Leita í fréttum mbl.is

Plan 1. skrifa mig út úr þessu

Auðvitað sest ég við bloggið þegar lífið er að hrjá mig, hef bæði reynslu af því að losa mig með að skrifa hérna og svo er líka mælt með því fyrir mig.
Eins og þið sem þekkið mig er ég þunglyndissjúklingur og á misgóða daga.... ég fór til læknis um daginn þar sem skrokkurinn var alveg að fara með mig, og auðvitað leitar það þá beint upp í haus á mér. Nú doksi sprautaði mig 2 í bakið, 1 sinni í mjöðm og 1 sinni í læri. Ég er ekkert viss um að ég hafi fundið nokkurn mun, já svo auðvitað eins og læknar eru gjarnir á að segja við mig, "hættu svo að vinna". En ég get ekki hætt að vinna, ég verð a.m.k að vinna um helgar til að halda geðheilsunni, ef að ég fer ekki í vinnu þá fer ég ekki út úr húsi. DOksi samþykkti það og sagði mér á hvaða líkamsparta sjúkraþjálfinn minn ætti að einbeita sér að.
Ég vann síðast á laugardag.... 5 tíma, þegar ég kom heim eftir vinnu, þá gat ég ekki haldið grímunni lengur. Sem betur fer var ég ein heima Kormákur minn var að skemmta sér á Töðugjöldunum hérna og dóttir mín og ömmustrákur voru í heimsókn og voru einnig á kvöldvökunni. Ég brotnaði niður..... hugsaði "ég get ekki meir" á sunnudeginum hringdi ég í vinnuna og sagði að mér liði illa andlega og kæmi ekki í dag. Sem betur fer er ég með vinnuveitendur sem að eru yndisleg og skilja viekindi mín og vita að þau geta poppað upp nánast hvar og hvenær sem er, þegar ég fer að hugsa út í það, þá var ég búin að brotna niður í vinnunni einu sinni áður en ég fór að hitta doksa.
Nú, ég svaf allan sunnudaginn,allan mánudaginn, pabbi keyrði mig í sjúkraþjálfun í morgun og þar gerði ég ekkert annað en að grenja, mér finnst það samt léttir þegar ég get grátið svona. Það er bara svo undarlegt að gráta svona út af andlegri líðan sem að ég skil aldrei hvers vegna hún kemur.
Ég átti að vera í Handverkshúsinu Heklu á morgun, en treysti mér ekki til þess, ætla ekki að taka á móti túristum grenjandi...... held að það sé ekki að virka.
Ég er komin í svo mikla uppgjöf núna, að það er ömurlegt,. Ætla að hringja á heilsugæsluna í fyrramálið og reyna að fá annan tíma hjá doksa, þetta er ekki að gera sig lengur.
Þetta er svolítill munur að flytja úr Reykjavík í svona krummaskuð úti á landi, hér er ekkert og þá meina ég EKKERT.... enginn sálfræðingur, enginn geðlæknir engin aðstaða fyrir fólk með geðraskanir. Þykir mér það alveg magnað... það er ekki bara veikt fólk á stór Reykjavíkursvæðinu. Ég veit satt að segja ekki hvað læknirinn hérna getur gert fyrir mig, en það sakar ekki að reyna, ég get ekki verið svona.
Ég er með 12 ára strák á heimilinu, sem að er allt of meðvirkur. Hann fer ehlst ekki út ef að ég er andlega veik og ligg í rúminu allan daginn. Það er eins og hann sé hræddur um mig, kannski hræddur um að ég verði send á spítala, og ég veit að honum líður ekki vel þegar ég er lögð inn á geðdeild.
Ætla að segja þetta nóg í bili núna... og fara í rúmið (nema hvað annað) og vona að ég fái tíma á morgun.
Góða nótt og sofið vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband