Leita í fréttum mbl.is

Smá um jarðskjálfta.

Jarðskjálfti, sem varð á bilinu 4-4,5 stig á Richter, varð laust eftir klukkan 18:30 og átti upptök sín á Hellisheiði við Skálafell. Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki segja mér að sprungan liggji til höfuðborgarinnar ??......

Datt í hug þegar að Suðurlandsskjálftinn reið yfir Hellu á 17 júní 2000, þá vildi þannig til að Kormákur var skírður þann dag. Að sjálfsögðu fór veislan í gólfið eins og allt annað á Hellu þennan dag. Nema... ég fékk að heyra það að barnið hefði fengið vitlaust nafn. Hann hefði ekki átt að fá nafnið Kormákur Atli, heldur Skjálfti Richter. En sorry.... það var búið að skíra hann þegar að skjálftarnir komu.

Elsku sunnlendingar sem lentu í skjálftanum í síðustu viku..... þið fáið alla mína samúð og ég finn mikið til með ykkur, ég man hvað hræðslan yfirtók alla árið 2000. Þetta er sko langt frá því að vera grín.


mbl.is Snarpur kippur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff takk:(

hef ekkert verið róleg hérna í hveragerði:( a.k.a Skjálftagerði!!! 3 sprungur hérna innandyra hjá mér, persónulegir hlutir brotnir en allir heilir á húfi sem betur fer!!;* það erfyrir öllu...

en kvitt fyrir mig

Harpa;D

Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Linda litla

Skil þig vel.... vona bara að þetta fari að hætta, held að þetta sé orðið ágætis skammtur fyrir ykkur. Það má ekki leggja meira á fólk, þetta tekur svo svakalega á.

Hverngi er annars með bloggið þitt Harpa ?? Er það bara frosið ?

Linda litla, 2.6.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Í alvöru talað Linda, Ísland er að klofna, menningin á suðurlandi stemmir alls ekki við menninguna á hinum pörtum landsins....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.6.2008 kl. 00:39

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fann ekki þennan skjálfta sem kom seinni partinn, ég var nýlega mætt í vinnuna og var verið að steypa í næsta húsi við mig.  Steypudæla, og steypubíll með hávaða og titring sem fylgdi því.  Ég er eiginlega hálf fegin að ég fann skjálftann ekki

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.6.2008 kl. 01:12

5 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Margir fundu þennan í gær hér,en ekki hún ég sem betur fer var á leiðinni í búðina...Hurðu pakkinn er hér..

Guðný Einarsdóttir, 3.6.2008 kl. 07:02

6 identicon

Ég var í hundaskólanum (sem er miðja vegu milli Hveragerðis og Þorlákshafnar) þegar þessi skjálfti kom.  Hafði brugðið mér inn á klósettið og þegar ég kom út og lokaði á eftir mér byrjaði skjálftinn.  Hundaþjálfarinn hló og sagði að ég mætti ekki skella hurðinni svona fast á eftir mér  

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 08:59

7 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega Arna, ekki vera alltaf að skella hurðum

Linda litla, 3.6.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband