Leita í fréttum mbl.is

Losun 3 frá þessari klikkuðu...

Ég vaknaði við símann í morgun rúmlega hálf tíu, dóttir mín hringdi....var ekki alveg að meika það, langaði sko að sofa miiiiikið meira. Varð að snáfast á fætur, Reykjavíkurferð framundan.
Hugarafl er í Borgartúninu við hliðina á Maður lifandi, þannig að ég byrjaði á því að fara í þangað áður en ég fór í Hugarafl, ákvað það vegna þess að ég gæti þess vegna verið útgrátin eftir viðtalið við Auði og langaði ekki að fara að versla rauðeygð og bólgin.
Viðtalið gekk vel, tók eitthvað um klukkutíma. Það er gott að tala við Auði, hún vill meina að ég sé í bata þar sem ég er miklu meðvitaðri með sjúkdóminn, þá erum við að tala um síðan ég veiktist síðast.
Það var gott að komast í Hugarafl, ég fann hvað ég hef saknað allra... fyrir utan það þá þekkti ég nú ekki helminginn af fólkinu þarna, en fékk knús og kossa frá þeim sem ég þekkti.
Ég á að hitta Auði aftur á mánudag og þriðjudag, yfir helgina verð ég að virkja mig eitthvað eins og með hreyfingu og jafnvel að hitta fólk. Reyndar verð ég með fólki alla helgina þar sem að frumburðurinn og ömmuormabobbarnir mínir ætla að vera hjá mér um helgina og finn ég strax fyrir notarlegri líðan að fá þessi elsku Gull til mín, er búin að sakna þeirra mikið.
Ég grét út í eitt í gær, en það er eins og það sé búið að setja tappann í aftur... ég er ekki sátt við það, ég veit að ég þarf að losna við meiri tár. EN það kemur vonandi fljótlega.
Keypti í dag omega 3 og er byrjuð á því aftur og tek D-vitamin, er búin að eiga það lengi en gleymdi bara svo oft að taka það.
Mér líður betur í dag en í gær.... en ég veit betur, þetta er á meðan það er einhver í kringum mig. Fer að vinna um helgina, veit að það á eftir að hjálpa mér að vera soldið virk. Gott að hafa einhvern tilgang.
Ég hljóma ánægð og jákvæð í dag..... ekki samt láta gabbast, gæti verið öfugt blogg á morgun, eða hinn..... en er á meðan er.
Ætla núna að búa mér til sodavatn í soda stream tækinu og kreista eina sítrónu út í sötra yfir sjónvarpinu með Maríu minni.
Eigið gott kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott kvöld sömuleiðis Linda mín.  Við verðum bara að taka hvern dag fyrir sig.  Á morgun er annar dagur og ef til vill með annari líðan.  En hann er ekki fyrr en á morgun, og svo kemur næsti dagur og svo sá næsti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2012 kl. 22:20

2 identicon

Yndislegt að heyra að viðtalið gekk vel, og bara að þú hafir farið þangað. Við vitum að það er alltaf svo gott að koma í aflið, vildi ég hefði verið til að gefa þér kögglaknús, hugsa til þín lúv og fylgist með þér. Einn dagur í einu ;)

Fríða Einarsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 01:59

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Eigðu yndislega góða helgi með þínum nánustu elsku hjartað mitt,þú kemst yfir þennan erfiða þröskuld fyrir rest Linda mín,ég hef mikla trú á þér..

Heyrðu ég fer í bæinn um hádegi á þriðjudag ef þú villt far.

Guðný Einarsdóttir, 31.3.2012 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband