Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Mega fá sér smók á barnum....

Á þessum bar voru felldar niður reglur um reykingabann........ skrítið. Núna er ég reykingamanneskja og mér finnst bara fínt að það megi ekki reykja orðið inni allsstaðar. Er fólk ekki farið að venjast þessu ?? Reyndar er ansi langt síðan ég fór á bar, þannig að það er kannski annað mál og ég er ekki á leiðinni þangað.

Ég sem reykingamanneskja er sátt við reykingabannið. Mér finnst allt í lagi að reykja úti, og ég virði þetta. Reyndar held ég að reykingafólki fari mikið fækkandi, sem er auðvitað bara gott mál en ég er ennþá í þessum "annars flokks"hópi.

Hvað finnst ykkur reykingafólki um þetta ?? Eruð þið ósátt við það að það megi hvergi reykja orðið inni ?? Það er að segja ef að einhver reykingamanneskja les þetta.

Cigarettes28h_400x300

 

Og rétt í lokin.... stjörnuspáin mín fyrir daginn í dag. En það er STEINGEITIN.

STEINGEIT 22. desember - 19. janúar
Það er ekki allir sem gera sér grein fyrir hversu mikla hæfileika þú hefur því hógværðin þín hefur falið þá. Leyfðu vinum þínum að monta sig af þér.

mbl.is Þjóðverjum leyft að fá sér rettu á barnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heit þjóðhátíð framundan ???

Það skildi þó aldrei verða að þjóðhátíðin verði þurr frá upphafi til enda...... ég hef nú farið á nokkrar þjóðhátíðir á ævinni, reyndar ekki í mörg ár, en það hefur alltaf verið rigning einhvertímann yfir helgina og maður hefur verið að renna sér á rassinum niður brekkuna í drullunni og jafnvel spólað á leiðinni upp brekkuna og einnig fengið hjálp við að komast upp hehehe.

thj-tjold

Það væri auðvitað frábært mál ef að þjóðhátíðin í ár yrði rigningalaus, þeirra vegna sem ætla að skella sér til Eyja sem eru víst nokkur þúsund eins og er á hverju ári. Ég skal alveg viðurkenna það að ég hef ekki eina einustu löngun í að fara á útihátíð. Ef að ég myndi fara eitthvað þá færi ég í sumarbústað og slakaði á í heitum potti og grillaði eitthvað gott. Held að aldurinn sé farinn að segja til sín hjá mér, enda komin vel á fertugsaldur og mörg ár síðan ég gerði eitthvað um þessa helgi.

Annars er þessi heiti dagur í dag ekki búinn að fara vel í mig, ég er búin að vera sveitt í allan dag, dösuð eitthvað og skrítin. Fannst þetta orðið svolítið óeðlilegt í kvöld svo að ég mældi mig og þá var ég með 39 stiga hita, það hlaut að vera þar sem að ég er búin að vera það léleg í dag. Ég hélt að það væri hitinn sem færi svona með mig, en greinilega ekki.

júlí 2008 025

Aumingja fjórfættu strákarnir mínir eru alveg að gefast upp á lífinu... það er svo heitt hérna inn þó að það séu galopnir báðir svalargluggarnir og vifta í gangi ínni í stofu, þá liggja þeir út um alla íbúð alveg að kafna og fara svo öðru hvoru að fá sér að drekka, en ég er einmitt með vatn á tveimur stöðum fyrir þá í þessum hita svo að þeir þurfi nú ekki alltaf að fara inn til að drekka. Þeir liggja núna báðir úti á svölum og það er ennþá allt galopið út og hitinn hérna inni viðbjóður.

júlí 2008 028

Jæja... segi þetta ágætt í bili. Hafið það gott elskurnar og passið ykkur á sólinni að brenna ekki.

kv. Linda litla lasna.


mbl.is Hitamet slegið á Stórhöfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynlífstæki kosta sitt....

Ja hérna... ekkert má. Það borgar sig sem sagt ekki að versla sér kynlífsleikföng þegar maður fer erlendis. A.m.k. ekki að kaupa sér handjárn eins og þetta par. Þau versla sér handjárn á 5000 krónur, eru stoppuð sektuð um 10.000 og handjárnin hirt af þeim.

22518


mbl.is Tekinn með kynlífshandjárn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins af geðsjúklingnum og fjölskyldu hans.

Mín skoðun á þessu máli er nú bara sú að það á að ganga frá manninum, stúta honum, leyfa honum að kveljast aðeins og leyfa svo fjölskyldunni að vera í friði. Megnið af henni er á sjúkrahúsi að fá hjálp. Það á bara að leyfa þeim að vera í friði og hætta að koma með fréttir og slíkt í fjölmiðla. Reyna að leyfa þeim að aðlagast án allra helv.. papparassanna, þeim líður víst nóg og illa fyrir.
mbl.is Rosemarie Fritzl rekin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynlíf um verslunarmannahelgina.

Ég var að skoða fréttirnar á www.mbl.is og þegar ég er að skoða þessa frétt þá stendur Kormákur á bak við mig og bendir á smokkinn og segir "mamma, hvað er þetta ?" Ég hugsaði auðvitað... jæja þá er komið að því og hann er ekki nema átta ára. Ég segi við hann " þetta er smokkur og karlmenn setja hann á tippið á sér þegar þeir sofa hjá konum svo að hann geri þær ekki óléttar. Já okey..... segir þá ormurinn.... hann veit sem sagt meira en ég hélt því ekki spurði hann meira út í þetta.

Jæja, við komum heim í gærkvöldi... það var alveg yndislegt. Kormákur og Elín fóru í sund í dag og eru svo búin að vera að leika saman og hún ætlar að gista í nótt. Þau eru svo yndisleg saman, þau eru eins og lítil hjón þessi krútt.

júlí 2008 030

Það sem að var frábært að sjá þegar ég kom heim í gærkvöldi var það, að núna eru svalirnar tilbúnar og það er búið að klæða okkar helming af húsinu, þvílík breyting sem varð.

júlí 2008 020

Sjáið bara breytinguna á húsinu, hvað okkar hlið er orðin rosalega flott. Tumi og Patti eru líka ánægðir, eða aðallega Tumi. Patti er svekktur yfir því að geta ekki hoppað á stillansana og stungið af eins og hann var mjög gjarn á að gera.

júlí 2008 031

Svo er maður aðeins byrjaður að setja dót út á svalir, en þetta er rétt byrjunin (auðvitað er Bína fyrirsætan á þessari mynd) Þettu eru jú svalirnar sem að við erum búnar að vera að bíða eftir síðan fyrir páska.

júlí 2008 027

Selma kom aðeins í kvöld.... æðislegt að sjá hana... hún er komin með smá bumbu. Það var ekkert farið að sjá á henni þegar ég sá hana síðast. Ég var einmitt að segja við Bínu í dag þegar við fórum að mála bæinn rauðann að það væru óléttar konur út um allt, ekki myndi ég vilja vera ólétt í þessum svakalega hita, kræsturinn.

júlí 2008 024

Sjáið bara þessa litlu krúttlegu bumbu (ég vildi nú að mín bumba væri svona lítil hahaha) Jæja, Vigga kom í dag að sækja Florin og þeirra leið lá svo austur og ætla hún og Hafdís að fara með erlendu kærastana sína í óvissuferð til Vestmannaeyja (til útlanda) í dagsferð. Það verður örugglega æðislegt.

júlí 2008 023

Það er a.m.k. ljóst að þau fóru hamingjusöm héðan, eins og sést á þessari mynd.

Jæja, þetta er nú orðið ágætismyndablogg hjá mér.... alla vega gott að vera komin heim og ég er einmitt komin heim í bili...... en sem sagt... bara góða nótt og takk fyrir að nenna að lesa og skoða elskurnar mínar, hafið það gott knús í hús á ykkur.

Kv. Linda litla svalargellan mikla.


mbl.is Umræða um kynferðismál Íslendinga oft skrýtin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki leitað á réttum stöðum...

Varð bara að setja inn þessa frétt. Mér fannst ég svo fyndin. fyrirsögnin er "leitað að fornleifum" það er verið að undirbúa fornleifauppgröft við Austurstræti...... er það ekki rangur staður ?? Er ekki best að finna allt gamallt á dvalar/elliheimilum landssins ?? hehehhe

Ok...kannski var þetta bara aulabrandari, en ég er þá vel afsökuð. Það er kominn svefngalsi í mína.

Gúdd næt evríbadí end slíp vell.

kv. Linda litla sybbna.


mbl.is Leitað að fornleifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát.

Vá, þetta eru búnir að vera alveg yndislegir dagar sem ég hef verið heima. Væri eiginlega til í að vera lengur heima, en ég og Kormákur erum að fara austur á morgun. Mikið var annars gott að koma heim aðeins. Það er búið að vera leiðindaveður í dag og ég ekki nennt að fara út einu sinni. Elín María er búin að vera hjá Kormáki megnið af deginum og hann mjög ánægður með það.

helgarfríið mitt 055

SJá þessi krútt, þau eru ekkert smá happy yfir að hafa loksins hist. Enda Kormákur búinn að vera lítið heima í sumar.

helgarfríið mitt 032

Elsku ömmustrákurinn kom bæði í heimsókn í gær og í fyrradag, góður skammtur fyrir mig þar sem að ég hef varla séð hann í einhvern mánuð og það er ko allt of langur tími.... amma fær bara fráhvarfseinkenni...... bleikar bólur á nefið.

helgarfríið mitt 047

fjórfætlingarnir mínir eru líka búnir að vera hamingjusamir yfir því að fá okkur heim. Þeir hafa sko verið dekraðir um helgina með fiskimat, túnfisk og harðfisk og meira að segja komst Patti í nýmjólk í dag...... vá hvað honum fannst hún góð.

helgarfríið mitt 049

Annars er ég að vona að við förum að koma heim alveg, það er búið að vera mikill þvælingur á okkur í sumar. Og við mæðginin erum eiginlega komin með heimþrá.

helgarfríið mitt 022

helgarfríið mitt 023

helgarfríið mitt 053

Bína kom í heimsókn í dag og dró mig á rasshárunum fram úr rúminu, sem var ágætt ég var bara í leit og nennti ekki á fætur til að hanga.... en var sko fljót á fætur þegar  hún kom. Hún kom með ostaköku (homemade) jammínamminamm, alveg geggjuð góð, hún er alltaf að baka eitthvað og elda eitthvað gott og alltaf kemur hún með eitthvað til okkar, ég held að hún hafi áhyggjur af því að við horumst niður hér á neðri hæðinni. En alla vega, þá er það bara hollustan núna. ætla að hætta þessum skrifum og skella mér í sallatið sem var eftir í gærkvöldi. ummmm... það er svo gott og svo var líka afgangur af nýjum kartöflum. Ég sauð fullan pott af nýjum kartöflum í gærkvöldi.

Ágætt í dag... síjúleiter beibs, end hef a næs ívning.

Linda litla sallatæta.

 


Ég sá gíraffa !!!!!

Ísbirnir ísbirnir ísbirnir ísbirnir....... fólk sér ekkert orðið annað nema ísbirni. Er fólk svona hrætt, eða hvað er málið ? Heldur fólk sem er á þvælingi inn á fjöllum að hvítt sé ísbjörn ? Eitthvað hlýtur þetta að kosta, landhelgisgæslan og lögreglan gerir ekkert annað en að leita af ísbjörnum út um allt land. Heldur fólk að það sé eins með mýsnar og ísbirnina, ef að þú sérð eina mús þá eru þær 100, þá ef að þú sérð einn ísbjörn þá er hann út um allt að kanna landið ??? Er orðin frekar þreytt á þessum ísbjarna fréttum. Hvernig væri að fólk myndi tilkynna að það hafi séð gíraffa á Þverárfjalli eða á Hornströndum ??

untitled

Jæja, annars er helgin sem af er henni búin að vera fín. Ég ætla að vera myndarleg á heimilinu í dag og taka svolítið til og svo meiri þvott. En ég er einmitt búin að vera að þvo síðan ég kom heim. Við fórum í IKEA í gær ég María, Hjörleifur, Kormákur og Skjöldur. En þar fjárfesti ég í heilsukodda sem kostaði vel á fimmta þúsund, mig hefur langað lengi í þennan kodda og lét það eftir mér í gær í að kaupa hann til að fullkomna hjá mér nóttina. Núna sef ég með æðislegan heilsukodda, stóra pulsu undir hnésbótunum og með súrefnistækið..... getur ekki verið betra.

Jæja.... best að hendast í að gera eitthvað gagn hérna. Þangað til næst, hafið það gott elskurnar mínar.

Kv. Linda litla hamingjusama í helgarfríi.


mbl.is Ísbirnir á Hornströndum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnar fríinu með syninum.

Nelson Mandela er níræður, ég myndi halda að það væri hár aldur fyrir blökkumann.

6a00d83451f25369e200e54f0c830c8833-800wi

Annars var það fyrirsögnin á fréttinni "fagnar afmæli með fjölskyldunni" sem að ég greip. Ég er svo fegin að vera komin heim að ég sá fyrir mér fyrirsögnina "fagnar fríinu með syninum" hehehhe

Það sem af er degi er búið að vera fínt. Ég vaknaði við það eftir hádegi að Vigga var að vekja mig og ath. hvort að hún ætti ekki að skutla mér í Bónus áður en að þau Florin færu í bústað. Það var sko vel þegið, þá get ég verslað inn allt í einu heldur en að hjóla kannski tvær ferðir í Bónus. Ég keypti í einn poka af kattamat og í tvo poka eiginlega bara grænmeti og ávexti, við ætlum að skella okkur í hollustuna við Kormákur.

Við Vigga kíktum líka aðeins á útsöluna í PIER og það eru geggjaðar vörur til þar, væri til í að henda öllu mínu innbúi og endurnýja allt þarna úr búðinni, en ég hef víst ekki efni á því, get það kannski þegar ég verð milljónamæringur, ef að það verður einhver tímann hehehe

Brynja kemur í mat í kvöld og ég ætla að hafa kjúklingabringur og ferskt salat og hvítlauksbrauð. Svo er ætlunin að fara í húsdýragarðinn um helgina og ég á von á Maríu og Hjörleifi í heimsókn, vorum að spá í að kíkja í Kolaportið. En við mæðginin erum líka búin að ákveða það að við ætlum að fara daglega í sund.

Það er æðislegt að vera komin í frí, ég hef ekkert smá saknað hans Kormáks míns. Við höfum vorum hreinlega komin með fráhvörf frá hvort öðru.

jæja, segjum þetta gott í bili... þangað til næst hehehe

gúddbæ beibs.

 


mbl.is Fagnar afmæli með fjölskyldunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin í helgarfrí.

Það eru alltaf allir að reyna að græða eitthvað.... hver vill kaupa eigur dauðs manns ?? Ok. James Brown var og er reyndar í miklu uppáhaldi hjá mér, en kommon..... það er alltaf hægt að græða eitthvað á fræga fólkinu hvort sem það er lifandi eða dautt. Verður svo peningurinn sem kemur inn fyrir þetta notaður í að gera upp skattaskuldir söngvarnas látna. Held að það væri nær að gefa þess peninga í einhverja góðgerðarstarfsemi.

james%20brown

 

Jæja elsku bloggvinir mínir. ´´Eg er komin heim í helgarfrí en fer aftur austur eftir helgi. Ég ætla að eyða helginni með Kormáki og ætlum við sko að gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d. að skella okkur í húsdýragarðinn og fara eitthvað í sund líka og ég ætla a.m.k. að liggja í heita pottinum/nuddpottinum þar.

Það er búið að vera mikið að gera fyrir austan og ætla ég að vera aðeins meira þar og hjálpa aðeins til, Pabbi yfirmanns míns lést í vikunni og þurfa þau hjónakornin að huga að jarðarför og fleiru. En við Kormákur förum austur aftur á mánudag eða þriðjudag. það verður fínt, við verðum nú að prófa nýju sundlaugina og rennibrautina á Hellu.

gallery%2FSundlaug%2FDSCN0480_002

Jæja, það er a.m.k. gott að vera komin heim í bili, kíki betur í tölvuna í fyrramálið, ætla að fara að skríða í rúmið og hvíla minn lúna skrokk. Gott að vera komin aftur, þó að þetta verði stutt stopp. Ég hef ekkert smá saknað ykkar.


mbl.is Munir í eigu James Brown á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband