15.11.2007 | 08:58
Good morning Iceland !
Hæ hæ og góðan daginn.
Loksins drösslaðist mín á fætur árla morguns, búin að koma drengnum í skólann svo núna hefst allsherjartiltektardagur Linda litlu.
Ég þvældist með Unni í gær og fórum við í Europris og verslaði ég það dótakassa fyrir Kormák, pennsla fyrir hann, jóladúka og eitthvað fleira. Það er alveg ótrúlegt hvað mér tekst alltaf að eyða peningum þegar ég á þá ekki. Nú við kíktum á Brynju í vinnuna og fórum svo með henni heim í kaffi. Komum aðeins við í Hjálpræðishernum, þar sem ég keypti eitthvað af barnafötum á tilvonandi barnabarn. Seinni partinn fór ég svo að sækja sjónvarpsskáp sem mér áskotnaðist og fékk svo Ívar í kaffi eftir það þegar við vorum búin að sækja skápinn.
Nú kvöldið í gær fór í að horfa á Tomma og Jenna með Kormáki, Tommi og Jenni eru alltaf sígildir og skemmtilegir og það er alltaf hægt að hlæja að þeim. Ég hlýddi Kormák yfir vísur sem að hann á að fara með á hátíð í skólanum á morgun, hann sagðist vera soldið kvíðinn af því að hann þarf að tala í mígrafón, en ég efast ekkert um að þetta eigi eftir að ganga vel hjá honum. Hann er svo skýrmæltur. Ég fór að sofa á skikkanlegum tíma aldrei þess vant, eða upp úr miðnætti.
Dagurinn í dag verður bara tiltekt og dunderý, býst ekki við að fara neitt, nema kannski í Rima apótek og sækja mér lyf og búið.
Annars er helgin fram undan og það er pabbahelgi og hafði ég hugsað mér að taka því rólega og slaka bara á. Vera búi að þrífa og njóta þess að vera heima og hafa það bara kósý.
María kemur á morgun og á ég eftir að þvlæast eitthvaðmeð henni. Annað kvöld kemur svo snyrtifræðingur hér heim til að snyrta mig, Maríu og Björk. Þetta er góð þjónust þykir mér að mæta bara á svæðið og flikka upp á kvensurnar. Að því loknu vorum við María að pæla í því að skella okkur í bíó á nýju myndina með Ben Stiller, en trailerinn af myndinni lofar góðu www.midi.is/bio kíkið á það.
Nóg í bili, hafið það gott elskurnar mínar. Kv. Linda litla.
Hendi inn myndum af nýja skápnum og leyfi ykkur sjá hann.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 232815
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Bara svona kvitterí kvitt og bæ þe veij flottur skápur
Dísaskvísa (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 09:50
Flottur skápur
Habby (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:22
Allra huggulegasti skápur ha:)
Gulla á Hellu. (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 19:17
Til hamingju með nýja skápinn dúllan mín! Rosa flottur
Vona að helgin verði kósí hjá þér, en segðu mér, hvar fær maður svona geggjaða snyrtiþjónustu????? Mín er til í svona!!
Túdelú
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:39
Nú þetta er bara auglýst á barnalandi. Við verðum a.m.k. 3 sem að verðum hérna að láta snyrta okkur.
Linda litla, 15.11.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.