Leita í fréttum mbl.is

Laugardagur fyrir Páskadag.

Ég eyddi mánudegi og þriðjudegi í höfuðborginni, hitti nokkra vini mína, fór í Hugarafl og þvældist smá. Ég gisti hjá Írisi minni í Ljósheimunum, en á mánudagskvöldið komu þær Arna mín og Fanný systir Írisar til okkar og áttum við skemmtilegt kvöld saman.
Nú leiðin lá heim seinni part þriðjudags og komu María og strákarnir með okkur austur aftur.
SJúkraþjálfun á miðvikudeginum, þar brotnaði ég.... magnaður andskoti hvað þetta kemur alltaf aftan að manni þessi vanlíðan, stundum líður mér vel og stundum hrynur heimurinn. Ég finn reyndar þegar heimurinn er að hrynja, þá fer fólk að fara í pirrurnar á mér mér og mikið ómögulegt í kringum mig. Eftir tímann hjá Mariu sjúkraþjálfa þá fer ég heim og legg mig, gjörsamlega búin á því á sál og líkama. Legg mig um 4 og vakna 7, geri þá aspassúpu og smyr brauð, gef liðinu að borða og svo um 8 fer ég upp í aftur og vakna á fimmtudag... leið betur.
Ég er þreytt, ég er orkulaus, stundum er ég döpur...... ég VEIT að þetta á allt eftir að lagast.
María og Rúnar fóru til Reykjavíkur áðan og ætla út að borða og svo á Mercury show (held ég). Á meðan ætla ég að passa ormabobbana mína, með hjálp Kormáks.
Þegar Oliver vaknar, er ég búin að plana labbitúr og svo borðum við snemmbúinn kvöldverð á Kanslaranum, ætla að bjóða öllum strákunum mínum í pizzu og svo bara heim.
Vonandi líður mér betur eftir hressandi göngu með öllum strákunum mínum.
Sit hér með þvílíkan nánast fýlusvip, er samt ekki í fýlu.... finnst bara ekkert broslegt. En það breytist, ég veit það......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús ljúfust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2012 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband