Leita í fréttum mbl.is

Ástungan framundan og ég með kvíða dauðans með mér....

Nóttin var hræðileg.... út í hött, ekki hræðileg út af andlegu hliðinni eða veika brjóstinu...... nei, bakið var skelfilegt, vaknaði með tárin í augunum rétt fyrir klukkan 5 og gat varla hreyft mig. Hafði það á löngum tíma að staulast fram á klósett og inn í eldhús þar sem ég tók 3 tramól, tárin láku niður kinnar mér. Verkirnir jukust og mér var orðið óglatt af verkjum, og auðvitað endaði það með því að ég ældi af verkjum, en ég sá aldrei pillurnar koma upp úr mér. Ég ráfaði um húsið fram og til baka og fór svo upp í og fann fyrir rest stelllingu til að sofa í. Ég veit að ég er baksjúklingur, en þetta tengi ég maníunni, þar sem að ég þegar ég fer í maníu þá stífna ég öll svo upp. Og ég er búin að vera mjög manísk undanfarið held að það sé málið.

Ég er kvíðin fyrir lækninum í dag, ræð ekki við það........ sorry, ég er að létta á hugsunum mínum með þessu pikki, mér líður betur að losa mig við þetta svona, annars tala ég líka mikið við sjálfa mig (veit reyndar ekki hvort að það virki). Svo á ég tíma klukkan 3 í dag og á að vera fastandi frá klukkan 9, en get yfirleitt ekki borðað morgunmat, hef bara ekki lyst. KVíði veldur líka lystaleysi hjá mér, vekur frekar upp ógleði. Þannig að minn morgunmatur fyrir klukkan 9 verður bara pillur, en ég tek svo mikið af þeim að ég verð örugglega södd hvort eð er hehehe það er kannski ástæðan fyrir því að ég borði ekki morgunmat, af því að ég borða mig sadda af pillum á morgnana heheheehe

það er einhver rúmur klukkutími þar til við förum af stað og ég er við það að afpanta tímann en má það ekki. shit, hvað ég er rugluð. Með þessari lesningu á blogginu hjá mér ættuð þið að geta sett ykkur inn í hausinn á  mér og sjá hve ruglaður hann er alltaf, hann er alltaf á fullu. Endalausar hugsanir um eitthvað bull og eitthvað sem að eykur kvíða og stress hjá mér.

Jæja, ætla að hætta þessu og snáfast til að þrífa mig og fara í föt, sjæna mig og mála og skella svo fínu grímunni á mig.

Farið varlega inn í daginn, klæðið ykkur og vel og hafið það gott. lovjús.

Kv. Linda litla kvíðaklessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi elsku kerlingin mín ekki gott með þig,mér finnst nú eiginlega komið nóg,vonandi gengur allt vel í dag

Farðu vel með þig hjartað mitt

Gulla (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 09:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Gullu, farðu vel með þig ljúfust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 10:29

3 identicon

áww..farðu vel með þig elsku kellan mín,faðmlag og knús á þig <3

Járnbrá Hilmars (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband