Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Bruni í fellahverfinu.

Litlu munaði að ég hefði brennt blokkina upp til agna í gær.... ég er enn í sjokki yfir þessu, svona lagað hefur aldrei komið fyrir hjá mér áður þar sem að ég þykir mjög ábyrg gagnvart rafmagnstækjum og eld. Unnur birtist seinni partinn í gær með hamborgara og stakk upp á því að við myndum leda saman, ekkert mál við gerum þetta stundum þá kaupir hún eitthvað að borða og kemur með það og ég elda. Ég kveiki á eldavélinni og ætla að fara að byrja að steikja þegar ég fatta að ég á ekkert á hamborgara, þannig að við ákveðum að hendast í Bónus. Bónus er ekki opið svo að við brunum í Kaskó, þegar ég stend á kassa í Kaskó með þjóðarrétt íslendinga (kokteilsósu) pepsi max, franskar og fleira. Þá man ég alltt í einu eftir eldavélinni, hleyp (já ég hljóp) út úr Kaskó inn í bíl til Unnar, nánast ríf af henni símann og hringi heim í Kormák og bið hann að taka pönnuna af hellunni en passi sig vel að brenna sig ekki. Hann hringir til baka eftir ca. 30 sek. og segir ömmu sinni að það sé allt fullt af reyk inni. Amma hans segir, við erum að koma. Þegar við rennum í hlað í Unufellinu, stekk ég nánast út úr bílnumá ferð og hleyp upp á þriðju hæð og það var dökk grár veggur sem blasti við mér þegar ég opnaði og krakkarnir hóstandi inni. Ég ríf upp svalardyrnar dreg krakkana út, opna alla glugga, kveiki á viftunni og svo eyddum við ansi löngum tíma úti á svölum og maturinn varð nú í seinna lagi. Þökk sé elsku Kormáki mínum að við eigum enn í hún að venda. Ég vil bara biðja ykkur að passa vel upp á eldavélina hjá ykkur, þetta er ekkert grín að lenda í þessu.

Held að ég láti þetta bara duga í bili hérna. Takk fyrir innlitið og ekki væri leiðinlegt ef að þú myndir nú skilja eitthvað eftir þig hérna.... t.d. comment Grin

Annars bara góða helgi og njótið hennar. Kv. Linda

Disneylitla.


Íslenski tungudagurinn

Fyrsta skiptið sem að ég tek eftir þessum degi, þar sem að Kormákur minn á að lesa vísur um Jónas Hallgrímsson í tilefni dagsin í hátíðarsal skólans.
mbl.is Fjölbreytt dagskrá á degi íslenskrar tugu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Britney Spears

ÉG held að henni væri nær að haga sér aðeins betur og þá kannski færi lukkan að snúast henni í hag, gæti samt verið að fjögurra laufa smára kjóllinn sé flottur..... kannski með hangandi lukkusteinum og kanínufótum. Ég sé enga ástæðu til að fórna kanínum fyrir Britney Angry
mbl.is Britney heldur að bölvun hvíli á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Good morning Iceland !

Hæ hæ og góðan daginn.

Loksins drösslaðist mín á fætur árla morguns, búin að koma drengnum í skólann svo núna hefst allsherjartiltektardagur Linda litlu.

Ég þvældist með Unni í gær og fórum við í Europris og verslaði ég það dótakassa fyrir Kormák, pennsla fyrir hann, jóladúka og eitthvað fleira. Það er alveg ótrúlegt hvað mér tekst alltaf að eyða peningum þegar ég á þá ekki. Nú við kíktum á Brynju í vinnuna og fórum svo með henni heim í kaffi. Komum aðeins við í Hjálpræðishernum, þar sem ég keypti eitthvað af barnafötum á tilvonandi barnabarn. Seinni partinn fór ég svo að sækja sjónvarpsskáp sem mér áskotnaðist og fékk svo Ívar í kaffi eftir það þegar við vorum búin að sækja skápinn.

Nú kvöldið í gær fór í að horfa á Tomma og Jenna með Kormáki, Tommi og Jenni eru alltaf sígildir og skemmtilegir og það er alltaf hægt að hlæja að þeim. Ég hlýddi Kormák yfir vísur sem að hann á að fara með á hátíð í skólanum á morgun, hann sagðist vera soldið kvíðinn af því að hann þarf að tala í mígrafón, en ég efast ekkert um að þetta eigi eftir að ganga vel hjá honum. Hann er svo skýrmæltur. Ég fór að sofa á skikkanlegum tíma aldrei þess vant, eða upp úr miðnætti.

Dagurinn í dag verður bara tiltekt og dunderý, býst ekki við að fara neitt, nema kannski í Rima apótek og sækja mér lyf og búið.

Annars er helgin fram undan og það er pabbahelgi og hafði ég hugsað mér að taka því rólega og slaka bara  á. Vera búi að þrífa og njóta þess að vera heima og hafa það bara kósý.

María kemur á morgun og á ég eftir að þvlæast eitthvaðmeð henni. Annað kvöld kemur svo snyrtifræðingur hér heim til að snyrta mig, Maríu og Björk. Þetta er góð þjónust þykir mér að mæta bara á svæðið og flikka upp á kvensurnar. Að því loknu vorum við María að pæla í því að skella okkur í bíó á nýju myndina með Ben Stiller, en trailerinn af myndinni lofar góðu www.midi.is/bio kíkið á það.

Nóg í bili, hafið það gott elskurnar mínar. Kv. Linda litla.

Hendi inn myndum af nýja skápnum og leyfi ykkur sjá hann.

100_0401100_0402


Ætti ég að senda ríku köllunum bréf ??

Það er kominn miðvikudagur, ég vaknaði fyrir klukkan 8 með Kormáki. Þegar ég var búin að peyjanum í skólann lá leið mín í rúmið aftur til að hlýja mér aðeins á tánum áður en ég henti mér í sturtu. EN ég steinsofnaði auðvitað, og vakanði við símann klukkan 11:50. Þetta er alveg óþolandi, ég sef og sef. Ég fór ekki almennilega á fætur fyrr en um kvöldmat í gær. Ég get þetta ekki svona, verða ða reyna að rífa mig eitthvað upp. Svona hagar maður sér ekki  þegar maður er með barn á heimilinu. Kannski er þetta skammdegið, ég veit a.m.k. að þetta er þunglyndi en ég á að vera á lyfjum fyrir þunglyndi þau virðast ekki vera að gera sig þessa dagana.

Gulla hringdi í morgun og var að benda mér á einbýlishús til leigu á Hellu, ég kannaði það og það eru rúmir 160 fermetrar og bílskúr. Rangárvallahreppur borgar húsaleigubætur en ekki sérstakar, ég hringdi á hreppinn og hún hélt að það væru bara veittar sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík.

Hvernig er þetta annars...... ég er öryrki, einstæð móðir og á aldrei pening. Hvernig er með þessa ríku kalla úti í þjóðfélaginu, ætli maður geti ekki sent þeim bréf og beðið þá um að styrjka sig ? Hvernig ætli þeir myndu bregðast við slíku bréfi ?? Ég meina þeir eru 1-2 mánuði að vinna fyrir árslaunum mínum. Ég get a.m.k. sagt ykkur það að ég sem einstæð móðir og öryrki með mín skuldabréf og mínar skuldir.... þetta er ekki að gera sig.

Ég veð úr einu í annað, ég veit það. En ég var að spekúlera, ég á tvo ketti þá Patta og Tuma og þeir eru mjög spes greyjin, þeir eru alltaf vælandi fyrir utan alla fataskápa í íbúðinni og vilja komast inn í þá..... hva er málið ?? Hafið þið heyrt svona áður ?? Ég kalla þá alltaf skápastrákana mína.

Jæja, elskurnar, nóg væl í bili. Takk fyrir lesninguna og endilega skildu eftir komment ef að þú hefur eitthvað til málanna að leggja.

Kv. Lindalitla

000_0025


Nýtt upphaf á nýju bloggi

mkf

Jæja, núna hef ég ákveðið að taka upp nýtt blogg og er það ekki í fyrsta skiptið sem ég geri það, en það er víst um eitthvað veira að velja hér heldur en annars staðar. Ég var á www.bestalitla.bloggar.is og er því að hægt að kíkja á eldra bloggið mitt þar.

Þetta verður spennandi, en ég á örugglega eftir að taka mér smátíma til að komast almennilega inn í kerfið. Nóg byrjun hjá mér. Takk fyrir komuna í dag og sjáumst síðar Grin 

Kv. Lindalitla


« Fyrri síða

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband