1.4.2012 | 00:43
Þreytt laugardagskvöld.
Það var gott að komast að vinna í dag, en aftur á móti er skrokkurinn ekki sammála mér. Hann er gjörsamlega að fara með mig, María kom með verkjlyf til mín í vinnuna. Ég finn það líka að ég er svo orkulaus að ég vinn hægt, ég elda ekki hægt, en ég þarf minn tíma í að þrífa eldhúsið og finnst skelfilega erfitt að skúra ´.þó að þetta sé nú ekki stórt pláss.
Það er ennþá depurð í mér, finn ekki mikinn tilgang í neinu og mér finnst það sorglegt. Lífið hefur alltaf tilgang, en þegar það er svona depurð og einhver innri sorg í manni þá... æi veit ekki, finnst ég svo flöt eitthvað og ómöguleg.
Ég er að vonast til að fá aukna orku úr "super green" sem ég er að taka, svo er ég byrjuð á Omega 3 aftur, rálagður dagskammtur er 3 töflur, en ég tek 5-6 töflur. Þunglyndissjúklingar eiga að taka stærri skammt. Vona bara að þetta taki ekki mjög langan tíma að virka.
Ég veit að þetta fylgir veikindunum mínum, en ég er eitthvað svo óhamingjusöm.... vá er að missa mig í sjálfsvorkun og væli núna, sorry. Nei, ekki sorry, ég er að skrifa þetta hérna fyrir mig til að létta á mér, þetta er ekki skrifað fyrir ykkur, en þið megið svo sem alveg lesa þetta ef að þið viljið, það er ykkar tími sem þið eyðið ekki minn.
Mér finnst endalaust eitthvað að mér, mér finnst maður hafa eilífðar áhyggjur af öllu, alveg sama hvað er. Ef að maður heyrir eitthvað sorglegt, eða slæmt, einhver á erfitt, einhverjum líður illa, einhver er með vandamál.... alltaf þarf ég að taka það inn á mig, þó að ég geti ekkert gert í málunum. Ég held að ég sé þessi sem að vill bjarga heiminum..... kannski þess vegna er geðið mitt svona, þetta hvílir allt á mínum herðum .....
Ég er ferlega örg núna, pirruð og bara ómöguleg. Langar að öskra og grenja, en get ekki grátið og vil ekki öskra þá vakna ormabobbarnir mínir og María mín.
Held að ég hætti núna, er búin að drekka magnesíum-ið mitt og þá ætti maður að fara að skríða undir sængina sína og kúra hjá Hjörleifi mínum.
natten natten.....
Það er ennþá depurð í mér, finn ekki mikinn tilgang í neinu og mér finnst það sorglegt. Lífið hefur alltaf tilgang, en þegar það er svona depurð og einhver innri sorg í manni þá... æi veit ekki, finnst ég svo flöt eitthvað og ómöguleg.
Ég er að vonast til að fá aukna orku úr "super green" sem ég er að taka, svo er ég byrjuð á Omega 3 aftur, rálagður dagskammtur er 3 töflur, en ég tek 5-6 töflur. Þunglyndissjúklingar eiga að taka stærri skammt. Vona bara að þetta taki ekki mjög langan tíma að virka.
Ég veit að þetta fylgir veikindunum mínum, en ég er eitthvað svo óhamingjusöm.... vá er að missa mig í sjálfsvorkun og væli núna, sorry. Nei, ekki sorry, ég er að skrifa þetta hérna fyrir mig til að létta á mér, þetta er ekki skrifað fyrir ykkur, en þið megið svo sem alveg lesa þetta ef að þið viljið, það er ykkar tími sem þið eyðið ekki minn.
Mér finnst endalaust eitthvað að mér, mér finnst maður hafa eilífðar áhyggjur af öllu, alveg sama hvað er. Ef að maður heyrir eitthvað sorglegt, eða slæmt, einhver á erfitt, einhverjum líður illa, einhver er með vandamál.... alltaf þarf ég að taka það inn á mig, þó að ég geti ekkert gert í málunum. Ég held að ég sé þessi sem að vill bjarga heiminum..... kannski þess vegna er geðið mitt svona, þetta hvílir allt á mínum herðum .....
Ég er ferlega örg núna, pirruð og bara ómöguleg. Langar að öskra og grenja, en get ekki grátið og vil ekki öskra þá vakna ormabobbarnir mínir og María mín.
Held að ég hætti núna, er búin að drekka magnesíum-ið mitt og þá ætti maður að fara að skríða undir sængina sína og kúra hjá Hjörleifi mínum.
natten natten.....
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Um að gera að blogga Linda mín,líka ewf þér líður betur þá er það gott mál að fá góða útrás á blogginu..Láttu þér bara batna og líða vel.
Guðný Einarsdóttir, 1.4.2012 kl. 01:00
Knús á þig ljúfan
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2012 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.