Linda litla
Ef að einhver vill hafa samband við mig fyrir utan bloggið, þá er ég með netfangið lindajons@msn.com
Smá upplýsingar um mig.
1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ? Já. Mamma var sjúk í Lindu súkkulaði á meðgöngunni,.og svo er ég fædd á jóladag= Linda María.
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Það er langt síðan, ég þykist alltaf vera svo mikill nagli.
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Held að ég skrifi bara alveg þokkalega, hvað sýnist ykkur hahaha
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? Já eina dóttur hana Maríu Hödd og einn son Kormákur Atli. Og svo á ég líka tvo ættleidda stráka þeir heita Tumi og Patti.
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ? Ekki spurning, ég er svo skemmtileg, væri örugglega besti vinur minn.
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?Kaldhæðni ?? Útskýra fyrir mér. hehe
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? Aldrei, fyrr myndi ég éta úldinn hund.
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Pepsi Max og sígó.
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Uhhhh.... nei, það eru engar reimar á skónum mínum.
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? Held það já, eins og ég sagði áður þá er ég nagli.
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Ís..... allur ís....elska ís.....er ísæta..... ísköld.....ísbjörn..
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ? Persónuleikinn... ekki spurning, húmorinn.
14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Varalitur....kommon, ég nota aldrei varalit eða mjög sjaldan a.m.k. segjum þá frekar bleikur, held að ég liti út eins og drós ef að ég setti á mig rauðann.
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? ó mæ god.... eigum við að byrja ?? Ég er með ofsalega pínkulítið sjálfálit, undirhakan... þoli hana ekki. æi. kommon, það er svo margt hef ekki tíma í þetta.
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? Ég held ömmu Þorbjargar og Gilla frænda.
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Ef að einhver hefur áhuga á því , þá er viðkomandi velkomið að copy/paste og stela honum af síðunni.
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Hermannagrænum buxum og svörtum sandölum.
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ? Lasagne með sallati og hvítlauksbrauði.
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ? Tuðið í syni mínum á meðan ég er að pikka þetta hérna inn.
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ?Alveg örugglega glær hehehe Nei, held að ég væri grænn af því að ég er svo græn.
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? Ömurlegasta spurning EVER..... ég er ekki með lyktarskyn.
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? Maríu dóttur mína.
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ? Það sendi mér þetta enginn, ég stal þessu af einhverju bloggi.
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Íþrótt ?? Halló !! Ég verð þreytt við tilhugsunina. Segjum bara Snoker/pool það er svo rólegt.
26. ÞINN HÁRALITUR ? Brúnn..... original
27. AUGNLITUR ÞINN ? Græn, falleg kattaraugu.
28. NOTARÐU LINSLUR ? Ójá.... annars myndi ég labba á staura og fólk.
29. UPPÁHALDSMATUR ? Kræst.... elska mat, er það sem ég ét. hehehehe (eins og kjötbolla í laginu)
30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Þoli ekki hryllingsmyndir, er svo mikið chicken. Þannig að ég kýs góðan endi. Allt er gott sem endar vel.
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ? Deit ?? HA HA HA HA á fertugsaldri og aldrei farið á deit.
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Jammíjammí..... eigum við bara ekki að ÍS !?!?!??!
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? Það veit ég ekki, veit ekki einu sinni hvort að einhver á eftir að skoða þetta.
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? Það veit ég ekki, örugglega forsetinn, efast um að hann lesi bloggið mitt. Samt veit maður aldrei.
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? Er búin að vera að lesa flugdrekahlauparann í margar vikur, held að ég verði að fara að byrja upp á nýtt, man ekkert um hvað hún er.
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? Engin mynd, bara doppur.
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Ég horfi eitthvað á animal planet, man bara ekki hvað af því að ég sofnaði yfir því.
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Aerosmith.
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Fór til Kúbu í des 2007, fannst það nú helv.... langt.
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Ég er traustur vinur. Ég er húmoristi. Ég er vinur vina minna. Held að ég eigi bara slatta af kostum.
42. HVAR FÆDDISTU ? Ég fæddist á sjúkrahúsi Selfoss. Og skammast mín ekkert fyrir það hehehe djók. Takk fyrir ef að þú nenntir að lesa þetta. Þá ertu aðeins búin að fræðast eitthvað um mig. Njóttu vel og EKKI fara með þetta í "séð og heyrt"
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 232883
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur