Leita í fréttum mbl.is

Home sweet home

Jæja, þá er maður kominn heim eftir helgi á Bifröst. Þetta eru búnir að vera góðir dagar, Það var horft á dvd, farið í pc, ps2, bakað, labbitúr, bíltúr, dansað, sungið, pósað, tískusýning og fleira. Kormákur skemmti sér allra best af okkur. það var gott að komast í sveitasæluna burt frá öllu stressi,sírenum, dyrabjöllu, gestum, köttum og öllu því sem fylgir að búa hérna í Breiðholtinu. En eins og það er gott að komast að heiman þá er alltaf jafn yndislegt að koma heim aftur. Tumi og Patti tóku vel á móti okkur, malandi og mjálmandi og bíða eftir því að við förum að sofa svo að þeir geti skriðið upp í hjá okkur.

Við bökuðum þessa snilldarköku úr kökubók Hagkaups, þetta var nammibotn með miklu súkkulaði og þeyttur rjómi með bönunum og ferskum jarðarberjum á milli namminamm. Það er miklu meiri menning á Biföst heldur en að ég hélt, við Kormákur fórum í góðan labbitúr þarna og fundum Samkaup, Veitingastað/kaffihús, heita potta, bókasafn, flottan rólóvöll og ýmislegt fleira. Ég væri sko alveg til í að búa bara þarna ef að ég hefði bílpróf. Ég elska þögnina og værðina þarna, það eina sem ég heyrði var í rokinu. Það var reyndar drullukalt þarna um helgina en það skiptir engu, þetta var svo gaman. Ég tók fullt af myndum og set þær örugglega inn á morgun, nenni því ekki núna.

Vikan fram undan hjá mér er bara að taka íbúðina í gegn í rólegheitum og skreyta hana smátt og smátt. Jólaskrautið fór aldrei niður í geymslu í fyrra, það fór bara inn í gestaherbergi og er þar ennþá. Ég er sko alltaf svo skipulögð he he he he eða heitir þetta trassaskapur ?

Segi þetta ágætt í dag, er þreytt og ætla snemma í rúmið. Þarf bara að toga Kormák úr baðinu og beint í rúmið. Hafið það gott þangað til næst. Kv. Linda litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Fæ ég kannski köku þegar ég kem á föstudaginn???Ég held að það fari nú alls staðar vel um þetta jólaskraut sem skríður úr hýði einu sinni á árí

Er þá bara ekki að drífa sig í að taka bílpróf??

Guðný Einarsdóttir, 26.11.2007 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband