Leita í fréttum mbl.is

Það styttist.....

Hæ hæ long time no see :o)

Það styttist óðum í jólin, og þau koma hvort sem við erum tilbúin fyrir þau eða ekki. Hjá mér eru erfiðir tímar eins og hjá mörgum öðrum.

Ég fór í Hjálpræðisherinn í gær og fékk þar föt á Kormák fyrir jólin og hann var ánægður með þessi föt (þökk sé þeim sem að átti þau).

Síðustu dagar eru búnir að vera svolítið erfiðir, ég er búin að vera svo slæm að asmanum að ég ákvað á mánudag að panta mér tíma hjá lækninum mínum ( sem virðist aldrei vera hægt að fá tíma hjá) og auðvitað var mér sagt að það væri allt fullt og hvort að þetta væri áríðandi, ég sagði "já, þetta er áríðandi". Fékk að tala við hjúkrunarfræðing sem gaf mér svo tíma hjá lækninum mínum. Það var mælt hjá mér súrefnið og fæ ég ekki nóg af því. En þetta er allt að koma, hóstinn orðinn mikið minni en er samt mikill ennþá.

Óþolandi hvað þetta er búið að vera skelfilegur desember og samt er mánuðurinn rétt að byrja, farin að fá kvíðaköst líka. Það finnst mér erfitt, þar sem að ég er búin að vera án þunglyndislyfja síðan í sumar og hélt að ég væri orðin góð andlega, en greinilega ekki þegar erfitt er, þá tekur á.

Nú ég vil minnast elsku Palla frænda sem dó 9 desember og var jarðsettur síðasta laugardag 13 desember. Blessuð sé minning hans, útförin var falleg en erfið. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem að okkur þykir vænt um. En elsku Palli var orðinn mjög veikur og við vitum öll að honum líður betur núna þar sem hann er kominn í faðm þeirra ástvina sem farnir eru.

Hjörleifur Máni ömmumús er að fá rör í eyrun í dag, ég býst við að ég fari með Maríu þegar þau verða sett í, hún var eitthvað að tala um það í gær hvort ég gæti komið með þeim.

Jólaballið hjá Kormáki er í dag og stofujólin hjá honum á morgun. Ég þarf einmitt þegar ég er búin að henda smá væli hér niður að drífa mig í að stytta buxurnar sem að ég fékk hjá Hjálpræðishernum svo að hann geti farið í þeim.

Ég vaknaði klukkan 05:08 í morgun og ég gat ekki sofnað aftur, upp úr hálf 6 þá ákvað ég bara að fara á fætur. Núna sit ég og pikka inn þessar línur eða á ég að segja pistil he he he he he  og drekk kaffi.

Jæja, hafið það gott elskurnar og farið vel með ykkur.

Sjáumst hér á blogginu...... hvenær sem það verður næst, ætla að reyna að taka mig aðeins á hérna.

Kveðja til ykkar elsku vinir. Knús á þig Brynja mín bloggvinkona.

Kv. Linda litla sem kvíðir jólunum.

jólahúmor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku Linda mín. Ég vildi að ég gæti sent þér gleði og frið. Ég mun tala við englana vini mína og við sendum þér ljós með fjaðrafoki og knúsi

Bestu kveðjur frá mér og Eddukisu til ykkar allra

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: halkatla

Ég vona að þú finnir bara frið og fögnuð á jólunum - og já, þau eru aldeilis að læðast uppað manni. Það gerist allt svo hratt. En ég þarf sem betur fer ekki að brasa mikið, þessvegna er svo dularfullt í hvað tíminn manns fer...

en vonandi hafið þú og þínir það gott  

halkatla, 18.12.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband