Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!

Já þetta er undarlegt líf sem ég lifi og örugglega fleiri. Sem betur fer er ég ekki sú eina í þessum heimi sem á við einhver vandamál að stríða. Fór niður... í hva... 7-10 daga, rauk svo upp með hraði með bullandi maniu sem allir voru búnir að taka eftir á undan mér, ótrúlegt. EN þetta segir bara hvað þeir sem ég umgengst mest eru farnir að þekkja inn á mig, ég held að ég hafi ekki fattað þetta fyrr en eina laugardagsnóttina um 3 leytið þá tók ég upp á því að þrífa ísskápinn. Samt var ég búin að vera vakandi í 4 sólarhringa þegar ég áttaði mig á hlutunum, að það væri ekki allt í lagi hjá mér. Hitti lækninn minn sem bætti við mig öðrum geðlyfjum fyrir geðhvörf og ég er að ná mér niður smátt og smátt.

Nú svo var potað í mig og pikkað og ekki leist doksa á hnæeð vinstra megin og vildi röntgen á það og svo segulómun á mænu, nú það kemur út úr þessu að ekkert er að hnénu enda var ég ekki neitt að kvarta, hann vildi myndatökuna. Svo mænumyndatakan hann las úr henni ónýtu taugarnar sem eru að ganga frá mér, en ég vissi það er búin að vera með ónýtar taugar eftir brjósklos í einhver ár, þetta var ekki ný frétt fyrir mig, ég vildi bara vita hvað væri að mérm hvort að það væri brjósklos eða hvað..... Svo hringir Björn í mig eitthvað siðar og þá hafði hann sent myndirnar á Aron Björnson heila og taugasérfræðing og var búinn að fá bréf frá honum. OG.... það er ekkert hægt að gera neitt, ég má gúffa í mig verkjalyfjum það sem eftir er, ea sleppa þeim og kveljast, ömurleg staða. spjallaði slatta við hann og segi svo "ertu að segja mér það Björn að ég sé ekki að fara að vinna aftur" já eiginlega segir hann. Ég veit ósköp vel að þetta er mikiði mér að kenna af því að ég kann mér ekki hóf, ég ofgerði mér og hætti ekki að pína mig i sumar fyrr en æeg var farin að æla af verkjum, þá talaði ég við hann.Ég ræð ekki við þetta, ég verð að vinna, ég elska að vinna, finnst svo gaman að vinna, líður vel í vinnu.....nebb, Linda María, núna verður ú að vera bara aumingi og reyna að lifa á þessum dýrindis örorkubætur sem eru ekki rassgat í bala, með ungling á heimilinu sem þarf sitt. Þetta er ömurlegt, þegar ég var búin að tala við lækninn þá bara brast ég í grát, enn eitt sem ég þarf að sætta mig við og í rauninni í annað skiptið að mega ekki vinna, ekki nema ég ætli að eyðileggja mig endanlega. Eki langar mig að enda í hjólastól eða rúmliggjandi sem eftir er, en þessu fylgir bara svo margt. Ég versna, hraka og verð verri og verri í skrokknum, því verri sem ég verð því meiri áhrif hefur það á andlegu heilsuna. kræsturinn, þoli ekki að geta ekki sofið. Er að reyna að horfa á björtu hliðarnar, reyni að sjá eitthvað jákvættl. Ég meina ég þarf að sætta mig við þetta og er þá ekki best að reyna að sætta sig við það sem fyrst. FInna mér t.d. áhugamál ? Ég er að reyna að prjóna er að prjóna á mig legghlífar og svo annað sem ég gríp í til að breyta til. En get uni ekki við þetta lengi í einu. Mig langar að prófa að búa til sápur en það eina sem ég finn eru uppskriftir af fljótandi sápum, mig langar að gera sápustykki, svo langar mig að læra að búa til marmelaði, ég  er svona aðeins farin að hugsa út fyrir einangrunina, sem er bara gott mál. Einangrunin er mjög slæm, því verri andlega sem ég verð því betur líður mér í vanlíðaninni, en auðvitað líður mér ekkert vel... ég bara fesist þar og finnst gottt að fá frí frá alheiminum.

Vá, er að fatta hvað athyglisbresturinn er eitthvað áberandi núna ásamt maníunni, athyglisbresturinn ég veð úr einu í annað.. en ég geri það svo oft þegar ég er að tala, og manían... ég tala upphátt það sem ég skrifa og pikka svo hratt af því að ég er svo ör og þarf ansi oft að stroka út, því að það kemur bara eitthvað bull í pistilinn.

Ég var með ömmustrákana hjá mér um síðustu helgi, það var mjög gaman hjá okkur, eina sem skemmdi var eiginlega veðrið, það var svo hvasst og kalt og mikil mengun. Vorum eiginelg abra inni.Nema þeir eru 4 og 6 ára aktívir drengir og yndislegir. Þegar þeir fóru á sunnudaginn þá fann ég hvað ég lak hreinlega niður, þeir höfðu ð sjúga úr mér alla orku sem ég átti og ekki var hún mikil. >Fann ekkert fyrir því þegar þeir voru hérna, þeir eru bara krútt og yndismolaormabobbarnir mínir <3 Og þeir hjálpa ömmu Lindu svo sannarlega þegar þeir eru herna, þetta er andleg upplyfting, en svo góð þreyta á eftir.

Að vera í maníu er ekkert grín, ég er svo ör, ég t.d. tala út í eitt, ég blaðra og blaðra og það er ekkert hvísl, tala hátt og út í eitt, á erfitt með að sitja kyrr, er bara öll ör. Ég er búin að vera að fara yfir fataskápa, bara gera allt í einu og ekki ganga frá neinu, húsið er eitt KAOS er samt aðeins búin að ná að laga í dag.... nei það er kominn morgun, náði að laga aðeins í gær. Svo veit ég að þessi dagur verður ömurlegur af því að þegar ég á andvökunætur þá er dagurinn eftir gjörsamlega ónýtur.

Ég veit ekki hvað ég er búin að skrifa hérna, mig langar bara að segja að ég átti 4 mánaða edrúafmæli í gær 15 nóvember, þetta hefst smátt og smátt. 

Held að ég ætti að hætta þessu núna, veit ekkert hvað ég er búin að skrifa, ætli það sé ekki bara bull og vitleysa þá fáið þið smá skilning inn í mín veikindi, þau eru bull og vitleysa, endalaust eitthvað.

Minn æðsti draumur er öðruvísi enhjá mörgum ykkar... get lofað ykkur því. Þið viljið eignast hitt og þetta og frið a jörðu, ykkur langar í heimsreisu, stærra sjónvarp, nýjan bíl nýtt hús, hluti... ég vil ekkert svona kjaftæði, ég er sátt við það sem ég á. Ég vil heilsuna mína aftur, ef að ég hefði um að velja heilu miljarðana eða heilsuna, þá myndi ég hiklaust kjósa heilsuna.

Var að klára bolla af heitu kakói, ætli það sé ekki gott til að maður slaki á og nái kannski svefni ?? Örugglega ekki, ég finn ekki til syfju einu sinni.

En ég sé að ég ar búin að kveðja.... sorry bæ


Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband