Leita í fréttum mbl.is

Ég hefði getað dáið, en það var aldrei planið......

Vægast sagt ömurlegur dagur og hann er rétt hálfnaður. Ég hafði mig í sturtu í morgun og þó fyrr hefði verið, er búin að svitna mikið í þessari vanlíðan minni. Hálf 11 fór ég sjúkraþjálfun og aumingja Maria sjúkraþjálfi sem er með mig þarf að þola endalausa gráturinn minn, það er ýmislegt á hana lagt. Ég get ekki meir... sorry, ég er bara búin á því....
Ég kom við á heilsugæslunni þegar ég var búin í sjúkraþjálfun og sagði að ég yrði að tala við lækni, ég gæti ekki meira. Það var einn læknir á svæðinu og auðvitað allt fullt hjá honum, en Sólveig á heilsugæslunni náði greinlega að troða mér á milli, eða læknirinn hringdi a.m.k. í mig og lagði inn í apotekið róandi töflur til að taka fram á þriðjudag en þá á ég tíma hjá honum og hann ætlar að hjálpa mér eitthvað, jafnvel að fara út í lyfjabreytingar.
Ég er ekki að geta meira, ég berst við að vera með grímu í kringum fólk en það er ekki hægt endalaust.
Ég sagði við Iðu Brá áðan, að ég skildi ekki þessa líðan. Mig langar að einhver komi til mín, en samt er ég með kvíða og vona að enginn komi því ég vil vera ein.
Ég átti að vinna um helgina, en ég er búin að tala við vinnuna og ég verð ekki að vinna.
Kormákur er farinn til pabba síns í Reykjavík og ég ætla að slaka á og fara vel með mig og taka þessi lyf þar til á þriðjudag....
Mér finnst samt frekar óþægilegt að vera á róandi, þegar ég veiktist illa veturinn 2010/2011 þá tók ég á milli 100 og 150 töflur í minni vanlíðan, mér leið svo illa að ég átti engin ráð. Það eyddust 5 dagar úr lífi mínu, sem ég man ekkert eftir... man bara geðdeild næst. Mér var sagt að það hefði getað farið svo að ég hefði ekki vaknað aftur..... það var aldrei ætlunin, mig langar ekki að yfirgefa þetta líf. Ég á tvö yndisleg börn og tvo yndislega ömmustráka og fjölskyldu og vini sem ég elska.... af hverju ætti ég að vilja yfirgefa þetta líf ???
Ég vil hjálp, það er allt sem ég bið um og ég vona að það verði eitthvað byrjað að hjálpa mér eftir helgina.....
Ef að það er eitthvað mér æðra.... hjálpaðu mér.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Linda mín. Ég finn til með þér. Vonandi getur læknirinn eitthvað gert fyrir þig. Slakaðu á yfir helgina, slepptu tökunum á þessu og leggðu þetta í hendur Guðs, treystu honum fyrir þessu, það virkar, trúðu mér. Ég fer á samkomu á sunnudaginn í Kirkjulækjarkot í Fljótshlíð og legg bænarefni fram. Og svo bið ég fyrir þér dúllan mín. Þú veist að mér þykir óskaplega vænt um þig.

Gangi þér vel.

Guðrún Krútt (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 16:42

2 identicon

Stórt knús á þig Linda mín, ég vildi að ég gæti gert eitthvað fyrir þig svo þér liði betur <3

Knús og kossar Hulda Margrét

Hulda Margrét Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 16:55

3 Smámynd: Linda litla

Takk fyrir það Hulda Margrét, en það er ekkert sem þú getur gert, takk samt hugulsemina.

Krútta mín, gerir þú þér ferð í borginni á samkomu ?

Linda litla, 13.4.2012 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband