Leita í fréttum mbl.is

Losun og ekki losun....

Stóri ömmuMússinn minn svaf uppí hjá mér í nótt og byrjaði að vekja mig fyrir 6 í morgun... það var ekki alveg á dagskránni hjá mér, enda gat ég ekki vaknað, alveg sama hvað ég sagði honum að fara og vekja mömmu sína, þá sagði hann bara nei...ok, hann fór fyrir rest og kom tili baka og sagði "Oliver er uppí hjá henni" og svo hélt hann áfram að reyna að vekja mig. Bakið var að drepa mig, var með verki í spjaldhryggnum og fram í lífbein, djö var það vont. Skreið fram rúmlega átta, María skellti í hafragraut handa strákunum og svo var liðinu bara hent út í garð með bolta og auðvitað fóru mamma og amma með. Svo lá leiðin í búðina að kaupa laugardagsnammi, þegar við komum heim þá fór María með strákana til pa og ma og ég fór inn tók verkjalyf og henti mér í rúmið, klukkutíma seinna þá var ég orðin allt önnur, mikið betri.
Ég er flöt... depurð í mér, langar ekki að brosa. Veit að Róm var byggð á einum degi..... ég verð sem sagt ekki heilbrigð á einni nóttu (Vá spekin alveg að brillera, ætti kannski að verða listamaður og gefa út spekibók).
Ég verð nú eiginlega að viðurkenna það að vera með Maríu í heimsókn núna er eiginlega lúxus.... það er verið að elda á heimilinu og það er ekki ÉG !!!! Hér er María að matreiða marineraðar grísakótelettur, hlakka til að borða og njóta þess að láta elda ofan í mig án þess að það sé einhver með kokkahúfu og þurfa að borga yfir það.
Ég er að fara að vinna á eftir og ég hlakka til... held að ég hafi ógeðs mikið gott af því, komast út úr húsi og vera virk. Mér finnst gaman að vinna, finnst gaman að elda, elska þegar það er mikið að gera, þegar það er álag í vinnunni.... þá líður mér best. Eða þá leið mér best, það er víst ekki að gera sig lengur, get unnið svo lítið skrokkurinn er orðinn svo ónýtur, held að það sé líka eitthvað sem er að draga mig niður. Að þurfa að viðurkenna að ég get ekki unnið eins og motherfucker.... reyndar mörg ár síðan ég gat það, en vil ekki sjá og vil ekki viðurkenna að ég geti ekki unnið eins og áður...
hætt þessu væli og farin að gæða mér á hádegismatnum (sem var eldaður ofan í mig).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LInda mín, það er gott að María er í heimsókn hjá þér, allavega um helgina. Veistu að það er nú ekki langt niður á húmorinn hjá þér mín elskuleg.

Fyrsta skrefið er að viðurkenna að maður getur ekki unnið eins og áður, það er stór biti að kyngja og viðurkenna, ég þekki það svo sannarlega, svo er líka málið að vinna bara stytri tíma og bæta þá frekar við smátt og smátt, þannig getur maður unnið sig upp aftur, en á rólegan hátt.

Vona að þú getir snúið hugsunum þínum á betri veg, veit að þu ert að reyna það elskan mín, stundum gengur það illa og stundum ver, lyfin lækna mann ekki en þau hjálpa manni að fljóta yfir. Í sveitinni gleymi ég að taka lyfin það er líka að í sveitinni líður mér vel og þar á ég að vera. Er líka að vinna í þvi og elta þann eldgamla draum minn.

Hlakka til að kíjja á þig og knúsa fast og innilega ;) Bið að heilsa vini mínum honum Kormáki ;)

Gangi þér x-tra vel Linda mín, sendi ljós og kærleik.

Guðrún Krútt (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband