Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
29.1.2009 | 08:53
Vonandi verður tekið á málunum sem fyrst.
Washingtonbúar ættu að prófa að búa á Íslandi, þar er engum skólum lokað þó að það snjói he he he Það þarf eitthvað aðeins meira en snjókomu til að skólunum verði lokað hér, enda íslendingar engar kjéllingar :o)
Ég verð að segja ykkur aðeins, ég fór í Nettó í gær að versla það sem vantaði nema ég gleymdi að kaupa brauð og María sagði að hún hefði átt að kaupa bláa mjólk fyrir Hjörleif, ég hafði bara keypt léttmjólk og undanrennu. Það var mikið að gera í Nettó og við ákváðum að fara í bakaríið í Mjóddinni og kaupa þar mjólkurfernu og brauð. Og hvað haldið þið að það kosti eitt heilhveitisamlokubrauð og ein mjólkurferna ?? Það kostaði 580 krónur !!! Hvað er að ?? Nærrum því 600 krónur eitt brauð og ein mjólk. Ég segji það satt, ég hef ekki efni á því lengur að lifa, hvernig stendur á þessu ? Er þetta hægt ? Má þetta ?
Rúnar er kominn á sinn stað í Noregi, það búa einhverjir íslendingar saman og er bara vel stórt og gott herbergið sem að hann er í. Hann byrjar svo að vinna í dag, vonandi á þetta bara eftir að ganga vel.
Ég fékk svar frá kennaranum hans Kormáks í gær og sagði hún að það væru viðtöl í febrúar, en hún ætlar að flýta viðtalinu hans og ætlum við að hittast á mánudaginn. Hún talaði um í tölvupóstinum að hún fyndi einhvern mun á Kormáki, að það væri eitthvað að. (af hverju var hún þá ekki búin að bregðast við ).
Ef að það gengur eitthvað illa að bregðast við þessu í skólanum, þá verð ég að láta hann skipta um skóla, ég vil alls ekki að honum líði illa þarna. Ég vil Kormáki mínum auðvitað bara það besta.
Jæja, segjum þetta ágætt í bili.
Hafið það gott elskurnar.
Kv. Linda litla duglega.
Kuldaskræfur í Washington | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2009 | 10:45
Yfirgefur landið um hádegið.
Já þetta er hann Hjörleifur Máni, ömmustrákurinn minn. Hann kom til mín í morgun og verður hjá mér fram yfir hádegið. María fór að keyra Rúnar í flug, það er komið að því. Hann er að fara til Noregs að vinna. Vonandi verður þetta gott fyrir þau, vonandi verður vinnar góð og Rúnar sáttur. Það er ekki mikið að gera hérna heima fyrir hann, en hann er smiður.
Óska ég honum bara góðrar ferðar og megi honum ganga sem best allra vegna.
Annars er eitthvað lítið sem að ég hef að tala um núna, ætli ég reyni ekki að henda einhverju inn í kvöld. Það er nóg að gera hjá mér í dag, þarf að fara að stússast ansi mikið.
Kormákur auðvitað í skólanum. Ég er búin að senda umsjónarkennaranum hans tölvupóst þar sem að ég vil fá viðtal við hana. Það er farið að bera á stríðni aftur hjá Kormáki, nema í þetta skiptið lét hann mig vita strax. Ekki eins og síðast, þá komst ég að því og þá var búið að vera að stríða honum lengi.
Það verður að taka á þessu, ég vil ekki að mínu barni líði illa í skólanum. Ef að ekki verður tekið á þessu, ef að hann fær ekki næði og frið á skólalóðinni, þá sé ég ekkert annað í stöðunni en að hreinlega að flytja hann um skóla, eða flytja hreinlega úr hverfinu.
Segjum þetta gott í bili. Þangað til næst.
Gúdd bæ. Kv. Linda litla duglega :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.1.2009 | 17:55
Nú varð ég reið !!!!
Breskur fréttvefur fjallar um að Jóhanna Sigurðardóttir gæti orðið fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra heims............ !?!??!?!?!?
Hvað er að ?? Hvað kemur það málinu við hvort að manneskjan sé samkynhneigð eður ei ?? Ég verð reið þegar ég sé og heyri svona andsk.... bull, vitleysu og fordóma.
Jóhanna Sigurðardóttir er sá albesti þingmaður sem hefur verið á Íslandi, hún vill fólkinu ói landinu það besta. Það er annað en hægt er að segja um margan þingmanninn. Og ég styð hana 100 % og ég er viss um að hún myndi standa sig sem forsætisráðherra.
HEYR HEYR Jóhanna.
Þú átt eftir að standa þig Jóhanna, ekki spurning.
Jóhanna vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
27.1.2009 | 13:46
Ný ríkisstjórn !!!
Nebb, glætan. Ég trúi því ekki að þið hafið átt von á því að ég myndi blogga eða segja nokkur orð um pólitík..... hélduð þið það virkilega ?? Ég skrifa og tala helst ekki um slíkt.
Aftur á móti er langt síðan ég hef bloggað, verð að fara að virkja mig í þessu. Er miklu latari eftir að borðtölvan mín bilaði, mér leiðsit alveg skelfilega fartölvur, veit ekki af hverju.
EN alla vega, þá var ég að passa um daginn. Fékk að hafa ömmumúsina hjá mér yfir nótt, það gekk bara alveg þrusuvel, það er bara eins og hann sé barnið mitt. Hann lagði sig seinni partinn hjá mér og Patti passaði sko vel upp á hann.
Svo seinna um daginn þá höfðu þeir frændurnir það bara gott og horfðu á Mickey Mouse club house, en það er einmitt uppáhaldssjónvarpsefnið hans Hjörleifs Mána litla.
Sjáið bara litlu krúttin mín. Mikið er ég rík. Kormáki finnst svoooo vænt um litla frænda, það er alveg ótrúlegt hvað honum finnst vænt um hann.
Jæja, á laugardeginum, daginn eftir að stráksi minn gisti hjá okkur var hann sóttur. Síðan á sunnudeginum tókum við Kormákur strætó á Selfoss til að mæta í afmælið hjá feðgunum, en Rúnar tengdasonur varð 31 árs þann 18 janúar og Hjörleifur Máni varð ársgamall þann 20 janúar. Þessa mynd tók ég á leiðinni í strætó, við vorum sko með farangur við Kormákur Atli.
Hér er litla fjölskyldan í Súlukoti.
Annars er jú bara lítið að frétta af mér, var á Hellu um helgina. Skrítið að vera heima á Heiðvangi og engin mamma á heimilinu.
Ég hef ekkert heyrt í mömmu í dag, en hún liggur á sjúkrahúsinu á Selfossi og er búin að vera þar í rúma viku, hún datt fyrir utan vinnuna hjá sér og og braut neðsta hryggjaliðinn. Veit ekki hve lengi hún verður þarna, ég á eftir að bjalla í hana í dag.
Mamma átti reyndar líka afmæli..... hún varð einu árinu eldri þann 24 janúar. EN því miður eyddi hún afmælisdeginum á sjúkrahúsi.
Segjum þetta bara gott í bili.
Hafið það gott elskurnar.
Kv. Linda litla duglega :o)he he he
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2009 | 08:38
Dagur 4 og fésbókin.
Er það ekki alveg dæmigert að ég skuli hafa verið búin að blogga einhver ósköp og allt þurrkast út........ bara til þess að pirra mig í reykleysinu mínu !!! ARG.... þoli ekki svona og má heldur ekki við svona löguðu þessa dagana.
Ég er að byrja 4 reyklausa daginn minn í dag, ég held að mér hafi gengið vel hingað til a.m.k. engann drepið ennþá. En var mjög tæp á því í gær þegar ég fór með Kormáki í Griffil þar sem að hann var að skipta bók sem að hann fékk í jólagjöf og fá aðra í staðinn. VÁ !!!! Drengurinn sem var að afgreiða var EKKI að hafa það af, að setja inn eina helvítis fokking fokk bók inn í kassann sem skilavöru..... hann rétt slapp fyrir horn, ef að hann hefði verið sekúndu lengur þá hefði ég lamið hann.
Facebook...... fyndið, allir eru að fattta facebook þessa dagana. Þegar ég skráði mig á facebooki-ið 2002 átti ég lengi vel bara einhverja 5 vini, af því að enginn var kominn inn á þetta. Núna eru vinir mínir þar á fjórða hundrað, já núna er öldin önnur.
Það er ALLIR komnir á facebook nema, Pabbi, mamma, Sigurbjörg systir og Iða Brá. Annars allir..... aðeins of ýkt kannski en það eru a.m.k. ansi margar mættir þarna inn.
Ég er að fara austur með rútunni á eftir, er varla að nenna þvi. Vildi helst vera bara heima hjá mér og undir sæng alla helgina og láta alla fíkn líða úr mér þar. Er smá hrædd um að ég falli þegar ég mæti í vinnuna, kaupi mér að reykja þar.
Það væri víst alveg eftir mér..... en ég vona að ég standist það. Ég er jú að gera mitt besta.
Segjum þetta gott í bili, hafið það gott elskurnar mínar og farið vel með ykkur í skammdeginu.
Kv. Linda litla......... já já.
Næstum allir á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.1.2009 | 08:25
Dagur númer 3 !!!
Jæja.... þá hefst dagur númer 3 í reykleysi mínu.
Ég þakka hreinlega fyrir að vera lifandi eftir gærdaginn, ég er mest hissa á því að ég hafi ekki étið ísskápinn, ég var a.m.k. ekki langt frá því. Ég át allt sem að kjafti kom.
Ég var gúffandi í mig í allan gærdag.
Dagurinn í dag byrjaði þannig að ég vaknaði klukkan 7, fór á fætur um hálf 8 og beint ínn í eldhús þegar ég var búin á Gustavsberg og vitið þið hvað....... ég bjó til hrærð egg handa okkur Kormáki í morgunmat.... HALLÓ !!! Hvað er að ?? Ég er ekki einu sinni vön að borða morgunmat. Kormáki fannst þetta ekki einu sinni gott og fékk sér frekar appelsínu.
Ég býst við að fara á þvæling með Emý í dag, hún ætlaði að hringja um 8, þannig að ég er að bíða eftir símtali frá henni.
Ég verð að viðurkenna það að ég er mjög kvíðin því að fara út, ég er drulluhrædd um að ég kaupi mér að reykja ef að ég fer út. En Emý segir að ég verði að fara út, kannski fáum við okkur kaffi eða eitthvað...... kommon, ég hef ekki fengið mér kaffi eftir að ég hætti...
Annars... heyrði ég í Maríu í gær og Hjörleifur er ennþá með tæplega 40° hita, hún talaði við vakthafandi lækni á Selfossi í gærkvöldi og á að fara með strákinn á Selfoss núna fyrir hádegi.
Segjum þetta gott í bili.... hafið það gott elskurnar :o)
Kv. Linda litla á þriðja degi.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2009 | 22:47
Hjálp.... takið mér eins og ég er.
Núna er kreppan að fara endanlega með mig........ ég er að hætta að reykja, ég hef svo sannarlega ekki efni á því lengur. En mikið djö..... er þetta erfitt, ég er búin að vera í þvílíkri fíkn í allan dag. Ég held að þetta sé það erfiðasta sem að ég hef gert, samt er ég bara að klára annan daginn...... ég er ekki viss um að ég geti þetta, en ég er a.m.k. að reyna og það munar um hvern dag sem ég er reyklaus.
Ég umturnast þegar ég reyni að hætta að reykja. Ég breytist í einhverja manneskju sem að ég þekki ekki og langar ekki til að vera. Ég verð klikkuð í skapinu, ég þoli ekki ef að fólk minnist á að ég sé að hætta að reykja. Mér finnst fólk ekki koma það við, og ég þoli ekki ef að það talar um að ég sé að hætta. Mér finnst allir vera að hugsa að ég geti ekki hætt, samt veit ég innst inni að fólk er ekki að hugsa þetta, það er bara ég sem er að hugsa þetta af því að ég hef ekki neina trú á mér.....
Arg....... ég er að fara að sofa og á morgun þegar ég vakna þá byrja ég þriðja reyklausa daginn minn. Wish me good luck...... ef að ég er leiðinleg við ykkar, viljið þið fyrirgefa mér. Ég er ekki með sjálfri mér þessa dagana.
Góða "reyklausa" nótt krúttin mín.
Kv. Linda litla skapmikla og pirraða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2009 | 14:08
Fór niður í 25 gráður í mínus.....brrrrr.
Þetta er alveg hræðilegt að lesa....... hitastigið fór niður í 25 gráður frost. 7 manns frusu til bana þar í gær og var það helst utangarðsfólk, hvers vegna í ósköpunum er ekkert gert þegar kuldinn verður svona mikill. Það á enginn að þurfa að frjósa til dauða.
Talið er að fólk hafi sofnað brennivínsdauða og frosið og ekki vakanað aftur. Hvers vegna í andsk.... er þetta svona ? Það virðist vera alveg sama hvar í heiminum það er, það er svo lítið gert fyrir þetta fólk....... þetta er fólk sem hefur orðið utanveltu í lífinu en á alveg jafn mikinn tilverurétt og aðrir. Ég þoli ekki svona, þegar gert er upp á milli fólks.
Utangarðsfólk, strætóbílstjórar,rónar, alþingismenn, þroskaheftir, verslunareigendur, fatlaðir, verkafólk, sjónlausir, sjómenn, forseti, rakari...... WHAT EVER !!! Við höfum öll rétt á því að hafa þak yfir höfuðið, við höfum öll tilverurétt.
Sorry.... smáútrás. Er MJÖG tæp á geði þessa dagana.
Kv. Linda litla geðstirða.
Sjö deyja í frosthörkum í Póllandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2009 | 23:15
Jólin búin..... mikið er það nú gott :o)
Ég er mikið fegin að jólastússið er búið og jólasveinarnir farnir heim til sín. Þá er allt komið í eðlilegt horf aftur.
Kormákur réðist á jólatréð og týndi allt af því og er búinn að ganga frá því, það tók ágætis tíma þar sem að jóltréð er bara "210 cm" he he he he
Elsku strákurinn minn er mín stoð og stytta í öllu sem einu. Elsku Kormákur Atli, þú ert sko lang flottastur og ég elska þig alveg milljón.
Ég fór ekki í ræktina í dag, ég svaf megnið af deginum. Verð að reyna að berjast við að rífa mig upp, þetta er ekki hægt.
Við Emý vinkona vorum að ræða það í dag að sækja um í Hringsjá fyrir næsta haust, það væri frábært að komast þar inn. En þið sem ekki vitið hvað það er, getið farið inn á www.hringsja.is og lesið um það þar.
Það er þá eins gott að ég verði búin að fara í hjáveituaðgerðina, er að vonast til að það verði fyrir sumarið.
Annars er bara eitthvað lítið að frétta af mér, elsku Hjörleifur ömmumús er lasinn og búinn að vera með hita í 2-3 daga, vonandi fer hann nú að hressast svo hann geti komið að heimsækja ömmu sína.
Segjum þetta gott í bili, hafið það gott elskurnar mínar og farið vel með ykkur í skammdeginu.
Knús á línuna...... *
Kv. Linda litla síþreytta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2009 | 16:28
Elsku bloggvinir.
Heil og sæl elsku vinir. Það er langt síðan ég kom einhverju frá mér hérna, enda get ekki sagt að ég hafi legið í tölvunni undanfarið. Ég er ennþá eitthvað með tölvupest, sækist lítið í hana.
Ég átti alveg yndisleg og það var ekki það sem ég átti von á, hélt að þau yrðu einföld og tóm en þökk sé góðu fólki og fjölskyldu minni þá voru þau yndisleg. Elsku Brynja mín, sérstakar kveðjur til þín. Þú gerðir jólin að jólum
Ég átti yndislegan aðfangadag með Kormáki mínum og svo komu María og fjölskylda á jóladaginn og fóru á annan í jólum, ég fór með þeim austur og kom svo heim á sunnudagskvöldið. Fór aftur austur á gamlársdag með Viggu og suður á nýársdag í nýársboð hjá Helga bróðir. Kormákur kom þangað 1 jan, en hann var búinn að vera hjá pabba sínum síðan 26 des. Ég held að ég hafi aldrei sofið svona mikið eins og ég er búin að vera að gera siðustu daga, er soldið hrædd um að ég sé eitthvað að draga mig niður, en það má ekki ske. Ætla að rífa mig á fætur í fyrramálið og taka strætó í Baðhúsið um leið og Kormákur fer í skólann. Ég fékk frítt árskort í baðhúsið fyrir jól og ég ætla svo sannarlega að reyna að nýta mér það áður en ég verð kölluð inn á Reykjalund. Ég bíð spennt eftir því að komast í þessa magaaðgerð, er viss um það þegar ég fer að léttast þá verð ég betri á geði....... að ég nái mér almennilega upp andlega. Það eru búnir að vera erfiðir tímar hjá mér og þeir verða það eitthvað áfram, en ég á ekkert að vera að kvarta því að það eru erfiðir tímar hjá svo mörgum í þjóðfélaginu.
Þegar ég horfi yfir árið 2008 þá held ég að það hafi verið mjög gott ár, en auðvitað er alltaf eitthvað eitt sem stendur upp úr og það sem stóð upp úr var titillininn sem að mér hlotnaðist ég varð "AMMA" og það er bara yndislegt að eignast heilbrigt ömmubarn. Þannig að elsku Hjörleifur Máni minn toppaði árið 2008 fyrir mig.
Ég ætla að reyna að virkja mig virkilega á blogginu og sína mínum bloggvinum meiri áhuga en ég hef gert undnafarið.
Bloggvinir mínir er fólk sem að mér þykir vænt um.
Andsk..... var komin í stuð til að kjafta hér, en var að fá símtal og ég verð að rjúka út....
Takk fyrir allt elsku vinir og megi árið 2009 færi ykkur hamingju og gleði í ykkar hjarta.
Þangað til næst stórt *knús*
kv. Linda litla sem verður að taka sig á í öllu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3