Leita í fréttum mbl.is

Mér tókst að kreista úr mér eina færslu..... LOXINS.....

Jebb og jæja..... I´m back !!!

Ég hef nú ekki verið beint í bloggstuði síðustu daga, og er reyndar ekki ennþá. En þegar fólk er farið að tala um bloggleysis bæði auglitis til auglitis og á blogginu og í tölvupósti, þá verður maður víst að bregðast eitthvað við.

Ég er a.m.k. á lífi......linda

Þessi mynd er teiknuð af syni mínum, þetta er ég.

Nú það hefur verið ýmislegt að ske hjá mér og mínum undanfarið. María og Hjörleifur hafa verið mikið hjá okkur. Þau komu á mánudagskvöldið og fóru í morgun austur fyrir fjall í sveitina.

Nú af mér að frétta er það að ég er búin að segja upp í Bónus, bakið á mér var ekki að þola að ég stæði á grjóthörðu gólfi allan daginn eða sitja á grjóthörðum stól.

Ég hlýt að geta fundið mér eitthvað annað sem að ég þoli. Ég nenni bara ekki að vera að pína mig þetta, ég er nóg og léleg fyrir.

Ætli ég fari ekki á röltið í næstu viku og finni mér eithvað að gera hérna í Breiðholti, þar sem é gæti bara labbað í vinnuna.

Nú ég fékk bréf frá Heimsferðum í vikunni þar sem verið var að tilkynna mér að ferðin sem að ég og börnin mín ætluðum í yrði ekki farin vegna ónógrar þáttöku. En við ákváðum þá bara að skella okkur til Budapest, sú ferð er ódýrari þannig að við borguðum fyrir okkur bæjarferð um Budapest og fengum svo restina endurgreidda.

Kraká ferðin átti að vera 3 nóvember, en við erum að fara til Budapest eftir viku. Við förum sem sagt næsta fimmtudag þann 23 október.

Beautiful-Budapest

Það verður æðislegt hjá okkur. Sem betur fer er þetta ekki verslunarferð þar sem að það er glæpur að versla gjaldeyri núna, þetta verður skemmtiferð, ætlum að skoða mikið og fara út að borða góða mat. Ég hlakka ekkert smá mikið til , þetta verður alveg æðislegt.

Jæja, held að þetta sé bara orðið ágætt, sé að ég gat sko alveg skellt inn bloggi þó að ég héldi að ég hefði ekkert að skrifa um.

Takk fyrir ef að þú nenntir að lesa....

Kv. Linda litla blogglata.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Æ, frábært að geta lyft sér aðeins upp...þú ert dugnaðarforkur Linda!!!!

Vonandi færðu vinnu sem hentar þér...

Bergljót Hreinsdóttir, 16.10.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Ja hérna nú er ég sko aldeilis krossrasandi bit...Heimsferðir hættu líka við Kúbu ferðina sem vinnuveitendur okkar ætluðu í..

Guðný Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

AAAA Gleymdi að segja sjáumst á morgun,,,,verð á Selfossi seinnipartinn ef þú villt eitthvað pæla í fari ég og hún frænka þín

Guðný Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:35

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvernig væri bara að fá sér vinnu hjá póstinum og ganga í vinnunni? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:47

5 Smámynd: Anna Guðný

Góða ferð til Búdapest. Er búin að fara þangað tvisvar. Jafngaman í bæði skiptin. Mæli eindregið með að þú farir í borgarskoðunarferðina.´Þú hugsar svo til mín á markaðnum á efri hæðinni þegar þú skoðar allt postulínið og dúkana og, og , og.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 17.10.2008 kl. 01:24

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Búdapest, spennó

Sporðdrekinn, 17.10.2008 kl. 02:24

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ædislegt ad vera fara til Budapest.....langar bara eithvad núna  bara í ferdalag.

Góda ferd og góda skemmtun kæra Linda og passadu bakid titt.Gott hjá tér ad hætta í Bónus tad er of erfitt fyrir bakid tessar stödur.En ef tú heldur tar áfram tá er algjört möst fyrir tig ad vera í gódum skóm..Mundu tad Linda min.Ég er nuddari og veit hvad ég er ad segja.

Knús á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 17.10.2008 kl. 06:19

8 Smámynd: Brynja skordal

Æðislegt hjá ykkur að vera fara alltaf gott að komast aðeins í burtu Hafðu ljúfa helgi Linda mín elskuleg

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 11:50

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hafðu það gott Linda mín. Njóttu vel í ferðalaginu

Knús og kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband