Leita í fréttum mbl.is

Alltof miklar vangaveltur varðandi jól, sem tefja göngutúrinn.

Ég er búin að sofa mikið undanfarið, var vöknuð um hálf 8 í morgun og er að spá í að henda mér í föt og taka smá labbitúr. Veitir ekki af smá fersku lofti í lungun, nú er rétt rúmur pakki eftir og svo hætt að reykja. Mikið vona ég að mér takist það í þetta skiptið, mér verður a. m.k. að takast það samkvæmt læknisráði.

Helgin að enda í dag, ég ætla að reyna að vera dugleg í dag, ég hef ekkert gert alla helgina nema nánast bara sofið. Kormákur er sofandi ennþá, þetta er orðið unglingur sem reynir að sofa út um helgar, en honum tekst það bara ekki of vel, hann hlýtur að fara að vakna drengurinn þar sem að hann er morgunhani dauðans, það er einstakt að ég sé komin fram á undan honum.

Í gær vorum við með kjúkling í hádegismat, kjúklinga afgang í kvöldmat og í dag ætla ég að nýta kjúklingarestina í kjúklinasúpu, I feel like chicken tonight ;) 

hafið þið áttað ykkur á því hve stutt er í jólin ?? Ég held að ég sé farin að finna fyrir kvíða gagnvart þeim, það er byrjað að auglýsa jólahlaðborð, fólk er farið að telja niður dagana til jóla og nokkrir facebook vinir mínir farnir að setja inn jólalög.... skrítið, vegna þess að hjá mér vekur þetta upp spennu og kvíða. kannksi skellur það á hjá þessu fólki þegar nær dregur og ekki nóg með það, það fólk verður komið með ógeð af jólalögunum. 

Núna er ég farin að bulla, bara farin að skrifa það sem ég er að hugsa. Kannski þarf ég bara að losa mig við það líka, enda allt í lagi skirfa bara það sem mér dettur í hug hér, þetta er engin skyldulesning hehehe

Það er stress sem fylgir jólunum þ.e. maturinn gjafir fyrir börn,tengdason, barnabörn, forledra, systkynabörn og bara þeim sem maður gefur gjafir..... hvaðaa bull er þetta í mér að fara að tala um jólin núna...... ætli það sé af því að ég talaði upphaflega um göngutúr ?? Skildi ég bara ekki nenna í hann?!?!?! Jú, ætla að taka smá rölt, ég get þá bara velt jólunum fyrir mér á röltinu.

Ætla að hætta þessu pikki og koma mér í föt og út í labbitúr. Velkomin á fætur þið sem eruð að skríða fram, eigið góðan dag.

Kv. Linda litlagöngugarpur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Göngutúr er gott mál. Hugsaðu ekki um jólin Linda mín, þau koma hvort sem er.  Þau eiga að vera gleðihugsun en ekki kvíði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 13:06

2 identicon

Fjölmiðlarnir og auglýsingaflóðið spenna upp jólastressið hjá fólki.

Besta ráðið er að að taka bara eina ákvörðun í samb. við jólin og standa við hana, láta allt annað eins og vind um eyru þjóta. Þú verður að læra að kúpla þig út.

Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum síðan að vera með Þorláksmessuskötu, ég er alltaf með skötu fyrir ca 10 manns. Legg mikið uppúr því kvöldi og pæli mikið í hlutum eins og hvað eigi að hafa í eftirrétt.

Ég hef mjög mikinn metnað í samb.við Þorláksmessuskötuna (enda eru flestir gestir miklar skötuætur) en ég hef nákvæmlega engan metnað í samb. við annað jólahald. Löngu hætt að stressa mig á þessu dæmi.

Skreyti alltaf heima hjá mér um jólin, stundum mikið og stundum lítið. Fer bara eftir því hvort ég er í stuði eða ekki.

Stressa mig aldrei yfir kaupum á jólagjöfum. Oftar en ekki hleyp ég út í næstu bókabúð á aðfangadagsmorgun til að kaupa nokkrar jólagjafir á síðustu stundu, helst sem ódýrastar. Já, ég er það löt.

Svo ég ráðlegg þér þetta:

Ákveddu þig hvað þú vilt um jólin, hvaða atburð þú vilt leggja einhvern metnað í. Er það aðfangadagskvöld eða jóladagur eða hvað?

Hugsaðu þá bara um þetta eina kvöld, að það geti verið sem best, bæði fyrir þig og ástvini þína. Hreinlega gleymdu restinni af þessu jólakjaftæði! Leyfðu þér að vera löt og ekki láta fjölmiðlana koma þér úr jafnvægi.

Anna (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 20:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott skilgreining Anna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband