Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gleðilegt árið allir.

Ég kíkti yfir bloggið hennar Viggu (bifrastarblondínu) og hún tekur árið aðeins í gegn hvað hefur skeð á því, ég ætla reyndar ekki að gera það enda hefur árið 2007 ekki verið það besta, eins og þið vinir mínir vitið. Að setja niður eymd, meðferðir, harkalega neyslu, barnavernd, félagsþjónustu og annað eins, það nennir enginn að lesa um það núna á þessum tíma.

Ég svaf til hálf tvö í dag, enda fór ég að sofa um fjögur leytið. Brynja kom í heimsókn í gærkvöldi og Vigga og Florin eru hjá mér. Dagurinn svo sem leið og það eina sem ég gerði var að hendast í Bónus. Vigga og Florin fóru til Þórdísar í mat um klukkan fimm og ég fékk mér þessa dýrindis áramótamáltíð.... samloku með malakoffi og osti, mjólk og popp í eftirrétt. Henti mér svo í sófann og horfi ýmist á Full Monty eða augnlokin að innan. Þar sem klukkan er nú að verða tíu, ætti ég kannski að vaska upp þessi blessuðu skítugu glös hérna á heimilinu, það eru alltaf skítug glös hérna og svo er ég að spá í að henda mér í sturtu og kannski fara í einhver föt, en ég er einmitt búin að vera á náttfötunum í allan dag.

Kvöldið í kvöld er óráðið..... veit ekki hvort að ég geri eitthvað eða eyði bara meiri tíma yfir sjónvarpinu. Þetta er annars by the way undarlegur gamlársdagur. Ekkert bólar á barnabarninu þetta árið, ég heyrði í Maríu áðan og við hlógum svo mikið að ég ætla samt að vona að hún nái að skjóta því í heiminn fyrir miðnætti.

Takk fyrir allt á árinu elsku bloggvinir mínir. Ég vona að bloggheimurinn verði jafn skemmtilegur árið 2008.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

 Kveðja frá Lindu litlu

OG ATHUGIÐ ELSKU VINIR. "Ef lífið afhendir ykkur sítrónu munið þá bara að biðja um Tekíla og salt"

 

 


Virkar þetta virkilega svona ....

19 ára sonur...... sonur og eiginmaður taka við embættinu. Þetta er nú alveg fáráðnlegt, segjum að forseti okkar myndi deyja, er þá Dorrit og dóttir/dætur þá að taka við embættinu...

Ég held að við búum virkilega í besta landi í heimi.


mbl.is Sonur og eiginmaður Bhutto taka við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánskur kærasti á Nýjársdag.

Það er nú ljóta andsk...... rokrassgatið núna. Þetta er einmitt veður til að liggja undir sæng inni í stofu og horfa á sjónvarpið, nema það er svo klikkað rok að digitalið tollir ekki inni.

Við Björk fórum til Dóra í Hafnarfjörðinn a föstudaginn og hjálpuðum honum að klára að pakka og þrífa hjá honum, en hann er sam sagt að flytja og er að skila af sér íbúðinni um mánaðarmótin. Þegar við hættum þar fórum við heim til Bjarkar hentm okkur í sturtu og fórum svo til Brynju, en hún beið okkar með heitan brauðterturétt, namminamm. Kíktum aðeins út á lífið og höfðum það gaman. Í gærmorgun kom svo Kiddi í heimsókn og er hann nýfarin, en við erum búin að vera að liggja í leti upp í sófa með tærnar af hvort öðru upp í hinu (oj) og kjafta og glápa á imabann, höfðum það bara huggulegt hérna.

Ég er búin að heyra í Maríu í dag og það er ekkert að ske hjá henni, ætli Ingunn hafi ekki bara rétt fyrir sér, kannski kemur barniðum áramótin og verður fyrsti sunnlendingurinn. Það væri nú gaman að skoða sunnlenska með Maríu, Rúnari og litla barninu á forsíðunni, er það annars ekki þannig, það er víst ansi langt síðan ég sá sunnlenska síðast.

Vigga og Florin ætluðu að eyða áramótunum með mér, en ég veit ekki hvernig það verður þar sem að veðrið er ekki það besta, en það kemur allt í ljós, áramótin eru ekki komin ennþá.

Ég fékk undarlegtr símtal í gær, það hringdi í mig útlendingur sem sagði að ég hefði gefið honum símanúmerið mitt fyrir 2-3 mánuðum..... ég get ekki munað það, en ég man reyndar aldrei neitt með mitt skemmda minni. En by the way, þessi maður er alveg óður í að hitta mig og er búin að hringja svona 25 sinnum í mig síðan í gær. hann er spánverji og er búinn að vera á landinu í 4 mánuði. Við vorum eiginlega búin að ákveða að hittast í dag en ég neni ekki í bæinn í þessu ógeðslega veðri, þannig að við ákváðum það að hann kæmi í kaffi á nýársdag (eins og hann sagði: for us it will be að new beginning on a new year. HALLÓ, ég man aldrei eftir því að hafa hitt manninn og hann er kominn með framtíðarplön fyrir okkur. Hann hvorki drekkur né reykir og vinnur mikið, og hann er búinn að vera hér á landi í fjóra mánuði. Úffff..... nóg af spánverjum í bili, ég leyfi ykkur að fylgjast með þessu he he he

Annars held ég þetta bara gott í bili, hafið það gott elskurnar mínar.

kv. Linda litla


500 lítrar af gambra

Þar fór áramótalandinn fyrir vísindin. Það verður enginn ölvaður af landa um þessi áramót.

Þessir bruggarar hefðu nú getað grætt á þessu ef að þeir hefðu fengið að klára að brugga þetta. Hefðu fengið ágætan átamótabónus.


mbl.is Heimabruggi verður eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8 ára og fer með í tónleikaferð.

Mel B tekur dóttur sína með í tónleikaferð, er barnið ekki í skóla ......

Það er eins og ég sé alltaf kvartandi yfir öllu, kannski hljómar þetta eins og einhver afbrýðislemi, veit það ekki. Get bara ekki ímyndað mér að þetta sé hollt fyrir barnið, það væri nær að láta það bara vera í skólanum og hún getur verið hjá pabba sínum á meðan. ann hefur alveg jafnmikinn rétt að hafa hana eins og Mel B.


mbl.is Mel B fær að hafa dótturina með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjartað gaf sig..... eðlilega.

317 kíló !!! Ég er ekki hissa á að hjartað skyldi gefa sig.

 Ég held að ég ætti að skella mér í átak á nýju ári, ekki langar mig að verða 317 kíló ekki það að ég sé að stefna að því he he he


mbl.is Lést á skurðarborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl, bull og þvæla eða gælur, fælur og þvælur.

Þetta er nú aldeilis búið að vera mikill letidagur í dag, eiginlega er ég búin að sofa megnið af deginum. Hundskaðist á fætur núna seinni partinn. Björk kom til okkar og horfðum við á myndina um Jón Pál, þetta góð, áhrifamikil mynd sem fjallar um merkilegan þekktan góðann mann. Jón Páll var góður, kurteis og skemmtilegur maður sem var svo sannarlega með húmorinn í lagi. Ég efast ekkert um það að þið sem hafið séð myndina hafið sömu skoðun á henni. Það skeði meira að segja í lok myndarinnar svolítið sem kom mér á óvart, ég hef tilfinningar....... það láku tár úr augunum á mér þegar jarðarförin var og "hærra minn Guð til þín" var spilað. Ég bað reyndar Björk um að þegja yfir því að ég hefði vælt yfir einhverri bíómynd, en what ever.... það er gott að ég er ekki tilfinningalaus. Þegar ég hugsa út í vælið, þá rámar mig í þegar ég átti heima á Sauðárkróki og Vigga og Arna vinkona voru í heimsókn hjá mér og við vorum að horfa á einvherja stórmynd með Mel Gibson í minnir að það hafi verið Patriot er samt ekki alveg viss, en þá skeði þetta líka....Linda litla fór að væla yfir einhverju drama atriði. Ég reyni sjálfsagt alltaf að vera svo mikill nagli að ég er ekki að sóa einhverjum tárum á gesti og gangandi, en greinilega kemur fyrir að ég ræð ekki við þetta he he he svo sem einu sinni á ca. 5 ára fresti, endilega verið viðstödd þegar ég tek þriðja vælukastið  einvher tímann á árinu 2012 he he he

Annars var nú mikið um símhringingar og sms á þriðjudaginn, í tilefni afmælis míns. Það er alltaf gaman á þessum degi þegar ég finn hvað margir muna eftir mér og hvað ég á yndislega vini. Það kemur alltaf best í ljós á þessum degi, ég aftur á móti er ekki svona minnug á afmælisdaga hjá öðrum, því miður. Vildi að ég væri duglegri að muna afmælisdaga og hringja út á þeim.

Eins og jólin eru búin að vera róleg og yndisleg var ég að hugsa á jóladagskvöld hvað það væri yndislegt ef að ég gæti fengið ein jól frí, að það væri einhver annar sem að eldaði og sæji um allt saman. Ég gæti bara vaknað þegar mér hentaði og gæti lagst yfir barnatímann og legið yfir honum til klukkan 6 og farið þá að borða og rifið upp pakka, ummmmm það væri ekki slæmt. En eins og ég segi þá eru jólin yndislegur tími........ en samt eru jólin ömurlegur tími, ég fer á hausinn, stend á haus við að þrífa og elda og svo verð ég alltaf árinu eldri af þessu öllu saman. Ég ætti kannski bara að gera eins og Fidel Castro gerði um árið...... fresti bara jólunum fram í júní.

Jæja, held að ég sé búin að bulla nóg hérna. Ég kannski blogga eitthvað af viti fljótlega, ef að mér dettur eitthvað gáfulegt í hug síðar. Takk fyrir lesninguna og hafið það gott.

Kv. Linda litla.


Afmælisþakkir

 

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar í dag, hér á blogginu, í símann og sms.

 

fe


36 ára amma.

Jæja, þá er afmælisdagurinn runninn upp og ég orðin 36 ára. Sem betur fer er barnabarnið ekki komið í heiminn þannig að ég náði 36 árunum. María mín takk fyrir að halda barninu í þér elskan. Þér er velkomið að koma með það á afmælisdagin minn, það yrði besta afmælis og jólagjöfin.

Aðfangadagur var góður dagur, hálf fimm var allt reddí á heimilinu. Kjötið komið í pottinn, rækjurnar handa köttunum komnar úr frystinum, búið að ryksuga, fara í jólabaðið..... allt reddí og svo var bara beðið eftir að tíminn liði svo ég gæti farið að brúna kartöflurnar. Eftir matinn hentum við okkur í náttfötin, Kormákur setti sæng á gólfið og settist þar fyrir framan jólatréð og horfði á pakkana á meðan ég fór út á svalir með Baileys glas og fékk mér að reykja. Kvöldið var rólegt, notarlegt og skemmtilegt. Milli hálf níu og níu var búið að taka upp alla pakkana, ég slakaði á yfir imbanum og Kormákur dundaði sér með nýja dótið og talaði um að þetta væri besti dagur í heimi (yndislegt að heyra hann segja það, þá var hann ánægður). Um hálf ellefu var fengið sér ís og skriðið upp í rúmið hans Kormáks undir sæng og horfðum við á Simpson myndina, sem hann fékk í jólagjöf. Og svo fór prinsinn að sofa um hálf eitt, sæll og glaður.

Jóladagurinn verður alveg örugglega jafngóður, María og Rúnar koma einhver tímann eftir hádegið og ég ætla að elda handa okkur hamborgarhrygg með hinu ýmsu meðlæti.

En ég segi þetta gott í bili, ég ætla að henda mér upp í sófa í kíkja á sjónvarpið.

Kv. Linda litla.


Næsta síða »

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband