Leita í fréttum mbl.is

Ný lyf...

Átti mjög erfiðan morgun, en hafði það af að hringja og panta tíma hjá lækni klukkan 8. Sofnaði svo aftur og ætlaði ekki að hafa mig á fætur til að mæta í tímann sem var kl. 10:40, en það hafðist. Hræðilegt að fara út úr húsi, auðvitað hringdi ég í pabba minn sem er alltaf svo góður og reiðubúinn að stökkva af stað ef að örverpinu vantar einhverja hjálp.
Ég varð strax klökk í bílnum þó að ég og pabbi værum þar bara tvö, og mikið djö.. var erfitt að koma sér inn á heilsugæslustöð. Hitti lækni og eyddi með honum klukkutíma og auðvitað grenjaði ég allan tímann og notaði ansi mikið af þurrkum hjá honum, ætli ég fái ekki reikning fyrir þeim.
Jæja, ég fékk en ein geðlyfin "Ríson" og svo á ég að taka Sobril 2 sinnum á dag og mæta hjá honum á föstudag kl. 8;40, þá vill að vita hvernig ástandið verður hjá mér, ef það er engin breyting þá eru miklar líkur á innlögn. Það hræðir mig svolítið, þar sem að á deildinni sem ég er lögð inn á fæ ég lækni sem ég vil ekki vera hjá, læknir sem er ofmetinn.
En ef að talið er þörf á innlögn þá er það bara innlögn, ekkert um annað að ræða. þetta er ekki líf svona, þetta er hörmung.
Er búin að taka inn núna Ríson og sobril og er aðeins að verða sljó, ætla að skríða undir sæng. Finnst ég vera best geymd þar þessa dagana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband