22.8.2012 | 00:44
Plan 1. skrifa mig út úr þessu
Eins og þið sem þekkið mig er ég þunglyndissjúklingur og á misgóða daga.... ég fór til læknis um daginn þar sem skrokkurinn var alveg að fara með mig, og auðvitað leitar það þá beint upp í haus á mér. Nú doksi sprautaði mig 2 í bakið, 1 sinni í mjöðm og 1 sinni í læri. Ég er ekkert viss um að ég hafi fundið nokkurn mun, já svo auðvitað eins og læknar eru gjarnir á að segja við mig, "hættu svo að vinna". En ég get ekki hætt að vinna, ég verð a.m.k að vinna um helgar til að halda geðheilsunni, ef að ég fer ekki í vinnu þá fer ég ekki út úr húsi. DOksi samþykkti það og sagði mér á hvaða líkamsparta sjúkraþjálfinn minn ætti að einbeita sér að.
Ég vann síðast á laugardag.... 5 tíma, þegar ég kom heim eftir vinnu, þá gat ég ekki haldið grímunni lengur. Sem betur fer var ég ein heima Kormákur minn var að skemmta sér á Töðugjöldunum hérna og dóttir mín og ömmustrákur voru í heimsókn og voru einnig á kvöldvökunni. Ég brotnaði niður..... hugsaði "ég get ekki meir" á sunnudeginum hringdi ég í vinnuna og sagði að mér liði illa andlega og kæmi ekki í dag. Sem betur fer er ég með vinnuveitendur sem að eru yndisleg og skilja viekindi mín og vita að þau geta poppað upp nánast hvar og hvenær sem er, þegar ég fer að hugsa út í það, þá var ég búin að brotna niður í vinnunni einu sinni áður en ég fór að hitta doksa.
Nú, ég svaf allan sunnudaginn,allan mánudaginn, pabbi keyrði mig í sjúkraþjálfun í morgun og þar gerði ég ekkert annað en að grenja, mér finnst það samt léttir þegar ég get grátið svona. Það er bara svo undarlegt að gráta svona út af andlegri líðan sem að ég skil aldrei hvers vegna hún kemur.
Ég átti að vera í Handverkshúsinu Heklu á morgun, en treysti mér ekki til þess, ætla ekki að taka á móti túristum grenjandi...... held að það sé ekki að virka.
Ég er komin í svo mikla uppgjöf núna, að það er ömurlegt,. Ætla að hringja á heilsugæsluna í fyrramálið og reyna að fá annan tíma hjá doksa, þetta er ekki að gera sig lengur.
Þetta er svolítill munur að flytja úr Reykjavík í svona krummaskuð úti á landi, hér er ekkert og þá meina ég EKKERT.... enginn sálfræðingur, enginn geðlæknir engin aðstaða fyrir fólk með geðraskanir. Þykir mér það alveg magnað... það er ekki bara veikt fólk á stór Reykjavíkursvæðinu. Ég veit satt að segja ekki hvað læknirinn hérna getur gert fyrir mig, en það sakar ekki að reyna, ég get ekki verið svona.
Ég er með 12 ára strák á heimilinu, sem að er allt of meðvirkur. Hann fer ehlst ekki út ef að ég er andlega veik og ligg í rúminu allan daginn. Það er eins og hann sé hræddur um mig, kannski hræddur um að ég verði send á spítala, og ég veit að honum líður ekki vel þegar ég er lögð inn á geðdeild.
Ætla að segja þetta nóg í bili núna... og fara í rúmið (nema hvað annað) og vona að ég fái tíma á morgun.
Góða nótt og sofið vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2012 | 16:52
Mér líður eins og mér líður......
Mér líður eiginlega ekkert of vel núna, kannski ætti ég bara að skríða aðeins upp í með honum Bert mínum, aldrei að vita nema ég fái Kormák minn til að koma með mér og lesa bara fyrir mig, mér finnst það notalegt, þá get ég legið með lokuð augun og slakað á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.4.2012 | 11:29
Ferska lfotið gerir okkur öllum gott
![]() |
Gönguferð góð gegn þunglyndi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2012 | 10:40
Ég er á meðan ég er...
Ég á að hitta lækni í dag og verður trúlega farið út í lyfjabreytingar, ég bæði hlakka til þess og kvíður fyrir því. Nýju lyfin geta tekið 2-3 vikur að virka.
Ég held að veðrið sé líka að hjálpa til.... reyndar held ég að allt sé að hjálpa til... fjölskyldan, vinirnir, andrúmsloftið og Kisa mín ;o) Hún finnur fyrir mínum veikindum, það er alveg magnað hvað dýr skynja.
Ég ætla að vera jákvæð í dag, ég ætla að vea dugleg í dag, ég ætla líka að hvíla mig ef að ég finn fyrir þreytu, ég ætla ekki að ofgera mér. Ég ætla að eiga þennan dag.
Ég er jákvæðari og ætla að njóta þess á meðan það er, vonandi endist það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2012 | 12:55
Yndislegi Kormákur minn
Kormákur á afmæli í dag, hann er 12 ára þessi yndislegi, skilningsríku, duglegi og fallegi drengur og hann er minn. Við ætlum að reyna að halda bekkjarpartý næstu helgi fyrir hann, panta bara pizzur og hafa partý í 3-4 tíma.
Ég er að fara í sjúkraþjálfun klukkan hálf 3 og þegar ég er búin þar þá ætla ég að koma við í bakaríinu og kaupa eina köku og gervirjóma og við ætlum að bjóða pabba og mömmu í kökusneið, þetta á að duga í dag og hann er sáttur við það.
Ég er mjög flöt, ég átti erfitt með að fara á fætur í morgun og satt að segja þá var ég bara að fara í föt og klukkan að verða 1. Ég hef ekkert grátið í dag... gott mál, en efast ekkert um að tárin komi þegar ég fer í sjúkraþjálfun, það er eins og Maria sjúkraþjálfi viti um einhver on/off takka á mér.
Ég barðist aðeins við sjálfa mig í gær, píndi mig til að gera hluti, það var erfitt en ég gerði það og ég grét af vanlíðan á eftir. EN ég ætla að gera þetta sama í dag, ég ætla að pína mig. Ég veit ekki hvaða leið ég get farið til að fá orku, veit ekki hvað ég get gert. Ég er yfirmáta þreytt en læt ig samt hafa það að labba í sjúkraþjálfun og til baka. Ég er að taka 5 omega3 og ég er að taka 3 töflur af D1000, hvað get ég gert meira..... hafið þið einhverjar hugmyndir... það er að segja ef að einhver les þetta annar en Ásthildur Cesil mín, by the way Ásthildur þú ert og verður alltaf yndisleg kona í mínum huga.
Segjum þetta gott núna, er flöt og tóm....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2012 | 18:58
Veikindi eins getur bjargað öðrum.
Mig langar að gera svo eitthvað meira, en held að það sé komið nóg í dag hjá mér, búin að taka mér róandi, veit að það hjálpar til við andlegu heilsuna, ég græt ekki eins.
Af hverju er lífið svona ósanngjarnt ??
Hvað hef ég gert svona slæmt í þessu lífi til þess að eiga skilið að þurfa að vera svona ?
Stundum finnst mér eins og það sé verið að refsa mér, en ég get ekki skilið hvers vegna.... hvað er verið að refsa mér fyrir ?
Ég held að ég sé ekki slæm manneskja, mér finnst vænt um fólk og ég vil gera allt sem ég get fyrir alla, ég læt marga ganga fyrir, oft sit ég á hakanum og það er ekki gott fyrir mig, en ég er bara svona.
Það var mælt með því við mig að skrifa um vanlíðanina, að það myndi hjálpa mér. En það sem mér finnst magnað og gott, að það virðist vera að hjálpa öðrum, ég hef fengið spurningar frá 3 út í mína líðan, fólk sem er í sama ástandi en getur ekki tjáð sig um það, það lokar allt inni og fólk sem þorir ekki að leita sér hjálpar, t.d. út af skömm, fólk með fordóma gagnvart þessum sjúkdómi.
Ég hef ekki fordóma gagnvart honum, ég skammast mín ekki fyrir hann, ég get ekkert að þessu gert og ég vil leita mér hjálpar og ég vil hjálpa öðrum ef inhver vill, það er gott fyrir okkur að deila reynslu og tala saman, vegna þess að við skiljum hvort annað.
Ég veit líka að það er fullt af fólki sem fussar og sveiar yfir blogginu mínu og hugsar djöfull getur hún endalasut vælt.... mér er sama. Ég er að þessu fyrir mig.
Núna ætla ég að leggjast aðeins fyrir og kveikja á hugleiðslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2012 | 11:17
Rangur maður á röngum tíma.
Ætla að skríða upp í rúm aftur og setja einn hugleiðsludisk í og reyna að slaka aðeins á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2012 | 23:03
Róandi, róaði mig niður.
Berglind frænka lánaði mér hugleiðisludiska til að hlusta á og er ég búin að hlusta á einn og held ég bara góðri einbeitingu við hann, þeir eru þrír. Ætli ég setji ekki disk tvö í þegar ég fer í rúmið.... skömmu síðar.
Ég sit í myrkri, ég er svo hrædd um að einhver komi.... en veit samt ekki við hvað ég er hrædd.... það er það versta við einangrunina að þegar maður er búinn að loka sig svona mikið af, þá fer manni í rauninni að líða vel í einangruninni.
Klukkan er orðin 11, ég ætla að koam mér í rúmið og hlusta á hugleiðslu..
Góða nótt og Guð geymi okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2012 | 16:18
Ég hefði getað dáið, en það var aldrei planið......
Ég kom við á heilsugæslunni þegar ég var búin í sjúkraþjálfun og sagði að ég yrði að tala við lækni, ég gæti ekki meira. Það var einn læknir á svæðinu og auðvitað allt fullt hjá honum, en Sólveig á heilsugæslunni náði greinlega að troða mér á milli, eða læknirinn hringdi a.m.k. í mig og lagði inn í apotekið róandi töflur til að taka fram á þriðjudag en þá á ég tíma hjá honum og hann ætlar að hjálpa mér eitthvað, jafnvel að fara út í lyfjabreytingar.
Ég er ekki að geta meira, ég berst við að vera með grímu í kringum fólk en það er ekki hægt endalaust.
Ég sagði við Iðu Brá áðan, að ég skildi ekki þessa líðan. Mig langar að einhver komi til mín, en samt er ég með kvíða og vona að enginn komi því ég vil vera ein.
Ég átti að vinna um helgina, en ég er búin að tala við vinnuna og ég verð ekki að vinna.
Kormákur er farinn til pabba síns í Reykjavík og ég ætla að slaka á og fara vel með mig og taka þessi lyf þar til á þriðjudag....
Mér finnst samt frekar óþægilegt að vera á róandi, þegar ég veiktist illa veturinn 2010/2011 þá tók ég á milli 100 og 150 töflur í minni vanlíðan, mér leið svo illa að ég átti engin ráð. Það eyddust 5 dagar úr lífi mínu, sem ég man ekkert eftir... man bara geðdeild næst. Mér var sagt að það hefði getað farið svo að ég hefði ekki vaknað aftur..... það var aldrei ætlunin, mig langar ekki að yfirgefa þetta líf. Ég á tvö yndisleg börn og tvo yndislega ömmustráka og fjölskyldu og vini sem ég elska.... af hverju ætti ég að vilja yfirgefa þetta líf ???
Ég vil hjálp, það er allt sem ég bið um og ég vona að það verði eitthvað byrjað að hjálpa mér eftir helgina.....
Ef að það er eitthvað mér æðra.... hjálpaðu mér.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2012 | 22:10
Upp og niður, er eins og jójó....
Fór í jarðarför hans afa í gær, það var gott fyrir hann að fara, hann átti ekkert líf orðið, lá og gat ekki hreyft sig og gat ekki tjáð sig, bara búin með sitt líf enda kominn á tíræðisaldur en hann hefði orðið 91 árs þann 4 júlí næstkomandi. Athöfnin var virkilega falleg, kappellan sem kistulagningin fór fram í var ofsalega þægileg og falleg og svo jarðarförin sjálf í Oddakirkju og í garðinum var bara rólegt og notarlegt. Mikið held ég að afa sé fegin að vera komin yfir, efast ekkert um að honum líði betur.
Ég kom heim eftir jarðaförina i gær og fór nánast strax upp í rúm, ég var búin á því. Andlega gjörsamlega búin, ég er ekki sorgmædd yfir láti hans, ég er fegin fyrir hans hönd og er þakklát að hann sé kominn á þann stað sem að ég veit að honum líður betur á, ég reyni að telja mér trú um það af því að ég græt hann ekki, samt finnst mér vont að segja það af því að það hljómar eins og mér hafi verið sama um hann, en það er ekki rétt. Auðvitað elska ég afa minn eins og alla aðra mína nánustu ættingja og vini.
Ég var dregin fram úr rúminu hálf 12 í morgun af vinkonu minni, sem er að reyna að hjálpa mér að berjast á móti þessum veikindum, ég grét og grét.... ég er orðin svo þreytt á þessu, ég veit ekki lengur hvað ég á að gera til að ná einhverjum bata og láta mér líða betur, ég vil ekki vera svona. Ég er farin að einangra mig aðeins of mikið núna... þegar ég finn að ég er að hressast og er á uppleið, þá kemur skellur og ég hryn, getur verið að þegar ég held að ég sé að hressast sé það bara feik að það sé bara gríman mín ??
Ég veit það ekki.... ég hreinlega virðist vera hætt að þekkja sjálfa mig.
Mér finnst erfitt að vera í kringum fólk og oftar en ekki þá verð ég klökk, augun fyllast af tárum..... en ég ræð ekkert við það.
Ég er búin að vera í rúminu í nánast allan dag, fór framúr á milli hálf 12 og 2 og svo aftur uppí....
Nóg í þetta sinn... einhver mér æðri.... viltu hjálpa mér ???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 232947
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3