Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
25.4.2009 | 01:29
Bónus..... fokið.... horfið ??
Ég skaust austur fyrir fjall með Maríu og Hjörleifi í dag. Það var alveg klikkað rok, við máttum þakka fyrir það að fjúka ekki út af veginum. Rétt austan við Kögunarhól lá flutningabíll á hliðinni fyrir utan veginn, eitthvað hefur rokið verið fyrst að rokinu tókst að feykja honum út af og á hliðina.
Dagsetningin he he he náttla ekki rétt. En þetta er nú léleg mynd af flutningabílnum, vonum að bílstjórinn hafi ekki slasast.
Þetta er svo í Hveragerði, þarna eru Bónus fánarnir foknir næstum út á þjóðveg.
Nú í sveitinni hjá Rúnu var sama leiðindarokið líka. Nú Hjörleifur var mikið kátur þegar hann sá og hitti ömmu Rúnu, hann alveg elskar að hitta hana.
María kom svo við hjá sýslumanni á Selfossi og kaus áður en við renndum í bæinn aftur. Bara búið að vera rólegheit síðan við komum heim, Hjörleifur jú tók nokkur skref fyrir okkur og vá.... hann var að springa úr montni elsku strákurinn.
Bína kíkti aðeins á okkur í kvöld, annars horfðum við Kormákur bara á dvd "cable guy" mér fannst hún heldur leiðinleg en Kormákur hló að henni.
Jæja segjum þetta þá bara gott í bili. Hafið það gott elskurnar og munið eftir því að kjósa rétt á morgun. Setjið x-ið á réttan stað.
Kv. Linda litla sem ætlar að kjósa rétt.
Smá myndasyrpa í lokin af ömmustrák.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.4.2009 | 02:17
Gleðilegt sumar :o)
Veturinn búinn og sumardagur fyrsti er að skella á. Ég er mikið fegin því að sumarið er að koma, þá birtir yfir öllu og þá ætti maður kannski að verða glaður á geði :o)
Nú það eru kosningar framundan ( eins og ég þurfi að segja það, það vita það allir). Ég held að ég sé búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa, en ég var smá í vafa um vinstri græna eða samfylkinguna. Samfylkingin varð fyrir valinu, en það er nú bara út af henni Jóhönnu minni Sigurðar. Annars ætla ég ekki að ræða neitt pólitík hér á síðunni frekar en annars staðar.
Kormákur er ekki alveg sáttur við það að mega ekki kjósa, hann þykist hafa mikla skoðun á þessum málum. Honum leist best á að ég myndi kjósa samfylkinguna af því að Guðni Ágústson er ekki lengur í forystu Framsóknar ;o) Ég hef alltaf sagt það, Kormákur er alveg yndislegastur af öllum.
Jæja, þetta var létt og laggott færsla. Setti hana eiginlega bara inn til þess að segja GLEÐILEGT SUMAR við ykkur öll.
ÁTS.........
Er þetta ekki aðeins of mikið af því góða ??? ha ha ha
Splits splats I was taking a bath ;o)
Takk fyrir veturinn og hafið það gott.
Kv. Linda litla í baðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2009 | 22:14
Afmæliskveðja.
Elsku litla stóra barnið mitt á afmæli í dag.
Elsku María mín, til hamingju með daginn og reyndu nú að hætta að eldast svona. Það fer ekki vel í mig, ég virðist alltaf eldri og eldri við það :o)
Þarna er afmælisbarnið með litla prinsinn sinn.
Enn og aftur til hamingju með daginn María mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2009 | 09:06
Til hamingju með daginn :o)
Hann á afmæli í dag....
Hann á afmæli í dag....
Hann á afmæli hann Kormákur....
Hann á afmæli í dag :o)
Hann er níu ára í dag.....
Hann er níu ára í dag...
Hann er níu ára hann Kormákur.....
Hann er níu ára í dag.....
Elsku Kormákur minn
Til hamingju með 9 ára afmælið.
Elsku músin mín, vonandi verður þetta góður afmælisdagur hjá þér.
Ó mæ god..... litla örverpið mitt er orðið 9 ára !!!! Hvernig gat það gerst ?
Hann Kormákur Atli var vakinn upp með söng klukkan 7 í morgun, get ekki sagt að það hafi verið mjög fagur söngur hjá mér (enda nývöknuð) en þetta er alltaf gaman.
Nú hann fór í skólann á réttum tíma og var Skjöldur samferða honum, eftir skóla ætlum við svo að skella okkur í sund og fara á bókasafnið og svo eldum við okkur kjúkling í kvöldmat og reynum að gera þetta að góðum degi.
Nóg í bili, þarf að fara að stússast.
Eigið þið góðan dag....... ;o)
Kv. Linda litla afmælismamma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.4.2009 | 09:58
Einstæð móðir..... úffff.
Þetta er ekkert smá stór óléttubumba...... hvað ætli hún sé gengin langt þarna ?
Tvo síðustu börnin komin heim af spítalanum. Nadya Suleman er önnur konan í heiminum sem að eignast áttbura sem að lifa. Átti hún sex börn áður, þannig að núna er konan einstæð 14 barna móðir.... VÁ kommon !?!?!?!!??
Hvernig getur hún keypt gjafasæði og gengist undir tæknifrjóvgun, sex barna einstæð móðir ??Ég hélt að það væri bara ekki hægt.
Ég á tvö börn, með eitt heima sem að verður 9 ára á morgun.... mér finnst það alveg nóg. Reyndar hef ég voða gaman af ömmustráknum he he he
Hvernig ætli það sé annars að ganga með áttbura ??
Barnsfaðir Nadya er búin að kaupa hús handa henni og börnunum..... hvað ætli það sé margra herbergja ?? Ætli hann hafi keypt HOTEL ??
Jæja, vonandi á henni eftir að ganga vel með þessi 14 börn sín.
Allir áttburarnir komnir heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2009 | 00:05
Hæ hæ ;o)
Það er ekki langt frá því að ég sé bara búin að gleyma hvernig þetta blogg-apparat virkar, það er svo langt síðan ég hef hent einhverju hérna inn.
Margir hafa jú beiðið mig um að blogga og enn fleiri hafa beðið mig um taka út þessar mydnir hérna fyrir neðan, þegar fólk er að kíkja eftir bloggi þá blasir Sveppi alltaf við og ansi margir búnir að fá nett ógeð á honum.
Jæja.... hæ hæ allir, long time no sí.
Það er ekki eins og það sé svo mikið að gera hjá mér að ég bloggi ekki, ég hef bara ekki nennt því, er misjöfn á geði. En ég er öll að koma til, bæði fékk ég lyf og svo er að birta hjá okkur. Facebook-ið er líka að taka heilmikinn tíma frá mér, ég er mjög mikið þar. Elska að skoða myndir þar, og sjá og spjalla við fólk sem að maður hefur ekki séð lengi.
Annars fer nú að styttast í að ég fari á Reykjalund, ég er búin að fara í tvenn viðtöl þangað og gengu þau bara mjög vel. Núna þarf ég að sýna vilja og áhuga fyrir að komast þar inn og til að mega fara í aðgerðina. Ég þarf að missa einhver 10 kg. Páskarnir voru sko ekki að hjálpa til he he he en nei nei, þetta á bara eftir að ganga vel. Ég er byrjuð í sjúkraþjálfun í Gáska hérna niður í Mjódd og er þar með æðislegan sjúkraþjálfa.
Nú María og Hjörleifur Máni eru búin að vera hjá okkur í tvo mánði, þau eru reyndar búin að vera heima hjá sér núna í tæpar 2 vikur. Rúnar er farinn að vinna í Noregi en er í hálfs mánaðar fríi á Íslandi núna og fer út á miðvikudag.
Nú, ég er ennþá alltaf aðra hverja helgi að vinna á Hellu. Þurfti reyndar að sleppa einni helgi um daginn, þar sem að ég var svo svakalega slæm í fótunum. Ó mæ god, hvað það verður allt æðipæði þegar ég er búin að fara í þessa aðgerð.
Jæja, eigum við ekki bara að segja þetta gott í bili...
Takk fyrir ef að þið nenntuð að lesa þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Erlent
- TikTok-bann yfirvofandi í janúar
- Manndráp orðin pöntunarvara
- Vilhjálmur og Selenskí á gestalistanum
- Markmiðið að steypa Assad af stóli
- Trump útnefnir ráðgjafa gervigreindar og rafmynta
- Amnesty saka Ísrael um hópmorð á Palestínubúum
- Krítískt augnablik fyrir lýðræðið
- Kynlífsverkamenn greiða nú skatta og fá sumarfrí