Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Svo sem ekkert...

Sæl og blessuð.

Það er nú orðið ansi langt síðan síðast, ég er víst ekki besti bloggari í heimi það er nokkuð ljóst. En ég er komin aftur. Skólinn er auðvitað búinn hjá Kormáki, hann fór í frí 10 júní með snilldar einkunnir og gerði móður sína heldur betur stolta. Hann er búinn að vera hjá pabba sínum í rúma viku núna og kemur til mín aftur eftir næstu helgi. Á meðan held ég mig fyrir austan á Hellu og reyni að vinna eitthvað aðeins.

Nú, það sem hefur skeð í mínu lífi síðan síðast er að ég er búin að fá annað barnabarn, ömmustrák sem fæddist 22 apríl og heitir Jón Oliver. Geri aðrir betur..... tveggja drengja amma og ekki nema 38 ára.

Hugarafl er ennþá stór þáttur í lífi mínu, er það daglega þegar ég er í Reykjavík og líkar það alveg stórkostlega vel og held að ég eigi eftir að vera þar mikið meira. Annars er andlega heilsan mín bara þokkalega góð  og er búin að vera það undanfarið.

Annars gerist nú ekkert í mínu lífi.... heima-vinna-Hugarafl-sofa- éta. Þetta er mitt líf hehehehe

Segjum þetta ágætt í bili, þangað til næst... hvenær sem það verður hehehe

Bestu kveðjur og SMÚSS... Linda litla

 


Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband