Leita í fréttum mbl.is

Spurningakeppni ársins.

Þá er þessi dagur að verða búinn. Það kom eitthvað fyrir mig í dag, veit ekki alveg hvað. Ég er búin að vera mjög góð í skrokknum og fékk einhvern "taki-til-vírus" og það veitti svo sannarlega ekki af honum. Ég er búin að vera á fullu í allan dag að taka til, þvo þvott, þrífa klósett, moppa og færa til húsgögn + það, að ég fékk að passa ömmustrákinn í einvherja 2 tíma. Eða það var eiginlega Kormákur sem að passaði hann af því að ég var á fullu að vaska upp, elda mat og taka til í eldhúsinu hjá mér.

Þetta var a.m.k. mjög góður og hentugur "taki-til-vírus".

María og Rúnar komu og tóku geymsluna í gegn hjá mér svo að þau geti geymt eitthvað af dóti í henni. Núna er svo mikið pláss í henni að þau eiga örugglega eftir að bæta einhverju meiru þar inn. Nú María og Hjörleifur ætla að gista en fara svo austur á morgun, fljótlega eftir hádegið.

Kvöldið hjá okkur var skemmtilegt. Kormákur var með "júróvísjön" spurningakeppni. Ég og María kepptum fyrst, og ég vann og fékk 2 tópas og harðfiskbita í verðlaun (Patti fékk harðfiskinn) svo kepptu Bína og Unnur amma hans og þar endaði keppnin í 0-0, þannig að þar fékk enignn verðlaun.

Þetta var svo skemmtilegt, og Kormákur er að fíla svona. Ég er alveg viss um að hann verður leikari þegar hann verður fullorðinn. Honum finnst gaman að klæða sig upp og leika. Í kvöld var hann einmitt með skikkju með hanska og sólgleraugu.

Nóg í bili...... takk fyrir að nenna að lesa. gúdd bæ and gúdd næt.

Kv. Linda litla "the winner".

p.s. við fórum í viðtal í skólanum í gærmorgun og það var frábært, hann fær þvílíka hrósið. Framfarir hans síðan í fyrra er ofsalega miklar (ekki að hann hafi verið lélegur þá, alls ekki) Ég er alveg ofsalega stolt af honum, enda er þetta klár strákur.

htry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mín veröld

gaman að heyra hvað kormáki gengur vel gat ekki stoppað því ég fékk bílinn bara lánaðann í hálftíma klakka til að sjá ykkur þegar ég kemst á bíl aftur

luv björkin

Mín veröld, 1.10.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Ég þyrfti að fá svona taki-til-vírus.  Og þvo þvott.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.10.2008 kl. 01:05

3 Smámynd: Sporðdrekinn

 Gott að lesa hér í dag!

Sporðdrekinn, 2.10.2008 kl. 02:25

4 identicon

Til lukku með strákinn - gott hjá honum

kraftur í þér - ég þarf líka þenna  vírus, hvernig gegnur annars í náminu?

Berglind Elva (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband