15.4.2012 | 18:58
Veikindi eins getur bjargað öðrum.
Ég ákvað þegar hugleiðsludiskurinn var hálfnaður að nú skildi ég snáfast fram úr og gera eitthvað hérna.... mín geta er ekki mikil, hef enga orku og verð að pína mig áfram. Ég byrjaði á uppvaski, en náði ekki að klára það, þvoði þvott og hengdi út, vann smá í garðinum, kom inn vaskaði aðeins meira upp, setti niður papriku og pipar í mold og skellti því í eldhúsgluggann, fór út að raka meira lauf og hreinsa til. KOm svo inn settist við tölvuna, spjallaði við Sigurbjörgu systir aðeins á spjallinu af því ég var komin í svo mikla vanlíðan að ég bara grét og grét..... samt það góða við netið er að maður getur sett inn allskonar bull og húmor, það er eins og maður sé að fela vanlíðanina, smat vitandi það að allir vita mitt andlega ástand núna. EN það er bara svo eitthvað einfalt að vera á bak við skjáinn, þá sér mann enginn.
Mig langar að gera svo eitthvað meira, en held að það sé komið nóg í dag hjá mér, búin að taka mér róandi, veit að það hjálpar til við andlegu heilsuna, ég græt ekki eins.
Af hverju er lífið svona ósanngjarnt ??
Hvað hef ég gert svona slæmt í þessu lífi til þess að eiga skilið að þurfa að vera svona ?
Stundum finnst mér eins og það sé verið að refsa mér, en ég get ekki skilið hvers vegna.... hvað er verið að refsa mér fyrir ?
Ég held að ég sé ekki slæm manneskja, mér finnst vænt um fólk og ég vil gera allt sem ég get fyrir alla, ég læt marga ganga fyrir, oft sit ég á hakanum og það er ekki gott fyrir mig, en ég er bara svona.
Það var mælt með því við mig að skrifa um vanlíðanina, að það myndi hjálpa mér. En það sem mér finnst magnað og gott, að það virðist vera að hjálpa öðrum, ég hef fengið spurningar frá 3 út í mína líðan, fólk sem er í sama ástandi en getur ekki tjáð sig um það, það lokar allt inni og fólk sem þorir ekki að leita sér hjálpar, t.d. út af skömm, fólk með fordóma gagnvart þessum sjúkdómi.
Ég hef ekki fordóma gagnvart honum, ég skammast mín ekki fyrir hann, ég get ekkert að þessu gert og ég vil leita mér hjálpar og ég vil hjálpa öðrum ef inhver vill, það er gott fyrir okkur að deila reynslu og tala saman, vegna þess að við skiljum hvort annað.
Ég veit líka að það er fullt af fólki sem fussar og sveiar yfir blogginu mínu og hugsar djöfull getur hún endalasut vælt.... mér er sama. Ég er að þessu fyrir mig.
Núna ætla ég að leggjast aðeins fyrir og kveikja á hugleiðslu.
Mig langar að gera svo eitthvað meira, en held að það sé komið nóg í dag hjá mér, búin að taka mér róandi, veit að það hjálpar til við andlegu heilsuna, ég græt ekki eins.
Af hverju er lífið svona ósanngjarnt ??
Hvað hef ég gert svona slæmt í þessu lífi til þess að eiga skilið að þurfa að vera svona ?
Stundum finnst mér eins og það sé verið að refsa mér, en ég get ekki skilið hvers vegna.... hvað er verið að refsa mér fyrir ?
Ég held að ég sé ekki slæm manneskja, mér finnst vænt um fólk og ég vil gera allt sem ég get fyrir alla, ég læt marga ganga fyrir, oft sit ég á hakanum og það er ekki gott fyrir mig, en ég er bara svona.
Það var mælt með því við mig að skrifa um vanlíðanina, að það myndi hjálpa mér. En það sem mér finnst magnað og gott, að það virðist vera að hjálpa öðrum, ég hef fengið spurningar frá 3 út í mína líðan, fólk sem er í sama ástandi en getur ekki tjáð sig um það, það lokar allt inni og fólk sem þorir ekki að leita sér hjálpar, t.d. út af skömm, fólk með fordóma gagnvart þessum sjúkdómi.
Ég hef ekki fordóma gagnvart honum, ég skammast mín ekki fyrir hann, ég get ekkert að þessu gert og ég vil leita mér hjálpar og ég vil hjálpa öðrum ef inhver vill, það er gott fyrir okkur að deila reynslu og tala saman, vegna þess að við skiljum hvort annað.
Ég veit líka að það er fullt af fólki sem fussar og sveiar yfir blogginu mínu og hugsar djöfull getur hún endalasut vælt.... mér er sama. Ég er að þessu fyrir mig.
Núna ætla ég að leggjast aðeins fyrir og kveikja á hugleiðslu.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Linda mín, það er frábært að heyra að fólk leitar til þín. Þú hefur ekkert gert til að þurfa að ganga í gegn um þessa vanlíðan. En þú ættir ef til vill að horfa á það sem gengur vel, en ekki það sem gengur illa. Það er erfitt, en það hjálpar verulega. Allt það litla og frábæra sem gerist þarf að fara í minnisbankann, hitt má hverfa ofan í ruslafötuna.
Þú til dæmis dreifst þig framúr, í stað þess að liggja, þú vaskaðir upp, þvoðir og hengdir út og rakaðir lauf. Vertu glöð yfir að hafa tekið þessa ákvörðun og standa við hana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2012 kl. 10:06
Það er svo sannarlega rétt að veikindi eins geta bjargað öðrum. Það varð mér til happs og ég varð fyrri til að átta mig síðasta sumar og sækja mér aðstoðar einmitt vegna þess að ég þekkti einkennin frá öðrum fjölskyldumeðlim. Þá var ég sokkin í djúpa holu sem ég komst ekki uppúr ein og óstudd en með hjálp þá hafðist það og ég vona að það verði þannig áfram. Fordómar eru í mínum huga fáfræði, það velur sér ENGINN að líða svona illa. Knús og faðm frá mér til þín:*
Vigdís F (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.