22.11.2007 | 21:54
Er að fá nóg, get ekki mikið meira.
María er búin að vera hjá mér í dag, guði sér lof fyrir það. Ég er orðin svo þreytt á honum syni mínum, hann er alveg að gera mig brjálaða. Hann er svo óþekkur að ég er stundum komin að því að brotna niður í grát. Hann er búinn að vera svona undanfarna daga, kallar mig öllum illum nöfnum og ég er ömurleg mamma, ég er ógeðsleg mamma, hundleiðinleg mamma og allt eftir því skellir hurðum kemur svo fram og öskrar FUCK YOU og gefur mér puttann. Ekki nóig með þetta allt þá neitar hann líka að læra heima og hefur verið að því undanfarið og tvisvar í þessari viku neitað að fara í skólann. Ég hringdi í kennarann hans í daga og ræddi við hana um hann, eins og ég segi ég veit ekkert hvað ég á að gera, ég er uppiskroppa með ráð og langar helst að leggjast í rúmið og gráta. Mér finnst ég hreinlega ekki geta meir, í guðanna bænum ef að einhver getur gefið mér ráð þá eru þau ofsalega vel þegin.
Elsku tengdó á afmæli í dag og er 61 árs, til hamingju með daginn Unnur mín. Hún kíkti við í dag og við gáfum henni straujárn í afmælisgjöf þar sem að straujárnið hennar já..... þið vitið það einvher af ykkur, ræðum það ekki meira.
Það var talað um það í fréttablaðinu í dag að O.J. Simpson vill flýja til Kúbu..... ætli ég eigi eftir að eyða hálfum mánuði með kolvitlausum morðingja ??? Það væri alveg eftir því að við O.J. myndum hittast á barnum eða á ströndinni. En hann hefur einmitt beðið Fidel Castro um leyfi til að flytja þangað.... nú bíðum við bara spennt eftir svari frá kommúnistaleiðtoganum.
Það var kjúklingur í matinn í kvöld hjá okkur, en skíthoppari eins og sumir kalla. Mér finnst það bara ekki eins girnilegt nafn á mat he he he Og núna stendur yfir bakstur hjá systkynunum Maríu og Kormáki. María keypti tvær tegundir af deigi sem þarf bara að skera niður og henda í ofn. Mjög sniðugt og einfalt og þægilegt fyrir þá sem eiga erfitt með að standa í bakstri eins og bakaumingjanum mér og kasóléttri dótturinni.
Segjum þetta gott í bili og ég skelli einni mynd inn svo að maður geti aðeins glott út í annað. Takk fyrir lesninguna og góða nótt. Munið eftir að klikka á myndina til þess að stækka hana. kv. Linda litla.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 232815
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Á ég að trúa því að hann sé svona óþekkur strákurinn,jeminn,ég kem og tek í lurgin á honum,eða á ég kannski bara að eiga hann þú getur spurt hann að því Mundu eftir að kaupa strápils og bol á Kúbu
Guðný Einarsdóttir, 22.11.2007 kl. 23:57
kemst ekki í tiltekt til þín á morgun ertu galin ha???Ég þarf að vinna Sendu mér bara lykilin og ég redda málunum meðan þér eruð að heiman mín kæra fröken
Guðný Einarsdóttir, 23.11.2007 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.