Leita í fréttum mbl.is

Ég er EKKI hætt að blogga.

Jæja.... long time no see. Ekki hélduð þið að ég væri hætt að blogga ?? það getur ekki verið, hef bloggað í 5-6 ár og er sko ekki að fara að hætta því. Þið þurfið að borga mér mikið til þess það er nokkuð ljóst. Ég er bara ekki búin að vera í bloggstuði síðustu daga, hef hreinlega ekki nennt að setjast niður til að pikka niður einhverjar línur.

Mikið búið að ske hjá mér..... loksins byrjar heimilishjálpin hjá mér á miðvikudag næsta, enda ekki verið skúrað hér lengi. Hún kemur til með að þrífa og þurrka af allt sem er niðri og skúra. Gerir það sem að ég er ekki fær um. Þannig að þar sem að hún gerir ekki mikið hjá mér þá verður hún örugglega bara klukkutíma hjá mér í hvert skipti.

Svo var hringt í mig frá Bónus í dag og ég er búin að fá vinnu í Bónus aðra hverja helgi í Árbænum og fer ég á mánudaginn næsta þangað í aðlögun (það er eins og ég sé að fara á leikskóla). Ég er mjög spennt fyrir þessu, ég verð sett á kassa, ég sagði henni það að ég myndi einmitt vilja það, þar sem að ég gæti ekki verið að raða í hillur þar sem að ég á erfitt með að vinna bæði upp og niður fyrir mig. En það verður æðislegt að vera innan um fólk. Ég er einmitt búin að ákveða það að á meðan ekki snjóar þá ætla ég að hjóla í vinnunna, það er ekki langt á milli fellahverfis og Hraunbæjar.

Skólinn byrjaði á mánudaginn hjá Kormáki og er þessi vika alveg búin að vera yndisleg, það er allt frábært hjá honum, skólinn skemmtilegur og gaman að læra. Ég vona bara að það eigi eftir að vera svoleiðis áfram. Hann var ekkert smá glaður þegar ég fyllti út mötuneytisblaðið fyrir hann, hann var nefnilega ekki í mat í skólanum í fyrra þar sem að ég hafði ekki efni á því, en honum langaði svo til þess og var því ekkert smá glaður þegar ég rétti honum útfyllt blaðið.

Ég finn það að það verður mikill munur á þessum vetri heldur en hinum. Ég finn æþað á mér að skólinn á eftir að ganga betur, hann fær hádegismat, ég fer smá að vinna, ég er búin að vera mjög góð á andlega sviðinu í allt sumar og laus við bæði þunglyndislyfin. Ég finn bara á mér að þetta verður allt öðruvísi. Ég lít svo mikið mikið mikið bjartara á lífið núna heldur en ég gerði.

Jæja, segjum þetta ágætt í bili, þarf að rífa son minn upp úr baðinu áður en það vaxa á honum uggar og eiga smá tíma með krúttinu mínu fyrir svefninn.

Hafið það gott elskurnar mínar og takk fyrir að lesa ef að þið nenntuð því

Kv. Linda litla glaða og ánægða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Veturinn lítur vel úr hjá ykkur mæðginunum

Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Frabært og drifðu frænda upp úr áður en koma uggar, knús að norðan

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 28.8.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er bjart blogg

Sporðdrekinn, 28.8.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Dóra Maggý

Fræabært að þér er farið að líða svona vel,er ekki orðið langt síðan síðast,enívei Gunnar er líka í fyrsta sinn að borða í mötuneiti og hann elskar það hehehhe..... hafið það reglulega gott,kv. Dóran

Dóra Maggý, 28.8.2008 kl. 23:19

5 Smámynd: Aprílrós

Gangi þer vel í Bónus Linda mín ;)

Aprílrós, 28.8.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Flottur vetur framundan og jákvæðnin skemmir sko ekki fyrir....

Hlakka til að fylgjast með...

Bergljót Hreinsdóttir, 29.8.2008 kl. 00:08

7 identicon

Gott að heyra. Kannast við þetta mötuneytisblankheitadæmi, nú er mín í mat tvisvar í viku.  Sjá hvernig það legst í hana :)

Hafðu það gott og til hamingju með vinnuna.

alva (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 09:09

8 identicon

Hæhæ Linda mín;)

frábært að heyra hvað þér líður vel og Kormákur svona sáttur í skólanum:D yndislegt..

kíki vonandi einn daginn með ömmu í kaffi:) væri gaman að hittast svona bakvið tjöldin hehe ekki bara á msn eða bloggi..

hafið það gott

Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:07

9 Smámynd: Linda litla

Þú ert velkomin í heimsókn Harpa. Mér finnst það frábært hvað þú ert dugleg að fylgjast með Kormáki.

Linda litla, 29.8.2008 kl. 13:39

10 identicon

Ok takk við mæðgin kíkjum einn daginn á ykkur.. manni langar að þekkja þetta fólk sitt betur og Steinar og Kormákur þekkjast ekkert meira en ókunnugir sem er leiðinlegt því þetta er svo náskylt;)

 takk fyrir við kíkjum einn daginn pottþétt

Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband