland.is , þetta er rosa flottur vagn og á hann eftir að koma  að góðum notum hérna heima. Þá þarf María ekki alltaf að vera að taka sinn vagn með þegar hún er að koma til mín. Í kvöld kom svo par að kaupa af mér skilrúmið sem ég var að selja, en ég var einmitt að selja það í gegn um www.barnaland.is ég elska þennan vef, er alltaf hangandiá honum ef að ég er í tölvunni, enda mikið búin að versla þarna og einnig fá gefins. til sölu 004Fólkið bauð 4000 í skilrúmið og ég tók því. Þegar við Björk fórum og sóttum vagninn þá vissi ég eiginlega ekki hvort að ég ætti að hlæja eða gráta, hvað haldið þið að konan hafi spurt mig að ?!?!?!?!?!?!? Hún spurði hvort að Björk væri dóttur mín !!!!!!!!!! Er Björk svona ungleg, eða er það ég sem er svona assskoti ellileg ?? Við urðum gjörsamlega eins og einhverjir kartöfluálfar og sögðum í kór... "nei, við erum á svipuðum aldri"

Annars veit ég ekki hvernig þetta verður hjá mér, hvort að ég bloggi nokkuð fyrr en ég kem heim á miðvikudaginn. Ef að ég kemst í tölvu á Hellu þá blogga ég annars verður bara nóg að skrifa þegar ég kem heim á miðvikudaginn.

Hafið það gott elskurnar mínar og njótið helgarinnar, skellið ykkur á skíði eða sleða. Núna er einmitt snjórinn til þess.

Kv. Linda litla (montna amma)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Gangi þér vel í vinnunni skvís.Arggg broskallarnir mínir eru farnir í verkfall,sorry get ekki sent neinn broskall núna.Góða helgi amma....

Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:11

2 identicon

Elsku dúllan mín, varstu ekki bara búin að segja henni frá því að þú hafir verið að verða amma og hún haldið að Björk væri María??  Hefur ekkert með útlit ykkar að gera.  Þú ert nú svo laaaaaangt frá því að vera eitthvað ellileg.

Gangi þér ógó vel í nýja djobbinu og með flutningahjálpina og ömmuknúsin á músina og allt og allt....

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Haha,þetta er nú pínu fyndið,mamma hennar Bjarkar  en þið eruð nú svo unglegar báðar tvær,þessari konu hefur verið eitthvað illt í augunum,uss nei oooo ég segi nú bara svona,,hlakka til að hitta þig á morgun,verð kannski eitthvað þarna eftir hádegi,allavega láttu frá þér heyra,þegar þú mætir á svæðið.

Guðný Einarsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ gamla mín, ertu ekki bara orðin alheims amma/mamma allra sem nálægt þér koma.   Hafðu það gott um helgina fyrir austan mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 00:57

5 Smámynd: Mín veröld

Vera á Víðivangi

*hnegg*

Mín veröld, 25.1.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Linda litla

HEY !!!! Björk , þú sagðir það ekki ég

Linda litla, 26.1.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband