Færsluflokkur: Bloggar
13.4.2008 | 09:28
Bílvelta við Laugarveg.
Bílslysin halda áfam, en sem betur fer urðu engin slys á fólki. Sem betur fer heyrir maður nú ekki um mikið um bílveltur innanbæjar.
Farið þið varlega íumferðinni, það er hálka.
![]() |
Bílvelta á gatnamótum Laugavegar og Mjölnisholts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 23:08
Ég fékk ráðningu við draumnum!!
Blæðingar og fósturlát í draumi
Þessi draumur barst frá: Linda litla, lau. 12. apr. 2008
Ég setti þetta inn á bloggið mitt, til að reyna að fá svör. Þar var mér bent á þína síðu. Getur þú ráðið þennan draum fyrir mig ?
DRAUMURINN : Ég var á svo ofsalega miklum blæðingum, ég sest á klósettið og horfi niður í það á meðan ég pissa og það kemur alls konar eitthvað niður úr mér eins og litlar garnir, ég verð hrædd í draumnum en held samt áfram að horfa niður. Þá kemur fóstur, mjög lítið það hefði passað í lófa minn. Það er engir útlimir á fóstrinu, þetta er eins og búkur og höfuð en alveg greinilega fóstur.... þetta fer allt niður í klósettið. Svo vakna ég. Merkir þetta eitthvað ? Mér finnst þetta hálf óhugnarlegt og er alveg viss um þetta þýði eitthvað. Endilega þið sem hafið gaman að því að grugga í draumum, segið mér eitthvað um þetta. Mig dreymir aldrei.
Draumráðning:
Sæl Linda litla og takk fyrir að senda mér drauminn þinn. Ég tel ekki ástæðu fyrir þig að óttast þennan draum þó hann hafi örugglega verið óhuggulegur. Draumtáknin hér eru mjög samfallandi og líklegast er að draumurinn sé ábending til þín um að þú ættir að fara vel með þig, þ.e. huga vel að eigin heilsu. Draumurinn getur þó einnig verið fyrirboði einhverra erfiðleika og þá sérstaklega á þann hátt að einhver von sem þú hefur borið í brjósti bresti. Fóstur er gjarnan fyrirboði einhvers nýs, meðan fósturlát er fyrirboði þess að eitthvað gangi ekki eftir eða viðkomandi eigi að gæta að eigin heilsu. Garnirnar sem þú nefnir. Hafi þetta verið innyfli þín þá er það á sama veg, því það getur verið táknrænt fyrir ósætti einhverskonar og jafnvel missi. Klósettið getur einnig verið táknrænt í þessu til að undirstrika að ósættið sé tengt einhverjum sem þú vinnur fyrir.
Vona að þetta komi þér eitthvað á sporið með drauminn þinn.
Bestu kveðjur :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 21:33
Hún er 59 ára og hann er 36 ára.
Rossano Rubicondi er flottur maður...... hvað sér hann við Ivönu ? Hann getur sko gert mikið betur en þetta.
Á þessari mynd gæti hún verið mamma hans.
![]() |
Ivana Trump á leið í hnapphelduna í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.4.2008 | 18:24
Þetta ótrúlegt, mig langar í svona.
Guði sé lof þá er ég nú ekki nærrum eins og þessi aumingja kona.
En ég þekki nokkra sem hafa farið í þessa aðgerð og það hefur gengið misjafnlega vel, samt mjög vel hjá flestum. Ég vil fara í hjáveituaðgerð. OG HANA NÚ !!!
![]() |
Sultarhormón er jafnávanabindandi og heróín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2008 | 16:16
Hann er óskin mín, mig langar í hann.
Ég vaknaði fyrir 9 í morgun og fór á fætur, bloggaði drauminn, fékk mér kaffi með Viggu vinkonu www.bifrastarblondinan.blog.is sem eyðir helginni hérna í Reykjavík, en hún er að vinna í dag hjá frænku sinni í nokkra tíma, en fer ekki fyrr en á morgun aftur upp að Bifröst. Við sátum einmitt fram eftir að kjafta, reyndar komu í gærkvöldi líka til okkar gestir af efri hæðinni, en það var farið seint að sofa.
Vigga fór upp úr klukkan 11 að vinna, Kormákur hringdi í ömmu sína og bað hana að sækja sig og leyfa sér að horfa á video hjá sér þar sem að við erum ekki með video. Jæja, ég var sem sagt ein heima (og auðvitað strákarnir mínir), letin gjörsamlega heltók mig, ég lagðist upp í sófa kveikti á sjónvarpinu, þar var Rachel Ray að elda eitthvað gúmmelaði og ég auðvitað steinsofnaði yfir henni, enda hundleiðinlegt sjónvarpsefni.
Ég átti skemmtilegan og gestamargan gærdag,þar á meðal kom Arna mín www.arnastjarna.blog.is í heimsókn til mín....... það koma bara til mín bloggarar !!! Ég lifi greinilega í tölvuveröld. Nema Arna er nýbúin að fá sér hund..... og þvílíka krúttið, vá hann er alveg yndislegur, þetta er nákvæmlega hundurinn sem að mig langar í, hún er þvílíka knúsírúsíkelírelíkrúttið..... Ég er ekkert ða ýkja neitt, hann er draumahundurinn minn.
Er maður ekki sætastur ?? Doddi kom svo að sækja krúttintil mín um hálf fjögur.
Vigga kom hingað rétt áður en að þau fóru, og náði aðeins að hitta Örnu sina. Við verðum einmitt að fara að reyna að hittast eitthvað vinkonurnar og kíkja á kaffihús eða eitthvað skemmtilegt þar sem að maður gerir aldrei neitt. En það var góður gærdagurinn. Verð bara aðeins að minnast á Kát litla hundinn aftur, hann er svooooo yndislegur, Kormákur sagði einmitt við mig, "mamma, mig langar ekki lengur í páfagauk, mig langar í hund".
Segjum þetta bara nóg núna og gerum okkur góðan dag og skríðum upp í sófa og sofum aðeins meira
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2008 | 09:42
Hvað merkir þetta ? Af hverju er mig að dreyma ?
Þegar ég vaknaði í morgun, þá lá ég bara kyrr og hugsaði um drauminn sem mig dreymdi. Já, mig dreymdi....... mig dreymir aldrei, þannig að ég er viss um að þessi draumur merkir eitthvað. DRAUMURINN :
Ég var á svo ofsalega miklum blæðingum, ég sest á klósettið og horfi niður í það á meðan ég pissa og það kemur alls konar eitthvað niður úr mér eins og litlar garnir, ég verð hrædd í draumnum en held samt áfram að horfa niður. Þá kemur fóstur, mjög lítið það hefði passað í lófa minn. Það er engir útlimir á fóstrinu, þetta er eins og búkur og höfuð en alveg greinilega fóstur.... þetta fer allt niður í klósettið. Svo vakna ég.
Merkir þetta eitthvað ? Mér finnst þetta hálf óhugnarlegt og er alveg viss um þetta þýði eitthvað. Endilega þið sem hafið gaman að því að grugga í draumum, segið mér eitthvað um þetta. Mig dreymir aldrei.
Kv. Linda litla draumhrædda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2008 | 22:54
Heldur sig meiri en aðra.
Nema hvað ?? Auðvitað þarf hún að framfylgja reglum eins og aðrir þó að hún sé "fræg".
![]() |
Meinað að fara um borð í flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2008 | 19:50
Fundinn sekur.
Íslendingur fundinn sekur í Færeyjum. Skelfilega er mikið um fíkniefnabrot. Ég er amk fegin að vera laus úr þessu rugli þegar ég sé svona fréttir.
![]() |
Fundinn sekur í Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2008 | 10:25
Engin málaferli í gangi.
Ég skrifaði um það um daginn, að hér hafi verið rifið niður handriðin af blokkinni hjá mér og við lokuð inni, sem sagt hurðin fest aftur utan frá. Frétti svo síðar að það væru málaferli í gangi varðandi viðgerðir og breytingum á blokkinni, en svo er ekki. Ég fór að spyrjast fyrir hjá félagsbústöðum varðandi það að læsa okkur inni og gera svo ekki meira varðandi breytingar. Ég fékk þau svör að engin málaferli væru í gangi, en þau hefðu verið fyrir löngu síðan, núna á að taka blokkina í gegn. Leyfi hefur fengist og þess vegna hafi verið byrjað að vinna hérna. Nú ég spurði þá hvort að mennirnar ætluðu ekki að fara að vinna þá eitthvað í blokkinni svo að við íbúarnir gætum þá kannski farið að opna svalardyrnar, þar sem að td hann patti minn gerir ekkert annað en að væla fyrir utan dyrnar og vill komast út í ferskt loft. Ok, hann hafði ekki hugmynd um það maðurinn. Fyrirtækið sem tók að sér verkið hefur þetta eftir sínum hentugleika, þeir þurfa bara að skila verkinu fyrir einhvern x tíma. Jæja, á fimmtudaginn í síðustu viku, þá var komið með vinnuskúr........
Ég og Bína á efri hæðinni, við dönsuðum húllahæ og chachacha í tilefni þess að núna færi að styttast í yfirbyggðu svalirnar okkar. Við settumst niður við eldhúsborðið, þömbuðum kaffi og plönuðum hvað ætti nú að fara út á svalir þegar að þær verða tilbúnar. Við plönuðum það svoooo mikið að það var hreinlega ekkert orðið eftir í íbúðunum okkar, heldur allt hreinlega komið út á svalir. Jæja, dagarnir liðu og alltaf biðum við Bína og plönuðum meira en ekkert skeði, vinnuskúrinn var staðsettur alltaf fyrir utan einmanna og ónotaður. Þangað til á þriðjudaginn...... þá byrjaði fjörið og eitthvað fór að gerast.
Þeir eru byrjaðir þessar elskur..... en auðvitað urðum við vinkonurnar svekktar yfir því að þeir byrjuðu a endanum.... þar sem að við bíðum alltaf eftir yfirbyggðu svölunum okkar.
En þetta er amk komið af stað. Núna ætlum við bara að fylgjast með þessu rólegar og kannski skreppa á eitthvað bæjarflakk til að kaupa okkur eitthvað til skreyta svalirnar með þegar þær eru tilbúnar Ég held áfram að leyfa ykkur að fylgjast með, þeas ef að þessi færsla var ekki alveg að drepa ykkur úr leiðindum.
Núna ætla ég að henda mér í sturtu og hrein föt. Ég á nefnilega von á skemmtilegum gestum í dag sem að ég hef ekki séð í margar vikur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.4.2008 | 07:09
Reykinn lagði út a götu.
Og ekki var það vindlareykur, það er nokkuð ljóst.
![]() |
Húsleit gerð á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 233198
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3