Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 22:02
Dúlla dauðans.
Með góðri enskri þýðingu að hætti okkar Viggu þá er fyrirsögnin "THE DÚLL OG THE DED"
Dagurinn er búinn að vera skelfilegur, án gríns þá held ég að ég sé komin með 4 brjósklosið, ef að ég verð ekki skárri í fyrramálið, þá liggur mín leið upp á bráðamóttöku. Annars komu María og Hjörleifur í morgun og það er bara yndislegt að fá elsku ömmumúsina til sín.
Annars bara lítil skrif í dag, er aðallega að setja eitthvað inn svo ég geti hent inn nýjum myndum af Hjörleifi Mána og auðvitað stóra frænda hans Kormáki Atla.
Hafið það gott elsku vinir og njótið kvöldsins.
Kv. Linda litla ónýta.
Bloggar | Breytt 1.4.2008 kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.3.2008 | 19:45
Þarna duttu af mér allar dauðar lýs....... og hárkollan líka.
Dýrar barneignir hjá Lopez og Anthony | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.3.2008 | 12:39
Þeim skal takast að ná niður verðinu.
Sátt náðist í Ártúnsbrekku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.3.2008 | 08:17
Láttu ekki taka þig með trukki.
Ég vaknaði 6:45 og mikið ofsalega leið mér vel, útsofin og krumpuð. Ég vakti Kormák, hann var ekki alveg tilbúinn að vakna, en það tókst fljótlega með smá djóki í honum og það endaði með því að hann fór hlæjandi á fætur. Ég sagði honum að þetta væri yndislegur dagur og mér þætti gott að vakna svona hamingjusöm og að ég elskaði hann alveg milljón...... hvað haldið þið að krakkaormurinn hafi sagt ??? Hann sagði " af hverju ferðu ekki í þáttinn hjá Dr. Phil ? " Kannski horfir hann aðeins of mikið á sjónvarp....... svo var hann að tala um að ég hefði aldrei vaknað svona skemmtileg með honum og aldrei verið komin á fætur á undan honum. Það er greinilegt að mín andlega líðan er öll að koma til. Jæja, hann er farinn í skólann sæll og glaður.
María og Hjörleifur koma í dag, ég verð að viðurkenna að ég hlakka ansi mikið að fá þau, enda hef ég ekki séð ömmustrákinn minn í einhverja daga, það er amk orðið allt of langt síðan ég sá hann. María ætlar að hjálpa mér og ég passa elksu Hjörleif á meðan. Hún ætlar að taka fyrir mig vaskaskápinn, baðherbergið og fl. í gegn og skúra hérna út fyrir mig, ég er svo asskoti léleg búin að vera síðustu daga/vikur í skrokknum.
Enn er ekkert að gerast í svalarmálunum hérna, ég ætla að hringaj í Félagsbústaði í dag og kanna hvernig málin standa, þarf líka að láta vita að útihurðin lokast ekki og það er ekert grín þegar verið er að kveikja í stigagöngum í blokkum hérna í kring. Held samt eða vona að það sé eithvað að róast þetta action sem búið er að vera í gangi hérna undanfarna vikur.
Ætli það sé ekki best að hætta þessu bloggeríi í bili, og kannski gefa strákunum mínum morgunmat og knúsa þá svo aðeins í klessu.
Eigið góðan dag elskurnar. Bestu kveðjur frá Lindu litlu, Tuma og Patta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2008 | 23:42
Dagur að kveldi kominn.
Jæja, þá ætlar Linda litla hamingjusama að fara að koma sér í ból eftir líka frábæran, glaðan og bjartan dag. Ætla að svífa inn í draumalandið, munum eftir bænunum okkar svo að nóttin verði ljúf og morgundagurinn yndislegur.
Góða nótt og eigið ljúfa og fagara drauma elskurnar.
Kv. Linda litla hamingjusama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2008 | 22:17
Er þetta virkilega ástandið fyrir norðan ??
Fegin er ég að það er ekki svona í Reykjavík.
Fimm árekstrar á tveimur tímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.3.2008 | 18:07
Mjaðmaklikkingur.
Dagurinn er búinn að vera alveg yndislegur. Við mæðginin erum búin að labba mikið eða aðallega ég , örverpið hefur þeystum á línuskautum á undan mér að sjálfsögðu. Mikið labbað og svo var farið í húsdýragarðinn, mikið fjör og mikið gaman.
Myndatakan byrjaði í strætóskýlinu hjá okkur, allar myndirnar sem ég tók eru komnar inn á síðuna hans Kormáks www.bestilitli.blog.is endilega kíkið á þær. Nú eins og alltaf í þessum garði kennir ýmisa grasa svo sem hestar, svín, geitur, fiðurfénaður, refir, selir og ýmislegt meira. Okkur fannst skemmtilegast hjá geitunum, en þar stalst Kormákur til þess að halda á einum geitungi (kiðling). Og þeir eru svooooo sætir á myndinni, ég verð nú eiginlega að henda henni hérna inn og leyfa ykkur að sjá.
Guð.... hann var svo mjúkur og yndislegur. Ég gengum allan garðinn og allt skoðað sem í boði var, hvíldum okkur svo aðeins í kaffihúsinu og fengum okkur roast beef og ís. Veðrið er búið að vera yndislegt og fallegt, en það er soldið kalt þegar maður er svona lengi úti og er kannski ekki alveg í kuldagalla. Ég kyssti og knúsaði örverpið þegar við komum út fyrir hliðið og þakkaði honum kærlega fyrir frábæran dag. Ég er reyndar mjög slæm í mjöðmunum eftir alla þessa göngu í dag, en ég veit að það lagast. Ég er bara þakklát fyrir það hvað ég er ofsalega hamingjusöm.
Endalaus hamingja í mínu lífi núna. Læknirinn minn er að trappa mig niður á þunglyndislyfjunum mínum og það er líka að ganga þetta vel, eins og ég segi, veit ekki hvað er að ske, veit bara að hamingja yfirgnæfir allt hjá mér þessa dagana. Og þannig vil ég hafa það, mér finnst þetta yndislegt líf. Mér finnst ég hreinlega ekki þekkja mig, ég man bara aldrei eftir því að hafa liðið svona vel áður........ ok..ég hætti áður en þið gubbið. Sorry, ræða bara ekki við þetta ÉG ELSKA YKKUR. hehehe smá gant hjá mér
Eins og þið vitið, þá er ekkert grín að vera svín og vera étin á jólunum....
Takk fyrir kíkið, endilega skiljið eftir einhver orð til mín í commentin elskurnar.
Lov ya...... kv. Linda litla og örverpið stóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
30.3.2008 | 15:21
Ræningnn hljóp á brott.
Ránstilraun í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2008 | 09:50
Gleðilegan sunnudag.
Jæja, þá er maður kominn á ról, nú er bara að skella sér í sturtu á meðan Kormákur horfir á barnatímann, svo ætla ég að smyrja brauð til að taka með handa okkur í nesti. Síðan liggur okkar leið í húsdýragarðinn þar sem við ætlum að eyða einhverjum tíma og jafnvel labba um í grasagarðinum ef að hann nennir.
Auðvitað verður myndavélin með okkur eins og alltaf.
Eigið góðan sunnudag elsku bloggvinir og njótið fallega veðurssins.
Kv. Linda litla og örverpið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2008 | 01:05
Ekki fór eins og ætluðum.
Við Kormákur ætluðum að eyða helginni saman og njóta hennar og gera eitthvað skemmtilegt, Elín vinkona hans kom og............ ég var skilin útundan. Við gerðum ekkert saman í dag þar sem að þau voru að leika sér fram á kvöld. En morgundagurinn verður ekki svona, við ætlum að skella okkur í húsdýragarðinn í fyrramálið og njóta sunnudagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3