Leita í fréttum mbl.is

Bruni í fellahverfinu.

Litlu munaði að ég hefði brennt blokkina upp til agna í gær.... ég er enn í sjokki yfir þessu, svona lagað hefur aldrei komið fyrir hjá mér áður þar sem að ég þykir mjög ábyrg gagnvart rafmagnstækjum og eld. Unnur birtist seinni partinn í gær með hamborgara og stakk upp á því að við myndum leda saman, ekkert mál við gerum þetta stundum þá kaupir hún eitthvað að borða og kemur með það og ég elda. Ég kveiki á eldavélinni og ætla að fara að byrja að steikja þegar ég fatta að ég á ekkert á hamborgara, þannig að við ákveðum að hendast í Bónus. Bónus er ekki opið svo að við brunum í Kaskó, þegar ég stend á kassa í Kaskó með þjóðarrétt íslendinga (kokteilsósu) pepsi max, franskar og fleira. Þá man ég alltt í einu eftir eldavélinni, hleyp (já ég hljóp) út úr Kaskó inn í bíl til Unnar, nánast ríf af henni símann og hringi heim í Kormák og bið hann að taka pönnuna af hellunni en passi sig vel að brenna sig ekki. Hann hringir til baka eftir ca. 30 sek. og segir ömmu sinni að það sé allt fullt af reyk inni. Amma hans segir, við erum að koma. Þegar við rennum í hlað í Unufellinu, stekk ég nánast út úr bílnumá ferð og hleyp upp á þriðju hæð og það var dökk grár veggur sem blasti við mér þegar ég opnaði og krakkarnir hóstandi inni. Ég ríf upp svalardyrnar dreg krakkana út, opna alla glugga, kveiki á viftunni og svo eyddum við ansi löngum tíma úti á svölum og maturinn varð nú í seinna lagi. Þökk sé elsku Kormáki mínum að við eigum enn í hún að venda. Ég vil bara biðja ykkur að passa vel upp á eldavélina hjá ykkur, þetta er ekkert grín að lenda í þessu.

Held að ég láti þetta bara duga í bili hérna. Takk fyrir innlitið og ekki væri leiðinlegt ef að þú myndir nú skilja eitthvað eftir þig hérna.... t.d. comment Grin

Annars bara góða helgi og njótið hennar. Kv. Linda

Disneylitla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Linda!!!! Svona gerist nú bara yfirleitt hjá gömlu fólki,en þú ert nú heppinn að Kormákur er ekki orðin elliær haha...Nei þetta er svakalegt

Gulla (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 09:14

2 Smámynd: Dísaskvísa

Djísus Linda

Eins gott að þetta fór ekki verr-fegin að þið séuð öll heil á húfi

knúsur,

Dísaskvísa

Dísaskvísa, 16.11.2007 kl. 09:17

3 identicon

dísús kræst fyrst að ekki fór verr má alveg hlægja af þessu ... er þaggi ?

kossogknús miss kleó

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 13:44

4 Smámynd: Linda litla

Úfff..... þetta var alveg svakalegt, en eftir á er þetta jú soldið fyndið t.d. ef að þið hefðuð séð mig hlaupa upp á þriðju hæð

Linda litla, 16.11.2007 kl. 13:57

5 Smámynd: Saumakonan

úffffffff mesta mildi að ekki fór verr!!!    Gott að þið eruð heil á húfi en það er eins og þú segir... það er ekki annað hægt en að glotta smá yfir að sjá fyrir sér þig hlaupa upp stigana eins og eldur væri í rassinum!!! 

Saumakonan, 16.11.2007 kl. 16:42

6 identicon

Hjúkket mar!!!! að ekki fór verr, og að gamla hafi ekki panikkað og keyrt bara á, sé hana fyrir mér en já vá gott að þetta blessaðist

 en vildi bara kvitta fyrir mig, hafið það gott

Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:11

7 identicon

Guð minn góður Linda litla!  Ég er svo fegin að allir eru heilir og enginn brenndur.  Ji hvað þetta hefði getað farið illa!!  En ertu þá ekki bara búin að reykja fyrir alla helgina?  Annars hefði ég alveg viljað vera fluga á vegg (eða ekki, ég hefði drepist...) og fylgjast með viðbrögðum þínum, svona fyrst allt er í góðu núna sko. 

bye HOT SMOKIE MAMA!

Arna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband