Leita í fréttum mbl.is

Ég vil hjálp.....

Nóttin er erfið... sef illa, þó að ég hafi bætt við mig lyfjum í gær (sem eiga að gera mig sljóa) gera það ekki. Kl. hálf 4 gafst ég upp á því að liggja inni í rúmi og horfa upp í loftið, sem að ég sé ekki einu sinni fyrir myrkri.
Það er svo skelfileg þessi depurð, hún vekur upp svo slæmar tilfinningar, uppgjöf og vanlíðan. Þetta er svo týbískt eitthvað átti fínan dag í gær og svo tekur þetta við. Af hverju þarf þetta líf mitt að vera svona ?
Ég er reyndar þakklát fyrir að eiga þessa skran tölvu, ekki veit ég hvar ég væri án hennar, ég næ a.m.k. að losa aðeins um með að skrifa. Skiftir mig engu máli hvort að einvher les eða ekki, bara að ég fái einhverja útrás.
Ég er einmanna, döpur, engin gleði eða neitt í mér, en þegar ég er með einhverjum þá tekst mér alltaf að setja upp grímu og brosa, hlæja og gera að gamni mínu, svo þegar skiljast leiðir, þá hrynur allt...... hvaða manneskja með þennan sjúdóm skilur þetta ekki ?? Ég veit að þeir sem eiga við veikindi að stríða eins og ég, þekki þetta mjög vel..... en hvað gerið þið til að reyna að takast á við þetta, hvað gerið þið svo að ykkur líði betur, án þess að skella upp grímu til að þóknast náunganum, fjölskyldunni, vinunum og þeim sem að þú hittir ? Einhver sem getur komið með einhverjar uppástungur og reynt að hjálpa mér ?
Þetta getur verið erfitt líf, ekki bætir þessi blessaði fjárhagur það. Myndi ekki neita ágætum lottóvinningi, veit að hann myndi ekki lækna geðheilsu mína, en veit að hann myndi létta á ýmsu hjá mér.
Skólinn auðvitað byrjaður hjá Kormáki, og það skrítna við það er að ég veit ekki hvort að mér þyki betra að hafa hann heima eða ekki. Mér finnst gott að hafa hann, hann er ljúfur og yndislegur strákur sem hjálpar mömmu sinni, en stundum langar mig bara að liggja í rúminu og þá vil ég ekki hafa hann, það hefur áhrif á líf hans, hann er mjög meðvirkur mér og algjör mömmustrákur.
Hvað get ég gert..... ef að þú ert að lesa þetta og dettur eitthvað í hug, segðu mér, ég þarf hjálp. Bara ekki segja "rífðu þig nú upp úr þessu" svona veikindi eru ekki þannig.
Ég er að kalla á hjálp..... ég þarf hjálp. ég vil hjálp, ég sé að ég get þetta ekki án hjálpar. Það fer alveg að koma að því að gríman fellur, ég get ekki haldið henni endalaust.
kv. Linda litla í vonleysi og uppgjöf....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Komdu sæl Linda. Þú ert algjör hetja að biðja um hjálp. Þeir eru þroskaðir, sem finna sjálfir að þeir þurfa hjálp, og viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum. Það eru ekki allir sem sjá sjálfir að eitthvað er að hjá þeim.

Fólkið í samfélaginu er skyldugt til að reyna að hjálpa þeim sem biðja um hjálp. Ekki er ég læknir né sálfræðingur, og kann ekki að ráðleggja mikið raunhæft. En eitt veit ég þó, og það er að magnesíum er nauðsynlegt til að halda heilsu. Mjög marga skortir magnesíum, með hörmulegum afleiðingum, vanlíðan og sjúkdómum.

Ekki veit ég hvort þú þarft magnesíum, en ég veit að það hjálpar mörgum við að sofa vel.

Gangi þér sem allra best og allar góðar vættir hjálpi þér, því ekki er hægt að treysta á mikið annað í lífinu, en sjálfan sig og góðu öflin.

Mundu að fordómar samfélagsins eru til vegna fáfræði og skilningsleysi fólks í samfélaginu. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.9.2012 kl. 11:53

2 Smámynd: Linda litla

Takk fyrir þetta Anna Sigríður. Ég drekk magnesíum á hverju kvöldi, tek D-vítamín 4000, B12, er á tvennum geðlyfjum.

Er að bíða eftir lyfjabreytingu, þetta er bara svo ömurleg líðan og ég vil svooo komast upp úr henni. Læknirinn minn hringdi áðan og ég á að auka skammtinn meira.

Takk fyrir kommentið Kæra Anna Sigríður.

Linda litla, 5.9.2012 kl. 11:59

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Linda mín. Það eru til dæmi um að geðlyf geri fólk þunglynt, í staðinn fyrir að hjálpa því, og skammtarnir eru stundum of stórir. Það er einstaklingsbundið hvað hver og einn þarf stóra skammta.

Ég finn mikið til með þér, því ég veit að svona heilsufarsástand er gríðarlega erfitt. Fáfræðin, skilningsleysið og fordómarnir eru oft það erfiðasta, og bætir á erfiðleikana og sjúkdómana. Kerfið er byggt upp á þann hátt, að lyfjafyrirtækin græði, en ekki sjúklingarnir. Þetta er ljótur sannleikur.

Það kostar því miður of mikið fyrir marga að nýta sér óhefðbundnar náttúrulækningar, sem hjálpa mjög mörgum þegar vísindalækningarnar segjast ekki geta hjálpað.

Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna óhefðbundnar lækningar eru ekki notaðar í meira mæli en nú er á Íslandi. Það á að vera pláss fyrir bæði vísinda og náttúrulækningar í heilbrigðiskerfinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.9.2012 kl. 12:43

4 Smámynd: Linda litla

Ég stend í lyfjabreytingum núna, ég þekki mikið af fólki með einhverjar geðraskanir, var mikið í HUgarafli þegar ég bjó í Reykjavík. Málið er núna að læknirinn minn heldur að ég sé ranglyfjuð, erum að vinna í því.

Þarf bara að tóra þangað til.

Það eru miklir fordómar gagnvart þessum sjúkdómi, en ég er þakklát fyrir það að sætta mig við hann og á auðvelt með að tala um hann, hef ekki fordóma sjálf og fólk sem þekkir mig ræðir við mig um veikindin, ef að við erum veik, þá hef ég trú á því að við getum hjálpað hvert öðru.

Linda litla, 5.9.2012 kl. 14:12

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús elsku stelpan mín, það er erfitt að geta ekki verið þarna við hliðina á þér.  En ég fylgist með þér og þykir vænt um þig þó ég hafi aldrei hitt þig.  Knús á þig elskuleg mín og megi allir góðir vættir vaka með þér og styrkja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2012 kl. 19:26

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Linda mín, við getum svo sannarlega hjálpað hvort öðru. Það hjálpar okkur öllum, og gefur mikla vellíðan, tilgang og gleði að hjálpa öðrum :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.9.2012 kl. 21:36

7 Smámynd: Linda litla

takk stelpur

Linda litla, 12.9.2012 kl. 18:54

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús ljúfan

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband