Leita í fréttum mbl.is

Róandi, róaði mig niður.

Addi frændi fór í apótekið fyrir mig í dag og sótti lyfin fyrir mig, ég tók strax og ég fékk þau í hendurnar og fór svo og lagði mig, held að ég hafi legið í 4 tíma og náði að slaka mjög vel á, leið mikið betur þegar ég vaknaði. Heyrði í Iðu Brá, Maríu minni og mömmu, öll símtölin gengu vel, nema ég grét á meðan ég talaði við mömmu. Þau eru að fara til Reykjavíkur í fyrramálið og ég er að spá í að fara með þeim suður og fara upp á geðdeild og sitja og bíða og vonast til að fá viðtal.... það er samt ekki öruggt, það er mjög erfitt að komast að þar, en ég ætla að reyna.
Berglind frænka lánaði mér hugleiðisludiska til að hlusta á og er ég búin að hlusta á einn og held ég bara góðri einbeitingu við hann, þeir eru þrír. Ætli ég setji ekki disk tvö í þegar ég fer í rúmið.... skömmu síðar.
Ég sit í myrkri, ég er svo hrædd um að einhver komi.... en veit samt ekki við hvað ég er hrædd.... það er það versta við einangrunina að þegar maður er búinn að loka sig svona mikið af, þá fer manni í rauninni að líða vel í einangruninni.
Klukkan er orðin 11, ég ætla að koam mér í rúmið og hlusta á hugleiðslu..
Góða nótt og Guð geymi okkur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guð geymi þig Linda mín.    Vonandi færðu viðtal á Landspítalanum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2012 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband