Leita í fréttum mbl.is

Styttist í heimleið

Jæja elskurnar, ekkert barn komið ennþá og lítur ekkert út fyrir að það sé á leiðinni. Ég er búin að vera alla helgina hjá Gullu í á Hellu, helgin er búin að vera fín. Fórum á Kanslarann á föstudagskvöldið þar sem að Gulla ætlaði að klára skúringarnar sínar, Helgi vildi ekkert að hún væri að því þannig að við settumst bara niður með honum að spjalla. Ég sótti um vinni hjá honum aðra hverja helgi, en er ekki búin að fá svar. Það var bara helv... gaman hjá okkur.

Á laugardaginn var bara legið í leti upp í sófa og slakað á, Gulla galdraði fram þessa dýrindis máltíð seinni partinn og gæddum við okkur á fylltri kalkúnabringu með brúnuðum kartöflum og meðlæti og bragðað á hvítvíni með. ummmm..... þetta var algjört æði. Nú eftir matinn var hent sér í sófann aftur og slakað meira á. Didda hringdi í Gullu Gulla um hálf tíu og bauð okkur í heimsókn, og við þangað.  Didda glaða Sátum þar í góðu yfirlæti og höfðum það gott, Max mætti á svæðið síðar um kvöldið. Max Það var mikið kjaftað langt fram á nótt og sýna myndirnar hvað það var gaman hjá okkur. Ómar var reyndar ekki mikið á lífi þetta kvöld, Dead meat guð hvað það er gaman að vera í lagi og getað myndað þetta fólk he he he he

Nú dagurinn í dag er eins og hinir, það er legið yfir sjónvarpinu. Fengum okkur langloku, enda er ekki hægt að vera að borða fínan mat og drekka hvítvín á hverjum degi. Landsleikurinn við tékka er í imbanum núna og erum við að fylgjast með honum með öðru auganu, núna er staðan 11-12 fyrir tékkum. Þegar leikurinn er búinn ætla pabbi og mamma að skila mér á Selfoss og Björk ætlar að koma og sækja mig þangað. ég er reyndar ekki búin að láta hana vita ennþá hvenær ég legg af stað en geri það á eftir.

Get víst ekki skilað blogginu af mér nema setja inn eina mynd af mér líka hérna, þó að þið vitið auðvitað hvernig ég lít út, en það er allt í lagi, ég veit að þið elskið að skoða af mér myndir he he he Skólastjórinn Þó að ég sé með lesgleraugun hennar Diddu, ég er ekki frá því að þau fari mér bara helvíti vel. Þetta er orðið ágætt elskurnar mínar, hafið það gott þangað til næst.....

kv. Linda litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha mikið fjör og mikið gaman og mikið hlegið..Takk fyrir frábæra helgi

Gulla (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það hefur verið mikið stuð hjá þér.  Hvernig er með barnið, hvenær var stúlkan sett?? vona að þetta fari að koma og farðu vel með þig. Flottar myndir.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Linda litla

Hún María mín var sett 4 janúar og það er kominn 13 janúar, og ég er orðin ansi þreytt á því að vera látin bíða svona he he he

Pabbinn verður 30 ára 18 janúar, kannski fær hann barnið í afmælisgjöf

Linda litla, 13.1.2008 kl. 19:59

4 identicon

Flottar.....Gott að heyra að það hafi verið stuð á ykkur stöllum.  Takk fyrir afnotin af höllinn þinni.

kveðja Disa

Dísaskvísa (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 21:03

5 identicon

Gott að það var goð helgi hja þer

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 21:22

6 identicon

Ég veðja á 17. janúar ;) mamma mín á afmæli þann dag ;)

hafðu það gott verðandi amma ;)

Berglind Elva (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 09:32

7 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Það hefur verið mikið fjör í sveitinni hjá þér, skemmtilegar myndir og gleraugun fara þér vel. Barnið er ekkert að flýta sér, ég veðja á 16. janúar. Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 14.1.2008 kl. 13:26

8 Smámynd: Linda litla

Þið eruð yndislegar stelpur. Fyrst að þið eruð farnar að skjóta á dag ætla ég að gera það líka. Ég held að ömmubarnið komi 18 jánúar á afmælisdegi pabbans þegar hann verður 30 ára. Annars er hún að fara í skoðun núna á eftir og fæ ég þá einhverjar fréttir.

Linda litla, 14.1.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband