16.11.2007 | 08:56
Bruni í fellahverfinu.
Litlu munaði að ég hefði brennt blokkina upp til agna í gær.... ég er enn í sjokki yfir þessu, svona lagað hefur aldrei komið fyrir hjá mér áður þar sem að ég þykir mjög ábyrg gagnvart rafmagnstækjum og eld. Unnur birtist seinni partinn í gær með hamborgara og stakk upp á því að við myndum leda saman, ekkert mál við gerum þetta stundum þá kaupir hún eitthvað að borða og kemur með það og ég elda. Ég kveiki á eldavélinni og ætla að fara að byrja að steikja þegar ég fatta að ég á ekkert á hamborgara, þannig að við ákveðum að hendast í Bónus. Bónus er ekki opið svo að við brunum í Kaskó, þegar ég stend á kassa í Kaskó með þjóðarrétt íslendinga (kokteilsósu) pepsi max, franskar og fleira. Þá man ég alltt í einu eftir eldavélinni, hleyp (já ég hljóp) út úr Kaskó inn í bíl til Unnar, nánast ríf af henni símann og hringi heim í Kormák og bið hann að taka pönnuna af hellunni en passi sig vel að brenna sig ekki. Hann hringir til baka eftir ca. 30 sek. og segir ömmu sinni að það sé allt fullt af reyk inni. Amma hans segir, við erum að koma. Þegar við rennum í hlað í Unufellinu, stekk ég nánast út úr bílnumá ferð og hleyp upp á þriðju hæð og það var dökk grár veggur sem blasti við mér þegar ég opnaði og krakkarnir hóstandi inni. Ég ríf upp svalardyrnar dreg krakkana út, opna alla glugga, kveiki á viftunni og svo eyddum við ansi löngum tíma úti á svölum og maturinn varð nú í seinna lagi. Þökk sé elsku Kormáki mínum að við eigum enn í hún að venda. Ég vil bara biðja ykkur að passa vel upp á eldavélina hjá ykkur, þetta er ekkert grín að lenda í þessu.
Held að ég láti þetta bara duga í bili hérna. Takk fyrir innlitið og ekki væri leiðinlegt ef að þú myndir nú skilja eitthvað eftir þig hérna.... t.d. comment
Annars bara góða helgi og njótið hennar. Kv. Linda
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Innlent
- Vinnueiningar með eins konar kennitölu
- Fundu villtan mann á Fagradalsfjalli
- Plástrameðferðir sem duga skammt
- Ættum ekki að þurfa að eiga þetta samtal
- Mærir starfskrafta og samfélagssýn Þórðar Snæs
- Tveir með allar tölur réttar
- Orðið lúxusvandamál að velja lögin
- Strætó og fimm bílar út af veginum
- Fagdeildum háskólans er fækkað
- Hringvegurinn settur á óvissustig
Athugasemdir
Linda!!!! Svona gerist nú bara yfirleitt hjá gömlu fólki,en þú ert nú heppinn að Kormákur er ekki orðin elliær haha...Nei þetta er svakalegt
Gulla (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 09:14
Djísus Linda
Eins gott að þetta fór ekki verr-fegin að þið séuð öll heil á húfi
knúsur,
Dísaskvísa
Dísaskvísa, 16.11.2007 kl. 09:17
dísús kræst fyrst að ekki fór verr má alveg hlægja af þessu ... er þaggi ?
kossogknús miss kleó
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 13:44
Úfff..... þetta var alveg svakalegt, en eftir á er þetta jú soldið fyndið t.d. ef að þið hefðuð séð mig hlaupa upp á þriðju hæð
Linda litla, 16.11.2007 kl. 13:57
úffffffff mesta mildi að ekki fór verr!!! Gott að þið eruð heil á húfi en það er eins og þú segir... það er ekki annað hægt en að glotta smá yfir að sjá fyrir sér þig hlaupa upp stigana eins og eldur væri í rassinum!!!
Saumakonan, 16.11.2007 kl. 16:42
Hjúkket mar!!!! að ekki fór verr, og að gamla hafi ekki panikkað og keyrt bara á, sé hana fyrir mér en já vá gott að þetta blessaðist
en vildi bara kvitta fyrir mig, hafið það gott
Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:11
Guð minn góður Linda litla! Ég er svo fegin að allir eru heilir og enginn brenndur. Ji hvað þetta hefði getað farið illa!! En ertu þá ekki bara búin að reykja fyrir alla helgina? Annars hefði ég alveg viljað vera fluga á vegg (eða ekki, ég hefði drepist...) og fylgjast með viðbrögðum þínum, svona fyrst allt er í góðu núna sko.
bye HOT SMOKIE MAMA!
Arna
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.