Leita í fréttum mbl.is

Rangur maður á röngum tíma.

Forledrar mínir fóru til Reykjavíkur í fermingu í gær og ákvað ég að nota ferðina og fá að fara með og fara á bráðamóttöku geðdeildar á Landspítalanum, foreldrar mínir lögðu af stað upp úr 11, þannig að ég hafði góðan tíma þar sem bráðamóttakan opnar klukkan 1, ég var ein mætt og vissi þá að ég ætti að komast fyrst að. Viðtölin gengu vel og ég var eki nema klukkutíma þarna ég byrja á nýjum lyfjum á þriðjudag og það verður samráð á milli geðdeildar og Björns læknis hér á Hellu, það getur tekið 2-3- vikur að fá nýju lyfin til að virka en mér er sama ef að þau virka er komin með upp í kok af þessari líðan. Arna sótti mig og fórum við að fá okkur að borða, svo heim til hennar að spjalla og drekka kaffi. Hún sagði mér að Hugarafl væri að fara í leikhús í kvöld, og það kostaði ekki neitt og það ætti að fara á "Nei, ráðherra" , ég ahfði samband við Auði og það var einn miði eftir (sennilega ætlaður mér hehe) þannig að ég ákvað að fara. Ég var allan daginn lyfjuð af róandi töflum, þannig að ég var frekar flöt, en ég vildi það frekar heldur en að vera grenjandi í tíma og ótíma. Við fórum til Magga, þar var drukkið um 50 lítrar af kaffi í viðbót áður en við skelltum okkur í borgarleikhúsið. Það var margmennt í húsinu, og mikið hlegið, margir voru hreinlega að missa sig af hlátri..... nema ég. Þetta var ekki að virka fyrir mína vanlíðan, sem samt var bæld niður með róandi lyfjum. Þetta var ekki rétti tíminn til að fara á eitthvað svona efast ekkert um að þetta hafi verið gaman, ég var bara rangur maður á röngum tíma......
Ætla að skríða upp í rúm aftur og setja einn hugleiðsludisk í og reyna að slaka aðeins á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Líttu á björtu hliðarnar Linda mín, þú fékkst viðtal og nýjar töflur.  Hitt vara bara smáútúrdúr.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2012 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband