Leita í fréttum mbl.is

Ekkert gengur.

Það gengur ekkert hjá mér að finna leiguhúsnæði á Hellu, nú er ég búin að tala við örugglega 10 manns sem eiga tómar íbúðir eða hús á Hellu og allir vilja selja en ekki leigja. Málið er bara að það er ekkert að seljast núna, það er engin hreyfing á fasteignamarkaðnum þarna fyrir austan.

Páskarnir voru ágætir þarna fyrir austan, en það var gott að koma heim og enn betra að fá Kormák heim en hann var pabba sínum yfir páskana. Í gær fór ég í kringluna og keypti afmælisgjöf handa Brynju en hún verður fertug 28 mars, keypti fermingagjöf handa Svölu og hún verður tilbúin 4 apríl, gaf Björk 5000 krónur í afmælisgjöf en hún var þrítug um daginn. Svo á ég eftir að kaupa fermingagjafir handa Þóri Freyr og Aroni Nökkva og auðvitað afmælisgjafir fyrir Börnin mín, en þau iega bæði afmæli í apríl. Þetta er mikill útgjaldamánuður hjá mér. En skemmtilegur mánuðuður á móti. Margrét Birna frænka átti afmæli 24 mars, og ég á reyndar eftir að kaupa eitthvað handa henni, en geri það ara þegar afmælið verður, en því var frestað í gær vegna veikinda.

Segjum þetta ágætt í bili, ég nákvæmlega ekkert að tala um núna.

Hafið það gott elskurnar og njótið dagsins hann er fallegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Sömuleiðis Linda mín,hafðu það gott í dag.

Agnes Ólöf Thorarensen, 26.3.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Mér fannst þú bara hafa heilmikið að segja Linda Litla Besta! Ert að leita að húsnæði á Hellu, það vissi ég ekki. Gott að hafa þig hér á blogginu amk fyrst þú ætlar að strjúka úr bænum  

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.3.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona svo sannarlega að þú finnir húsnæði, það verður ekki mikið um sölur á næstunni.  Kveðja Big Hug

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 12:02

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Hef bara ekkert um þetta að segjaÞað var engin íbúð auglýst til leigu í Búkollu í dag bara húsnæði til sölu og allt það sama

Guðný Einarsdóttir, 26.3.2008 kl. 16:33

5 identicon

Ég átti nú afmæli á Sunnudag og þá söngst þú smá afmælislag fyrir mig. Það kostaði nú ekkert svo þú sparaðir þar.

Gaui Jóns (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:41

6 Smámynd: Linda litla

HA HA HA HA nákvæmlega Gaui, ég söng fyrir þig og þú veist greinilega ekki hvað ég er fræg......... þessar línur voru sko dýrar, þú mátt vera þakklátur fyrir að hafa fengið þær gefins

Linda litla, 26.3.2008 kl. 17:44

7 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ertu að hugsa um að yfirgefa Reykjavíkina ? Það er aldeilis mikið um fermingar og afmæli hjá þér  Hafðu það sem best Linda mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.3.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband