Leita í fréttum mbl.is

Rændu sjö manna fjölskyldu og sitt hvað annað.

Góðan daginn fallega fólk á þessum fallega mánudegi.

Ekki spennandi fréttin sem ég tek með í bloggið í dag, þar sem að fyrirsögnin er "sjö manna fjölskylda bundin og rænd".

Ætli mér hafi ekki brugðið mest við að þetta var í Noregi, og auðvitað varðar Noregur mig þar sem að ég á litla fjölsklydu þar. María, Rúnar og Hjörleifur Máni ömmustrákur búa í Noregi og þegar maður sé eitthvað þaðan sem er ekki gott þá bregður manni auðvitað.

afmæli Kormáks 062

mynd af litlu fjölskyldunni minni, reyndar alls ekki ný mynd.

Þetta hlýtur að vera skelfileg lífsreynsla fyrir þessa fjölskyldu að lenda í þessu, og sjálf sagt í einhver tíma á eftir verður þetta fólk hrætt og stressað yfir því að slíkt komi fyrir aftur.

Nú helgin er búin að vera rosafín hjá okkur. Iða Brá og Helga Brynja komu á laugardaginn, við elduðum dýrindismáltíð. Kormákur fékk að finna eitthvað gott í kistunni og haldiði að hann hafi bara ekki fundið reykta svínahnakka..... nammi namm, það voru sko jól hjá okkur fjórum á laugardagskvöldið. Nú þær mæðgurnar ætluðu að gista en það fór ekki þannig, því miður. En þær gista seinna, það er alveg ljóst. Sunnudagurinn var góður líka, Sædís og Skjöldur komu hérna til okkar um miðjan dag og hjá okkur fram á kvöld, elduðum saman og svo láum við kjéllingarnar á blaðrinu á meðan strákarir spiluðu matador.

En nýr dagur og ný vika byrjuð, og mánaðarmót á morgun jesssss loksins. Mikið er það gott, þá fær maður einhvern aur. Þetta er búið að vera helv... strembinn mánuður, en ég er með marga góða í kringum mig sem hafa hjálpað. Við eigum að vera þakklát fyrir þá sem eru í kringum okkur og fólk sem okkur þykir vænt um. Kannski er þessi kreppa til þess gerð, að við tengjumst betur saman þegar erfitt er. Kannski er verið að kenna okkur þakklæti, ást og umhyggju. Ég hef a.m.k. ekki látið fréttir í þjóðfélaginu hafa áhrif á mig, það er ekkert auðvelten það gengur bara ágætlega samt. Þessi vika leggst bara held ég mjög vel í mig og hef ég ákveðið að takast á við líðan mína andlegu og líkamlegu með bros á vör og láta hana ekki skemma fyrir mér. Á morgun á útborgunuar degi ætla ég að láta það fyrsta mitt að gera að kaupa tvö sundkort fyrir Kormák og virkja okkur í sundið, hann elskar að fara í sund og fyrir bakið á mér er sundið gott, það er allt svo auðvelt í sundinu, allar hreyfingar.

Í ágúst þann 24 hefði einn elskulegur frændi minn átt afmæli ef að hann væri á lífi, Palli frændi bróðir hans pabba, en hann dó í desember síðastliðnum. Elsku Palli frændi, blessuð sé minning þín.

Nú þann 27 ágúst átti hún Sigurbjörg systir mín afmæli, ég sendi henni reyndar sms í tilefni dagsins en samt.... til hamingju með daginn Sigurbjörg (þó að ég viti að hún les þetta ekki hehe)en hún varð 42 ára.

Þar sem að ég ætla að reyna að fara að virkja mig hérna, þá ætla ég að reyna að skella inn afmæliskveðjum með.

En jæja, held að þetta sé bara nokkuð löng skrif-slumma í dag. Óska ykkur sem lesið þetta góðs mánudags og voni að dagurinn verður ykkur góður. Og þakka ykkur í leiðinni fyrir að hafa gefið ykkur tíma í og nennt að lesa þetta hehehe 

Hafið það gott elskurnar mínar ;o)

Kv. Linda litla ánægða.


mbl.is Sjö manna fjölskylda bundin og rænd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu nú ekki of viss, lít hér við af og til og eflaust oftar ef oftar væri skrifað - Takk fyrir kveðjurnar, bless í bú, Sys

Sys (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 14:17

2 identicon

sælar.

 eins gott að þetta var ekki þín fjölskylda þarna úti. Já nýja og gamla áhugamálið mitt er nuddið, ég er svo sem ekkert að flagga því neitt strax afþví að ég hef ekki réttindi strax. Það er samt einhver leiði í mér þessa daganna kannski bara veðrið sem er að spila kuldi og vindur og rigning í síðustu viku það er 6 stig í dag . Þið fenguð svo gott sumar á suðurlandinu i sumar og ég er ekki tilbúin að fá veturinn.

Þorgerður (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Linda litla

Verð að viðurkenna það að ég átti ekki von á því að þú kæmir inn á síðuna mína.

Þorgerður: Mér líst vel á þetta hobby þitt, efast ekkert um að þú sért góður nuddari.

Varðandi veðrið þá hefði ég sko frekar viljað vera fyrir norðan, ég þoli ekki mikinn hita og endalausa sól (er svo skrítin).

En veturinn verður samt voandi ekki harður og snjómikill.

6 gráður er heldur lítið finnst mér, ég mydni skjóta á 12-13 gráður hérna, logn og sól.

Linda litla, 31.8.2009 kl. 17:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við eigum að vera þakklát fyrir þá sem eru í kringum okkur og fólk sem okkur þykir vænt um. Kannski er þessi kreppa til þess gerð, að við tengjumst betur saman þegar erfitt er. Kannski er verið að kenna okkur þakklæti, ást og umhyggju. 

Mikið tek ég undir þennan texta hjá þér Linda mín.  Ætli þetta sé ekki kjarninn í öllu.  Það er hræðilegt að heyra um þessa norsku fjölskyldu, og ætlu þau þurfi ekki líka á ást og kærleika sinna nánustu og nærstu að halda.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2009 kl. 08:42

5 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 1.9.2009 kl. 20:55

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gott að "sjá" hérna til þín Linda mín. Hafðu það gott

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.9.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband