Leita í fréttum mbl.is

Ég er á meðan ég er...

Ég fór í rúmið fyrir 9 í gærkvöldi, las í einhverja stund og skellti svo hugleiðsludisk nr 1 í tækið. Mikið ofboðslega er þessi diskur að hjálpa mér. Vaknaði svo um 8 í morgun og ég var tilbúin að fara á fætur, það er langt síðan það hefur skeð að ég hafi löngun til þess að fara á fætur fyir hádegið. Ég hellti mér á kaffi (langt komin með könnuna), og er með þvott í annarri vél.... sem sagt einhver orka til staðar sem að ég ætla að nýta mér. Fann reyndar fyrir breyttri líðan í gær, fékk t.d. ekkert grátkast, það er batamerki.
Ég á að hitta lækni í dag og verður trúlega farið út í lyfjabreytingar, ég bæði hlakka til þess og kvíður fyrir því. Nýju lyfin geta tekið 2-3 vikur að virka.
Ég held að veðrið sé líka að hjálpa til.... reyndar held ég að allt sé að hjálpa til... fjölskyldan, vinirnir, andrúmsloftið og Kisa mín ;o) Hún finnur fyrir mínum veikindum, það er alveg magnað hvað dýr skynja.
Ég ætla að vera jákvæð í dag, ég ætla að vea dugleg í dag, ég ætla líka að hvíla mig ef að ég finn fyrir þreytu, ég ætla ekki að ofgera mér. Ég ætla að eiga þennan dag.
Ég er jákvæðari og ætla að njóta þess á meðan það er, vonandi endist það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krútta mín....Þú ert yndisleg og bestust! Leyfðu deginum að vera þínum- það er gott markmið. Leyfðu mér að heyra þegar þú kemur frá doksa, knús og klemm á þig :*

Vigdís (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 11:55

2 Smámynd: Aprílrós

þú ert frábær Linda og svo dugleg. Ég var með fullt af fólki að biðja fyrir þér á sunnudaginn var, bað um fyrirbæn fyrir vinkonu mína. svo er ég líka alltaf að senda þér ljós og kærleik.

Flott hjá þér að leyfa deginum að vera þínum, og flott hjá þér að hvíla þig þegar þu finnur að þú þarft þess.

ég á bara eitt orð yrir þig Linda mín. YNDISLEG.

Aprílrós, 17.4.2012 kl. 13:47

3 identicon

Knús til þín elsku Linda, ég sendi þér góða strauma yfir hafið og vona að þú verðir heil sem fyrst!:*

Vigdís F (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband